Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 10:01 Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins hefur haft áhuga á fótbolta frá því að hann var bara gutti. Afturelding, HK og KF eru allt lið sem teljast uppáhald en sjálfur var hann lengi leikmaður hjá HK og síðar þjálfari. Liverpool leikirnir í Finlux túbusjónvarpinu með pabba eru líka sterk minning úr æsku. Vísir/Vilhelm Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt upp úr klukkan sjö á virku dögunum og milli átta og níu um helgar. Opna augun og teygi úr mér. Þó ekki jafn tignarlega og læðan okkar hún Kittý.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar ég hef skriðið á fætur þá er það alltaf góður lýsissopi sem opnar daginn ásamt seglinum á ísskápnum sem skartar mynd af Bill Murray segja: „You're Awesome!". Ekki lýgur minn maður, eða hvað? Alla vega fallega sagt af honum, nú eða góðlátlegt grín. Banani og vatnsglas fylgir yfirleitt í kjölfarið. Það er mitt morgunfóður, ekki flókið. Og alveg satt, ég byrjaði ekki að drekka kaffi fyrr en ég varð 49 ára, já og það var víst á síðasta ári. Þannig að það eru einhver þroskamerki í gangi, en um það má sjálfsagt deila.“ Áttu þér uppáhalds fótboltalið? „Já, og það fleiri en eitt. Hér heima hef ég sterkustu taugarnar til Aftureldingar, HK og KF, sem áður hét KS. Við höfum undanfarin tuttugu ár eða svo búið í Mosó og krakkarnir mínir spilað og æft með Aftureldingu og fjölskyldan verið nokkuð virk í kringum félagið. Ég var lengi leikmaður og þjálfari hjá HK, sem er ásamt hinu goðsagnarkennda félagi, ÍK, mín æsku- og uppeldislið. Síðan er ég stoltur Siglfirðingur og var fenginn til að spila og þjálfa þar tvö sumur og hljóp hressilega af mér hornin á þeim tíma, ef ég man rétt. Svo er það YNWA, Liverpool, alltaf! Bestir þegar ég var gutti og horfði á þá í svarthvítu litlu Finlux túbusjónvarpi með pabba, og eru það enn, eftir „smá" millibilsástand. Annars reyni ég að hreyfa mig reglulega, ýta við gömlu íþróttagenunum með einhverjum hætti flesta daga. World Class, boltaleikir, sund, göngur og fleira sem gefur nauðsynlega líkamlega og andlega næringu. Hef verið í skemmtilegum félagsskap í Mosó í kringum ræktina þar í um fimmtán ár, UMFUS, ungmennafélag ungra sveina. Þar er markmiðið að menn endist lengur á dansgólfinu en aðrir!“ Í vinnunni er Hugi oft með marga bolta á lofti og því reynir hann að haga skipulaginu þannig að hann kortleggi hvern vinnudag eins mikið og mögulegt er. Þar skiptir forgangsröðum verkefna miklu máli. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er ýmislegt í gangi, spennandi og skemmtilegt, eins og er nú yfirleitt í þessu líflega umhverfi markaðsmála. Á þessum tíma árs eru margir af okkar samstarfsaðilum að vinna í áætlunum fyrir komandi ár. Þar erum við líka, að reyna að rýna eitthvað inn í framtíðina, kortleggja hana. Höfum verið lánsöm að verkefnaflóran hefur verið að aukast síðustu mánuði og misseri. Bæði gagnvart aðilum sem eru að auglýsa á Íslandi og líka á erlendri grundu. Birtingahúsið kynnti á árinu spennandi nýjungar og tækifæri fyrir okkar viðsemjendur. Munum kappkosta að bæta þar enn frekar við á nýju ári. Erum meðal annars að vinna í ákveðinni framþróun í samstarfi við okkar alþjóðlega samstarfsaðila, Dentsu Aegis Network, sem er eitt öflugasta óháða birtingafélag í heimi. Verður gaman að fá að kynna það og þróa áfram með okkar viðskiptavinum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að kortleggja vinnudaginn eins mikið og mögulegt er. Forgangsraða verkefnum miðað við mikilvægi þann daginn eða næstu daga. Skiptir miklu enda oft margir boltar í gangi í einu. Þá er líka gott að hafa góðan sveigjanleika og frábært samstarfsfólk. Reyni svo að hafa fundi þétt á milli ef það er hægt, ekki dreifa þeim yfir daginn eða vikuna. Helst funda þá fyrri hluta dags. Menn eiga það til að funda of mikið og vera of mörg á fundum. Þá erum við eins og margir aðrir að nota fjarfundi og ýmis samskiptakerfi til að halda utan um verkefni, ferla og nýtingu á tíma. Menn eru að reyna að feta hinn gullna meðalveg í þessu eins og öðru.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er frekar stutt síðan að ég fór að reyna að temja mér betri og reglubundnari svefnvenjur. Sofnaði hér áður vel eftir miðnætti en reyni nú að vera kominn í draumalandið fyrir miðnætti. Byrjaður að venja mig á að eiga einn til tvo klukkutíma fyrir lestur góðrar bókar eða hlustun á hlaðvarp fyrir háttinn. Slíkt hefur klárlega bætt svefninn sem er víst grunnurinn fyrir allt hitt.“ Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Hefð að eiga smá kósý morgun með sjálfri mér“ Kristín Guðjónsdóttir starfar hjá 200 ára gömlu tryggingarfyrirtæki í Osló sem enn ratar á lista yfir eftirsóttustu vinnustaðina í Noregi. 30. október 2021 10:01 „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00 „Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00 „Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00 Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt upp úr klukkan sjö á virku dögunum og milli átta og níu um helgar. Opna augun og teygi úr mér. Þó ekki jafn tignarlega og læðan okkar hún Kittý.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar ég hef skriðið á fætur þá er það alltaf góður lýsissopi sem opnar daginn ásamt seglinum á ísskápnum sem skartar mynd af Bill Murray segja: „You're Awesome!". Ekki lýgur minn maður, eða hvað? Alla vega fallega sagt af honum, nú eða góðlátlegt grín. Banani og vatnsglas fylgir yfirleitt í kjölfarið. Það er mitt morgunfóður, ekki flókið. Og alveg satt, ég byrjaði ekki að drekka kaffi fyrr en ég varð 49 ára, já og það var víst á síðasta ári. Þannig að það eru einhver þroskamerki í gangi, en um það má sjálfsagt deila.“ Áttu þér uppáhalds fótboltalið? „Já, og það fleiri en eitt. Hér heima hef ég sterkustu taugarnar til Aftureldingar, HK og KF, sem áður hét KS. Við höfum undanfarin tuttugu ár eða svo búið í Mosó og krakkarnir mínir spilað og æft með Aftureldingu og fjölskyldan verið nokkuð virk í kringum félagið. Ég var lengi leikmaður og þjálfari hjá HK, sem er ásamt hinu goðsagnarkennda félagi, ÍK, mín æsku- og uppeldislið. Síðan er ég stoltur Siglfirðingur og var fenginn til að spila og þjálfa þar tvö sumur og hljóp hressilega af mér hornin á þeim tíma, ef ég man rétt. Svo er það YNWA, Liverpool, alltaf! Bestir þegar ég var gutti og horfði á þá í svarthvítu litlu Finlux túbusjónvarpi með pabba, og eru það enn, eftir „smá" millibilsástand. Annars reyni ég að hreyfa mig reglulega, ýta við gömlu íþróttagenunum með einhverjum hætti flesta daga. World Class, boltaleikir, sund, göngur og fleira sem gefur nauðsynlega líkamlega og andlega næringu. Hef verið í skemmtilegum félagsskap í Mosó í kringum ræktina þar í um fimmtán ár, UMFUS, ungmennafélag ungra sveina. Þar er markmiðið að menn endist lengur á dansgólfinu en aðrir!“ Í vinnunni er Hugi oft með marga bolta á lofti og því reynir hann að haga skipulaginu þannig að hann kortleggi hvern vinnudag eins mikið og mögulegt er. Þar skiptir forgangsröðum verkefna miklu máli. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er ýmislegt í gangi, spennandi og skemmtilegt, eins og er nú yfirleitt í þessu líflega umhverfi markaðsmála. Á þessum tíma árs eru margir af okkar samstarfsaðilum að vinna í áætlunum fyrir komandi ár. Þar erum við líka, að reyna að rýna eitthvað inn í framtíðina, kortleggja hana. Höfum verið lánsöm að verkefnaflóran hefur verið að aukast síðustu mánuði og misseri. Bæði gagnvart aðilum sem eru að auglýsa á Íslandi og líka á erlendri grundu. Birtingahúsið kynnti á árinu spennandi nýjungar og tækifæri fyrir okkar viðsemjendur. Munum kappkosta að bæta þar enn frekar við á nýju ári. Erum meðal annars að vinna í ákveðinni framþróun í samstarfi við okkar alþjóðlega samstarfsaðila, Dentsu Aegis Network, sem er eitt öflugasta óháða birtingafélag í heimi. Verður gaman að fá að kynna það og þróa áfram með okkar viðskiptavinum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að kortleggja vinnudaginn eins mikið og mögulegt er. Forgangsraða verkefnum miðað við mikilvægi þann daginn eða næstu daga. Skiptir miklu enda oft margir boltar í gangi í einu. Þá er líka gott að hafa góðan sveigjanleika og frábært samstarfsfólk. Reyni svo að hafa fundi þétt á milli ef það er hægt, ekki dreifa þeim yfir daginn eða vikuna. Helst funda þá fyrri hluta dags. Menn eiga það til að funda of mikið og vera of mörg á fundum. Þá erum við eins og margir aðrir að nota fjarfundi og ýmis samskiptakerfi til að halda utan um verkefni, ferla og nýtingu á tíma. Menn eru að reyna að feta hinn gullna meðalveg í þessu eins og öðru.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er frekar stutt síðan að ég fór að reyna að temja mér betri og reglubundnari svefnvenjur. Sofnaði hér áður vel eftir miðnætti en reyni nú að vera kominn í draumalandið fyrir miðnætti. Byrjaður að venja mig á að eiga einn til tvo klukkutíma fyrir lestur góðrar bókar eða hlustun á hlaðvarp fyrir háttinn. Slíkt hefur klárlega bætt svefninn sem er víst grunnurinn fyrir allt hitt.“
Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Hefð að eiga smá kósý morgun með sjálfri mér“ Kristín Guðjónsdóttir starfar hjá 200 ára gömlu tryggingarfyrirtæki í Osló sem enn ratar á lista yfir eftirsóttustu vinnustaðina í Noregi. 30. október 2021 10:01 „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00 „Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00 „Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00 Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Hefð að eiga smá kósý morgun með sjálfri mér“ Kristín Guðjónsdóttir starfar hjá 200 ára gömlu tryggingarfyrirtæki í Osló sem enn ratar á lista yfir eftirsóttustu vinnustaðina í Noregi. 30. október 2021 10:01
„Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00
„Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00
„Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00
Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00