Fórnarkostnaður umræðunnar Sindri Þór Hilmars- og Sigríðarson skrifar 5. nóvember 2021 16:00 Þórir, Kveikur og pælingar Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi. Allt frá skotgrafahernaði til persónulegra áverka Umræðan er öll komin í skotgrafir, fullkomlega pólaríseruð og þannig ólíkleg til að nálgast einhverskonar vitræna niðurstöðu. Fremur en að einhverskonar samtal sé að eiga sér stað þá virðist fólk forherðast í skoðunum sínum og vaða þannig áfram á hnefunum. Með máli Þóris eru svo gerendur og ötult stuðningsfólk þeirra komin með glænýtt vopn í kassann sem þau munu vafalaust nýta óspart, svona ef marka má ofgnótt vísana í hundinn Lúkas og ónefnda tjaldhæla. Ég bíð „spenntur“ eftir næsta máli sem kemst í umræðuna, hvar þolendur verða líklega sakaðir um að leggja gildrur fyrir gerendur sína. En síðast og alls ekki síst, því þetta er það versta, er fjöldinn allur af þolendum þarna úti sem líða miklar kvalir þessa dagana í kjölfar þáttarins og umræðunnar sem fylgir. „Ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi“ Mál á borð við þau sem Þórir hefur gengist við og sem konur hafa komið fram og lýst í samskiptum sínum við hann eru ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi. Myndarlegur "eldri" karlmaður sem í krafti útlits eðs frægðar eða stöðu eða ríkidæmis sjarmerar til sín stúlkur á aldrinum 15 - 16 - 17 ára. Engin lög eru brotin og karlmennirnir labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist, tilbúnir í leitina að þeirri næstu. En stúlkurnar sitja eftir, gjarnan með stærðarinnar andlegan áverka; brotið traust, afar neikvæða kynferðislega upplifun á mesta mótunarskeiði kynþroskans, skömm og „leyndarmál“ sem þær þora gjarnan ekki að deila með öðrum, sem og möguleikann á stríðni, einelti og útskúfun ef upp kemst um málið meðal jafnaldra. Í tilvikum sem þessum er sjaldnast um eiginlegt lögbrot að ræða því samkvæmt íslenskum lögum er einstaklingur talinn hæfur til að samþykkja kynlíf við 15 ára aldur. En það sem er löglegt er ekki alltaf eðlilegt, gott eða siðferðislega réttlætanlegt. Flest fullorðið fólk þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að einhverstaðar er pottur brotinn þegar barn stundar kynlíf með einstaklingi sem gæti verið foreldri þess. Svona lýsir Jófríður Skaftadóttir samskiptum sínum við Þóri Sæmundsson í viðtali við Stundina, en hún og Þórir sváfu saman þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hann þá 36 ára gamall: „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst.“ Lólíturnar og mannorðsmorðin Opni þolendur frétta- eða samfélagsmiðla þessa dagana; þolendur sem margir hverjir hafa sjálfir upplifað atvinnu- og ærumissi og útskúfun í kjölfar sinna atvika, mætir þeim flóðbylgja ummæla hvar fólk hellir úr hjartanu allri sinni samúð yfir vesalings Þóri, kallar eftir úrræðum og aðstoð til handa aumingja manninum, býður honum jafnvel vinnu. Á sama tíma hella þau úr skálum reiði sinnar yfir stúlkurnar, „lólíturnar“ sem tældu blásaklausan manninn og höfðu þannig af honum lífsviðurværið og æruna. Gerandinn er orðinn þolandi og þolendur eru orðnir gerendur. Gaslýsingin er fullkomnuð! Ég segi gaslýsing því auðvitað var þetta ekki svo. Þarna voru ungar konur - stúlkubörn - settar í aðstæður sem þær hafa takmarkaða, ef nokkra reynslu eða þekkingu til að ráða við, af manni í yfirburðastöðu svo valdaójafnvægið er óumdeilanlegt. Vitnum aftur í Jófríði: „Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Á þessa þolendur – börn – vill hávær hluti samfélagsins setja alla ábyrgð á því sem átti sér stað. Er það nema von að þolendum svíði þessa dagana. Jófríður segir að viðtal Kveiks við Þóri, viðtal sem þjónaði akkúrat engum tilgangi, og þessi háværu viðbrögð séu eins og hlandblaut tuska í andlitið á þolendum. Ég held ég geti ekki orðað það neitt betur. Höfundur er markaðsstjóri og baráttumaður gegn nauðgunarmenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Þóris Sæmundssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þórir, Kveikur og pælingar Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi. Allt frá skotgrafahernaði til persónulegra áverka Umræðan er öll komin í skotgrafir, fullkomlega pólaríseruð og þannig ólíkleg til að nálgast einhverskonar vitræna niðurstöðu. Fremur en að einhverskonar samtal sé að eiga sér stað þá virðist fólk forherðast í skoðunum sínum og vaða þannig áfram á hnefunum. Með máli Þóris eru svo gerendur og ötult stuðningsfólk þeirra komin með glænýtt vopn í kassann sem þau munu vafalaust nýta óspart, svona ef marka má ofgnótt vísana í hundinn Lúkas og ónefnda tjaldhæla. Ég bíð „spenntur“ eftir næsta máli sem kemst í umræðuna, hvar þolendur verða líklega sakaðir um að leggja gildrur fyrir gerendur sína. En síðast og alls ekki síst, því þetta er það versta, er fjöldinn allur af þolendum þarna úti sem líða miklar kvalir þessa dagana í kjölfar þáttarins og umræðunnar sem fylgir. „Ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi“ Mál á borð við þau sem Þórir hefur gengist við og sem konur hafa komið fram og lýst í samskiptum sínum við hann eru ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi. Myndarlegur "eldri" karlmaður sem í krafti útlits eðs frægðar eða stöðu eða ríkidæmis sjarmerar til sín stúlkur á aldrinum 15 - 16 - 17 ára. Engin lög eru brotin og karlmennirnir labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist, tilbúnir í leitina að þeirri næstu. En stúlkurnar sitja eftir, gjarnan með stærðarinnar andlegan áverka; brotið traust, afar neikvæða kynferðislega upplifun á mesta mótunarskeiði kynþroskans, skömm og „leyndarmál“ sem þær þora gjarnan ekki að deila með öðrum, sem og möguleikann á stríðni, einelti og útskúfun ef upp kemst um málið meðal jafnaldra. Í tilvikum sem þessum er sjaldnast um eiginlegt lögbrot að ræða því samkvæmt íslenskum lögum er einstaklingur talinn hæfur til að samþykkja kynlíf við 15 ára aldur. En það sem er löglegt er ekki alltaf eðlilegt, gott eða siðferðislega réttlætanlegt. Flest fullorðið fólk þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að einhverstaðar er pottur brotinn þegar barn stundar kynlíf með einstaklingi sem gæti verið foreldri þess. Svona lýsir Jófríður Skaftadóttir samskiptum sínum við Þóri Sæmundsson í viðtali við Stundina, en hún og Þórir sváfu saman þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hann þá 36 ára gamall: „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst.“ Lólíturnar og mannorðsmorðin Opni þolendur frétta- eða samfélagsmiðla þessa dagana; þolendur sem margir hverjir hafa sjálfir upplifað atvinnu- og ærumissi og útskúfun í kjölfar sinna atvika, mætir þeim flóðbylgja ummæla hvar fólk hellir úr hjartanu allri sinni samúð yfir vesalings Þóri, kallar eftir úrræðum og aðstoð til handa aumingja manninum, býður honum jafnvel vinnu. Á sama tíma hella þau úr skálum reiði sinnar yfir stúlkurnar, „lólíturnar“ sem tældu blásaklausan manninn og höfðu þannig af honum lífsviðurværið og æruna. Gerandinn er orðinn þolandi og þolendur eru orðnir gerendur. Gaslýsingin er fullkomnuð! Ég segi gaslýsing því auðvitað var þetta ekki svo. Þarna voru ungar konur - stúlkubörn - settar í aðstæður sem þær hafa takmarkaða, ef nokkra reynslu eða þekkingu til að ráða við, af manni í yfirburðastöðu svo valdaójafnvægið er óumdeilanlegt. Vitnum aftur í Jófríði: „Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Á þessa þolendur – börn – vill hávær hluti samfélagsins setja alla ábyrgð á því sem átti sér stað. Er það nema von að þolendum svíði þessa dagana. Jófríður segir að viðtal Kveiks við Þóri, viðtal sem þjónaði akkúrat engum tilgangi, og þessi háværu viðbrögð séu eins og hlandblaut tuska í andlitið á þolendum. Ég held ég geti ekki orðað það neitt betur. Höfundur er markaðsstjóri og baráttumaður gegn nauðgunarmenningu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun