Segir síðustu átján mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 17:45 Loksins þandi Alfreð netmöskvana um liðna helgi. Það var kominn dágóður tími síðan það gerðist síðast. Roland Krivec/Getty Images Framherjinn Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 610 daga. Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira