Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 13:31 Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftlagsráðstefna og lausaganga katta mest uppúr að mati viðmælenda í bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu. En tókuð þið eftir því að kennari og þrír aðrir starfsmenn skóla voru kærðir til lögreglu fyrir brot á hegningar- og barnalögum vegna innilokunar barns? Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við... Ofbeldi er ömurlegt, alveg sama í hvaða mynd það birtist Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig – ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!! Þó að við séum að tala um mjög svo ólíkt ofbeldi, þá er þetta tvennt ofbeldi engu að síður. Hvers vegna er þessi munur á vitundarvakningu? Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni? Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað eitt inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Að segja að stundum sé ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni, er í mínum huga ekkert annað en gerendameðvirkni. Að segja að það hljóti að vera tvær hliðar á málinu þegar barn hefur verið læst inni er einnig gerendameðvirkni. ÞAÐ ER NEFNILEGA ALDREI Í LAGI AÐ LÆSA BARN INNI! Þannig að það er aldrei nema ein hlið á því máli. Það sem kveikti í þessum vangaveltum mínum var þegar ég las ágætis viðtal við þolanda kynferðisofbeldis þar sem hún segir: ”Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun.” Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessar tilfinningar yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn eru vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið. Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum ”góðu” börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru ”erfiðir” foreldrar. En kennarar sem læsa barn inni og réttlæta það frekar en að sýna iðrun dæma sig sjálfir með nákvæmlega sama hætti og gerendur í öðrum ofbeldismálum. Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað. En sum börn þroskast ekki eðlilega. Og þau eiga þar af leiðandi erfiðara með að passa í kassann sem samfélagið hefur skapað. Það er ekki þar með sagt að þau séu úrhrök sem má læsa inni í herbergi þegar fólkið í kringum það megnar ekki að hjálpa því. Það þýðir að á vissu tímabili er barnið að glíma við einhverskonar færniskerðingu og þarf þess vegna ekstra mikla hjálp. Það er skylda okkar að hjálpa því. Og þetta er samfélagslegur vandi en ekki bara vandi foreldranna og alls ekki vandi barnsins. Foreldrar eiga að senda börnin sín í skóla og þá er það lágmarkskrafa að foreldrar geti treyst því að barnið fái nauðsynlega þjálfun og verið sé að vinna í þeim færniskerðingum sem það býr við án þess að það þurfi að upplifa ofbeldi og niðurlægingu. En staðreyndin er sú að í mörgum skólum eru þessi börn markvisst brotin niður. Og svo þurfa margir foreldrar að sitja undir því að uppeldið sé vandamálið þegar þeir hafa ekki einu sinni tök á að grípa inn í. Hafið það í huga elsku fólk, næst þegar það berast fréttir af auknu ofbeldi meðal unglinga. Ef til vill er meingallað skólakerfi rót vandans frekar en heimilin. Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd. Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftlagsráðstefna og lausaganga katta mest uppúr að mati viðmælenda í bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu. En tókuð þið eftir því að kennari og þrír aðrir starfsmenn skóla voru kærðir til lögreglu fyrir brot á hegningar- og barnalögum vegna innilokunar barns? Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við... Ofbeldi er ömurlegt, alveg sama í hvaða mynd það birtist Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig – ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!! Þó að við séum að tala um mjög svo ólíkt ofbeldi, þá er þetta tvennt ofbeldi engu að síður. Hvers vegna er þessi munur á vitundarvakningu? Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni? Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað eitt inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Að segja að stundum sé ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni, er í mínum huga ekkert annað en gerendameðvirkni. Að segja að það hljóti að vera tvær hliðar á málinu þegar barn hefur verið læst inni er einnig gerendameðvirkni. ÞAÐ ER NEFNILEGA ALDREI Í LAGI AÐ LÆSA BARN INNI! Þannig að það er aldrei nema ein hlið á því máli. Það sem kveikti í þessum vangaveltum mínum var þegar ég las ágætis viðtal við þolanda kynferðisofbeldis þar sem hún segir: ”Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun.” Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessar tilfinningar yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn eru vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið. Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum ”góðu” börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru ”erfiðir” foreldrar. En kennarar sem læsa barn inni og réttlæta það frekar en að sýna iðrun dæma sig sjálfir með nákvæmlega sama hætti og gerendur í öðrum ofbeldismálum. Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað. En sum börn þroskast ekki eðlilega. Og þau eiga þar af leiðandi erfiðara með að passa í kassann sem samfélagið hefur skapað. Það er ekki þar með sagt að þau séu úrhrök sem má læsa inni í herbergi þegar fólkið í kringum það megnar ekki að hjálpa því. Það þýðir að á vissu tímabili er barnið að glíma við einhverskonar færniskerðingu og þarf þess vegna ekstra mikla hjálp. Það er skylda okkar að hjálpa því. Og þetta er samfélagslegur vandi en ekki bara vandi foreldranna og alls ekki vandi barnsins. Foreldrar eiga að senda börnin sín í skóla og þá er það lágmarkskrafa að foreldrar geti treyst því að barnið fái nauðsynlega þjálfun og verið sé að vinna í þeim færniskerðingum sem það býr við án þess að það þurfi að upplifa ofbeldi og niðurlægingu. En staðreyndin er sú að í mörgum skólum eru þessi börn markvisst brotin niður. Og svo þurfa margir foreldrar að sitja undir því að uppeldið sé vandamálið þegar þeir hafa ekki einu sinni tök á að grípa inn í. Hafið það í huga elsku fólk, næst þegar það berast fréttir af auknu ofbeldi meðal unglinga. Ef til vill er meingallað skólakerfi rót vandans frekar en heimilin. Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd. Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun