The Last Duel: Gerendameðvirknin bergmálar í gegnum aldirnar Heiðar Sumarliðason skrifar 6. nóvember 2021 13:56 Umkringd biluðum körlum Aðsóknin hefur ekki verið mikil á The Last Duel, sem kom í kvikmyndahús fyrir viku síðan. Það er miður, því hér um að ræða kvikmynd sem er merkileg fyrir margra hluta sakir. Aðsóknartregðan kemur eilítið á óvart, þar sem hér er valinn maður (og nokkrar konur) í hverjum rúmi. Leikstjórinn Ridley Scott á sér fjölmarga aðdáendur eftir meistaraverk á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma and Louise. Ben Affleck og Matt Damon eru þarna einnig, báðir risastórar kvikmyndastjörnur, ásamt Adam Driver, betur þekktum sem Kylo Ren. Einnig má því við bæta að handritið er skrifað af Affleck og Damon, í samstarfi við Nicole Holofcener. En þeir félagar hafa ekki skrifað handrit saman síðan þeir hlutu Óskarsverðlaun fyrir hina frábæru Good Will Hunting árið 1998. Ungir menn á uppleið taka á móti gullnum styttum. Maður myndi því ætla að með allt þetta með sér í liði væri aðsóknin töluvert meiri. Kannski er það alvarlegt umfjöllunarefnið sem fælir fólk frá, því The Last Duel er í raun ekkert annað en ádeila á gerendameðvirkni og gerð með það fyrir augum að sýna áhorfendum hve lítið hefur breyst frá því á 14. öld. Þó konur séu ekki enn bókstaflega brenndar á báli fyrir að saka karla um kynferðisofbeldi, þá þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á ádeilunni á nútímann. Það var auðvitað ekkert #metoo á þessum tíma, samt svífur andi byltingarinnar hér yfir vötnum. Karlamynd, en þó ekki Þið tókuð e.t.v. eftir því að í kynningu minni á þekktustu listamönnum þessarar miklu #metoo kvikmyndar taldi ég aðeins upp eina konu, sem kann að stinga í stúf á yfirborðinu. Það er hins vegar þannig að ef fjalla á um feðraveldið þarf ansi margar persónur sem mögulega gætu verið feður og sú saga sem hér er sögð snýr að kynferðisofbeldi sem Marguerite de Carrouges, leikin af ungstirninu Jodie Comer, verður fyrir. Til að segja þá sögu og setja hana í samhengi þarf að stilla upp liði karlpersóna til að sýna hve lítils Marguerite de Carrouges má sín í þessu 14. aldar samfélagi. Hún er eign sem skutlað er á milli karla, frá föður sínum í hendur eiginmanns. Þegar henni er svo nauðgað er hún enn viðfang valdaleikja karlmanna. Jodie Comer í hlutverki sínu. Það er margt í framvindu myndarinnar sem varðar speglanir við nútímann. Það sem hafði einna sterkust áhrif á mig í sögunni er gerendameðvirknin, eða hvernig „besti vinur aðal“ fær að komast upp með hvað sem er og haldið er hlíifskildi yfir honum. Enn hefur fátt breyst í okkar samfélagi og gerendameðvirknin öskrar á okkur þessa dagana. Vissi ekkert um myndin Sjálfur mætti ég í bíóið án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um þessa kvikmynd. Ég taldi mig vera að fara á gamaldags riddara epík, þar sem dygðug hetja berst fyrir réttlætinu. Hún fjallar þó að einhverju leyti um nákvæmlega það, en snúningurinn sem tekinn er á viðfangsefnið er óvæntur. Sagan snýr að því hvernig fólk sér hlutina hvert frá sinni hlið, hvernig við erum öll hetjurnar í því narratívi sem við sköpum í eigin höfði. Það er þó öllum ljóst hvernig í pottinn er búið og þegar öllu er botninn hvolft er aðeins ein hetja í þessari sögu. Þar sem þú ert nú að lesa þennan dóm, er ég að einhverju leyti búinn að spilla þeirri hreinu upplifun á myndina sem áhorfandi fær ef hann veit ekkert hverju hann á von. Það er þó óhjákvæmilegt, ef á annað borð á að vera hægt að skrifa um hana. Persónulega finnst mér The Last Duel vera skylduáhorf, þó ég hafi á tilfinningunni að þeir sem þurfa hvað mest á því að halda að sjá hana muni ekki gera það, heldur séu í næsta sal við hliðina á allt öðruvísi mynd. Niðurstaða: The Last Duel er ótrúlega sterk ádeila á nútímann sett á svið á 14. öld í Frakklandi og ætti að vera skylduáhorf. Stjörnubíó Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Aðsóknartregðan kemur eilítið á óvart, þar sem hér er valinn maður (og nokkrar konur) í hverjum rúmi. Leikstjórinn Ridley Scott á sér fjölmarga aðdáendur eftir meistaraverk á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma and Louise. Ben Affleck og Matt Damon eru þarna einnig, báðir risastórar kvikmyndastjörnur, ásamt Adam Driver, betur þekktum sem Kylo Ren. Einnig má því við bæta að handritið er skrifað af Affleck og Damon, í samstarfi við Nicole Holofcener. En þeir félagar hafa ekki skrifað handrit saman síðan þeir hlutu Óskarsverðlaun fyrir hina frábæru Good Will Hunting árið 1998. Ungir menn á uppleið taka á móti gullnum styttum. Maður myndi því ætla að með allt þetta með sér í liði væri aðsóknin töluvert meiri. Kannski er það alvarlegt umfjöllunarefnið sem fælir fólk frá, því The Last Duel er í raun ekkert annað en ádeila á gerendameðvirkni og gerð með það fyrir augum að sýna áhorfendum hve lítið hefur breyst frá því á 14. öld. Þó konur séu ekki enn bókstaflega brenndar á báli fyrir að saka karla um kynferðisofbeldi, þá þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á ádeilunni á nútímann. Það var auðvitað ekkert #metoo á þessum tíma, samt svífur andi byltingarinnar hér yfir vötnum. Karlamynd, en þó ekki Þið tókuð e.t.v. eftir því að í kynningu minni á þekktustu listamönnum þessarar miklu #metoo kvikmyndar taldi ég aðeins upp eina konu, sem kann að stinga í stúf á yfirborðinu. Það er hins vegar þannig að ef fjalla á um feðraveldið þarf ansi margar persónur sem mögulega gætu verið feður og sú saga sem hér er sögð snýr að kynferðisofbeldi sem Marguerite de Carrouges, leikin af ungstirninu Jodie Comer, verður fyrir. Til að segja þá sögu og setja hana í samhengi þarf að stilla upp liði karlpersóna til að sýna hve lítils Marguerite de Carrouges má sín í þessu 14. aldar samfélagi. Hún er eign sem skutlað er á milli karla, frá föður sínum í hendur eiginmanns. Þegar henni er svo nauðgað er hún enn viðfang valdaleikja karlmanna. Jodie Comer í hlutverki sínu. Það er margt í framvindu myndarinnar sem varðar speglanir við nútímann. Það sem hafði einna sterkust áhrif á mig í sögunni er gerendameðvirknin, eða hvernig „besti vinur aðal“ fær að komast upp með hvað sem er og haldið er hlíifskildi yfir honum. Enn hefur fátt breyst í okkar samfélagi og gerendameðvirknin öskrar á okkur þessa dagana. Vissi ekkert um myndin Sjálfur mætti ég í bíóið án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um þessa kvikmynd. Ég taldi mig vera að fara á gamaldags riddara epík, þar sem dygðug hetja berst fyrir réttlætinu. Hún fjallar þó að einhverju leyti um nákvæmlega það, en snúningurinn sem tekinn er á viðfangsefnið er óvæntur. Sagan snýr að því hvernig fólk sér hlutina hvert frá sinni hlið, hvernig við erum öll hetjurnar í því narratívi sem við sköpum í eigin höfði. Það er þó öllum ljóst hvernig í pottinn er búið og þegar öllu er botninn hvolft er aðeins ein hetja í þessari sögu. Þar sem þú ert nú að lesa þennan dóm, er ég að einhverju leyti búinn að spilla þeirri hreinu upplifun á myndina sem áhorfandi fær ef hann veit ekkert hverju hann á von. Það er þó óhjákvæmilegt, ef á annað borð á að vera hægt að skrifa um hana. Persónulega finnst mér The Last Duel vera skylduáhorf, þó ég hafi á tilfinningunni að þeir sem þurfa hvað mest á því að halda að sjá hana muni ekki gera það, heldur séu í næsta sal við hliðina á allt öðruvísi mynd. Niðurstaða: The Last Duel er ótrúlega sterk ádeila á nútímann sett á svið á 14. öld í Frakklandi og ætti að vera skylduáhorf.
Stjörnubíó Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira