Kosið í Níkaragva í skugga ofsókna og gerræðis Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 11:22 Kosið verður í Níkaragva í dag, þar sem fastlega er búist við því að forsetinn Daniel Ortega hrósi sigri, enda hefur hann fangelsað alla helstu andstæðinga sína. Hér heldur kona ein á bolum sem sýna myndur af þjóðhetjunni Augusto Sandino og Ortega. Mynd/EPA Kosningar fara fram í Níkaragva í dag þar sem ekkert bendir til annars en að forsetinn Daniel Ortega verði hlutskarpastur og muni sitja í forsetastóli fjórða kjörtímabilið í röð. Kosningabaráttan hefur hins vegar litast af verulegum misbrestum á lýðræðislegum hefðum, þar sem um 40 stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir síðustu vikur, þar af allir helstu mótframbjóðendur forsetans. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Kosið verður til forseta og þings, en Sandinistaflokkur fer með völdin í þinginu og stýrir öllum opinberum stofnunum. Framganga Ortega hefur verið fordæmd víðast hvar, meðal annars af Josep Borell, utanríkismálastjóra ESB, sem kallaði Ortega einræðisherra og sagði kosningarnar ekkert meira en fals. „Hr. Ortega hefur fangelsað alla mótframbjóðendur í þessum kosningum og við búumst ekki við því að af þeim hljótist lögmæt niðurstaða.“ Þá fordæmir Samband Ameríkuríkja Ortega einnig fyrir að standa ekki að frjálsum kosningum og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt refsiaðgerðir á helstu bandamenn Ortega. Þær ráðstafanir urðu aðeins til þess að herða forsetann í ofsóknum gegn andstæðingum sínum og hann sakar alþjóðasamfélagið um afskipti af innanríkismálum Níkaragva. Ortega hefur hert tök sín á landinu jafnt og þétt á stjórnartíð sinni. Hér er hann með eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo. Hann útnefndi hana nýlega sem aðstoðar-forseta.Mynd/Getty Velti harðstjóra en ber nú niður allt andóf Ortega hóf afskipti af stjórnmálum sem ungur byltingasinni á áttunda áratugnum þar sem hann barðist gegn harðstjóranum Anastasio Somoza sem var steypt af stóli árið 1979. Hann var forseti Níkaragúa á árunum 1986 til 1990 en sneri aftur til valda árið 2007. Síðan þá hefur hann gerst æ gerræðislegri og barið niður allt andóf með harðri hendi. Meðal annars létu 300 manns lífið þegar mótmæli voru barin niður árið 2018. Niðurstaða ætti að liggja fyrir seint í kvöld að íslenskum tíma, en 30.000 manna lið hermanna og lögreglu sér um að tryggja öryggi á kjörstöðum, að sögn stjórnvalda. Níkaragva Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Kosningabaráttan hefur hins vegar litast af verulegum misbrestum á lýðræðislegum hefðum, þar sem um 40 stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir síðustu vikur, þar af allir helstu mótframbjóðendur forsetans. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Kosið verður til forseta og þings, en Sandinistaflokkur fer með völdin í þinginu og stýrir öllum opinberum stofnunum. Framganga Ortega hefur verið fordæmd víðast hvar, meðal annars af Josep Borell, utanríkismálastjóra ESB, sem kallaði Ortega einræðisherra og sagði kosningarnar ekkert meira en fals. „Hr. Ortega hefur fangelsað alla mótframbjóðendur í þessum kosningum og við búumst ekki við því að af þeim hljótist lögmæt niðurstaða.“ Þá fordæmir Samband Ameríkuríkja Ortega einnig fyrir að standa ekki að frjálsum kosningum og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt refsiaðgerðir á helstu bandamenn Ortega. Þær ráðstafanir urðu aðeins til þess að herða forsetann í ofsóknum gegn andstæðingum sínum og hann sakar alþjóðasamfélagið um afskipti af innanríkismálum Níkaragva. Ortega hefur hert tök sín á landinu jafnt og þétt á stjórnartíð sinni. Hér er hann með eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo. Hann útnefndi hana nýlega sem aðstoðar-forseta.Mynd/Getty Velti harðstjóra en ber nú niður allt andóf Ortega hóf afskipti af stjórnmálum sem ungur byltingasinni á áttunda áratugnum þar sem hann barðist gegn harðstjóranum Anastasio Somoza sem var steypt af stóli árið 1979. Hann var forseti Níkaragúa á árunum 1986 til 1990 en sneri aftur til valda árið 2007. Síðan þá hefur hann gerst æ gerræðislegri og barið niður allt andóf með harðri hendi. Meðal annars létu 300 manns lífið þegar mótmæli voru barin niður árið 2018. Niðurstaða ætti að liggja fyrir seint í kvöld að íslenskum tíma, en 30.000 manna lið hermanna og lögreglu sér um að tryggja öryggi á kjörstöðum, að sögn stjórnvalda.
Níkaragva Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira