Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 14:12 Malasísk stjórnvöld telja að þarlend tré bindi kolefni fjórfalt hraðar en í nágrannaríkinu Indónesíu. Þau nota bindingu trjáa til að lækka nettó losun sína í bókhaldi til Sameinuðu þjóðanna um heil 73%. Vísir/Getty Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. Umfangsmikil úttekt bandaríska dagblaðsins Washington Post á losunarbókhaldi sem 196 ríki hafa skilað Sameinuðu þjóðunum á grundvelli loftslagssamnings þeirra bendir til þess að losun þeirra sé að minnsta kosti 8,5 milljörðum tonna meiri á ári en þau gefa upp og allt að 13,3 milljörðum tonna meiri. Lægri talan er hærri en árleg losun Bandaríkjanna en sú hærri er nærri árslosun Kína og hátt í fjórðungur af heildarlosun mannkynsins á ári. Greining bandaríska blaðsins á gögnunum sýnir að 59 prósent af umframlosnunin sé vegna þess hvernig ríki halda utan um losun vegna landnotkunar. Mörg ríki telja fram kolefnisbindingu lands fram á móti losun vegna bruna á á jarðefnaeldsneyti. Með þeim hætti geta Kína, Bandaríkin og Rússland dregið frá meira en hálfan milljarða tonna af kotvísýringsígildum frá árlegri losun í bókhaldi sínu á hverju ári. Framtal sumra ríkja er sagt afar hæpið. Til dæmis losaði Malasía 422 milljónir tonna af koltvísýringsígildum árið 2016 sem setti landið á lista yfir 25 stærstu losendur í heimi það ár. Þarlend stjórnvöld gáfu hins vegar aðeins upp losun upp á 81 milljón tonna til Sameinuðu þjóðanna þar sem þau drógu frá meinta bindingu skóga. Þar gerðu þau ráð fyrir að malasísk tré tækju upp kolefni úr andrúmslofti fjórfalt hraðar en sambærilegt skóglendi í nágrannalandinu Indónesíu. Metanlosun á annan milljarð meiri en gefið er upp Næst stærsta skýringin á þeirri losun sem ríki greina ekki frá er metangas. Það er gróðurhúsalofttegund sem er enn öflugir en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Rannsóknir benda til þess að metanlosun sé allt frá 57 til 76 milljónum tonna meiri á ári en ríki heims gefa upp til Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarðar tonna koltvísýringsígilda. Metanið sleppur meðal annars frá olíu- og gasvinnslu þar sem það lekur úr pípum og gaslindum, búfjárræktun og lífrænum úrgangi manna, ekki síst landfyllingum. Gervihnattamælingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar benda til þess að Rússlandi losi mest af metani frá olíu- og gasvinnslu í heiminum. Tölurnar sem rússnesk stjórnvöld senda Sameinuðu þjóðunum eru aftur á móti milljónum tonna lægri. Olíuframleiðendur eins og Sameinuðu arabísku furstadæmin og Katar gefa upp afar takmarkaða metanlosun sem er ekki í samræmi við óháðar rannsóknir á umfangi hennar. Gas brennur við olíulind í Sádi-Arabíu. Lengu hefur verið talið að losun metans frá olíu- og gasvinnslu sé stórlega vanmetin.Vísir/EPA Gera ráð fyrir að flúorgas sleppi ekki út Þá sleppa mörg ríki því einfaldlega að greina frá losun á manngerðum flúorgastegundum sem eru notaðar í loftkælingu, kælibúnað og í rafmagnsiðnaði. Sum svonefnd F-gös eru öflugar gróðurhúsalofttegundir. Víetnömsk stjórnvöld sögðu losun á þessum F-gösum hafa hrunið á milli 2013 og 2016. Þá töldu þau losunina um tvöfalt minni en vísindalegar rannsóknir benda til. Í ljós kom að þau gera ráð fyrir því að F-gas sleppi ekki frá loftræsti- og kælikerfum. Í Bandaríkjunum er talið að um fjórðungur flúorgass í kælikerfum stórmarkaða sleppi út á hverju ári. Reyna að herða á framtalskerfinu Hluti af vandamálinu er sagt felast í bókhaldskerfi Sameinuðu þjóðanna. Ólíkir staðlar gilda fyrir þróunarríki annars vegar og þróuð ríki hins vegar. Þróunarríkin hafa mikið svigrúm til þess að ákveða hvaða losun þau gefa upp og hvenær. Meiri ábyrgð er lögð á herðar þróuðum ríkjum sem bera ábyrgð á sögulegri losun gróðurhúsalofttegunda og eru talin hafa meiri tæknilega burði til að meta losun sína en snauðari þjóðir. Rammasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem tekur við losunartölum frá aðildarríkjum segir að misræmið sem Washington Post fann á milli raunlosunar og bókhalds ríkjanna skýrist af þeim ólíkum aðferðum sem eru notaðar við að greina frá losun og ósamræmi í hvenær tölur berast og hvaða losun er talin fram. „Við viðurkennum að það verður að gera meira, þar á meðal að finna leiðir til að aðstoða þróunarríki sem eiga aðild að bæta stofnanalega og tæknilega getu sína,“ segir Alexander Saier, talsmaður Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bæta framtalskerfið. Rob Jackson, prófessor við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins, samstarfsverkefni hundraða vísindamanna, segir að ef menn vita ekki hversu mikil losunin er í raun geti þeir ekki vitað hvort að dregið sé nógu mikið úr henni. „Lofthjúpurinn er endanlegi sannleikurinn. Lofthjúpurinn er það sem við látum okkur varða um. Styrkur metans og annarra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum er það sem hefur áhrif á loftslagið,“ segir hann. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum er nú í kringum 414 hlutar af milljón og er hann nú um helmingi meir en hann var fyrir iðnbyltingu. Talið er að hann hafi ekki verið hærri á jörðinni í fjórar til fjórar og hálfa milljón ára. Á þeim tíma er talið að sjávarstaða hafi verið tæplega 24 metrum hærri en hún er nú, meðalhiti jarðar tæpum 4°C hærri en hann er nú og að stór skógur hafi þakið stór svæði á norðurskautinu þar sem nú er freðmýri. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Umfangsmikil úttekt bandaríska dagblaðsins Washington Post á losunarbókhaldi sem 196 ríki hafa skilað Sameinuðu þjóðunum á grundvelli loftslagssamnings þeirra bendir til þess að losun þeirra sé að minnsta kosti 8,5 milljörðum tonna meiri á ári en þau gefa upp og allt að 13,3 milljörðum tonna meiri. Lægri talan er hærri en árleg losun Bandaríkjanna en sú hærri er nærri árslosun Kína og hátt í fjórðungur af heildarlosun mannkynsins á ári. Greining bandaríska blaðsins á gögnunum sýnir að 59 prósent af umframlosnunin sé vegna þess hvernig ríki halda utan um losun vegna landnotkunar. Mörg ríki telja fram kolefnisbindingu lands fram á móti losun vegna bruna á á jarðefnaeldsneyti. Með þeim hætti geta Kína, Bandaríkin og Rússland dregið frá meira en hálfan milljarða tonna af kotvísýringsígildum frá árlegri losun í bókhaldi sínu á hverju ári. Framtal sumra ríkja er sagt afar hæpið. Til dæmis losaði Malasía 422 milljónir tonna af koltvísýringsígildum árið 2016 sem setti landið á lista yfir 25 stærstu losendur í heimi það ár. Þarlend stjórnvöld gáfu hins vegar aðeins upp losun upp á 81 milljón tonna til Sameinuðu þjóðanna þar sem þau drógu frá meinta bindingu skóga. Þar gerðu þau ráð fyrir að malasísk tré tækju upp kolefni úr andrúmslofti fjórfalt hraðar en sambærilegt skóglendi í nágrannalandinu Indónesíu. Metanlosun á annan milljarð meiri en gefið er upp Næst stærsta skýringin á þeirri losun sem ríki greina ekki frá er metangas. Það er gróðurhúsalofttegund sem er enn öflugir en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Rannsóknir benda til þess að metanlosun sé allt frá 57 til 76 milljónum tonna meiri á ári en ríki heims gefa upp til Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarðar tonna koltvísýringsígilda. Metanið sleppur meðal annars frá olíu- og gasvinnslu þar sem það lekur úr pípum og gaslindum, búfjárræktun og lífrænum úrgangi manna, ekki síst landfyllingum. Gervihnattamælingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar benda til þess að Rússlandi losi mest af metani frá olíu- og gasvinnslu í heiminum. Tölurnar sem rússnesk stjórnvöld senda Sameinuðu þjóðunum eru aftur á móti milljónum tonna lægri. Olíuframleiðendur eins og Sameinuðu arabísku furstadæmin og Katar gefa upp afar takmarkaða metanlosun sem er ekki í samræmi við óháðar rannsóknir á umfangi hennar. Gas brennur við olíulind í Sádi-Arabíu. Lengu hefur verið talið að losun metans frá olíu- og gasvinnslu sé stórlega vanmetin.Vísir/EPA Gera ráð fyrir að flúorgas sleppi ekki út Þá sleppa mörg ríki því einfaldlega að greina frá losun á manngerðum flúorgastegundum sem eru notaðar í loftkælingu, kælibúnað og í rafmagnsiðnaði. Sum svonefnd F-gös eru öflugar gróðurhúsalofttegundir. Víetnömsk stjórnvöld sögðu losun á þessum F-gösum hafa hrunið á milli 2013 og 2016. Þá töldu þau losunina um tvöfalt minni en vísindalegar rannsóknir benda til. Í ljós kom að þau gera ráð fyrir því að F-gas sleppi ekki frá loftræsti- og kælikerfum. Í Bandaríkjunum er talið að um fjórðungur flúorgass í kælikerfum stórmarkaða sleppi út á hverju ári. Reyna að herða á framtalskerfinu Hluti af vandamálinu er sagt felast í bókhaldskerfi Sameinuðu þjóðanna. Ólíkir staðlar gilda fyrir þróunarríki annars vegar og þróuð ríki hins vegar. Þróunarríkin hafa mikið svigrúm til þess að ákveða hvaða losun þau gefa upp og hvenær. Meiri ábyrgð er lögð á herðar þróuðum ríkjum sem bera ábyrgð á sögulegri losun gróðurhúsalofttegunda og eru talin hafa meiri tæknilega burði til að meta losun sína en snauðari þjóðir. Rammasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem tekur við losunartölum frá aðildarríkjum segir að misræmið sem Washington Post fann á milli raunlosunar og bókhalds ríkjanna skýrist af þeim ólíkum aðferðum sem eru notaðar við að greina frá losun og ósamræmi í hvenær tölur berast og hvaða losun er talin fram. „Við viðurkennum að það verður að gera meira, þar á meðal að finna leiðir til að aðstoða þróunarríki sem eiga aðild að bæta stofnanalega og tæknilega getu sína,“ segir Alexander Saier, talsmaður Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bæta framtalskerfið. Rob Jackson, prófessor við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins, samstarfsverkefni hundraða vísindamanna, segir að ef menn vita ekki hversu mikil losunin er í raun geti þeir ekki vitað hvort að dregið sé nógu mikið úr henni. „Lofthjúpurinn er endanlegi sannleikurinn. Lofthjúpurinn er það sem við látum okkur varða um. Styrkur metans og annarra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum er það sem hefur áhrif á loftslagið,“ segir hann. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum er nú í kringum 414 hlutar af milljón og er hann nú um helmingi meir en hann var fyrir iðnbyltingu. Talið er að hann hafi ekki verið hærri á jörðinni í fjórar til fjórar og hálfa milljón ára. Á þeim tíma er talið að sjávarstaða hafi verið tæplega 24 metrum hærri en hún er nú, meðalhiti jarðar tæpum 4°C hærri en hann er nú og að stór skógur hafi þakið stór svæði á norðurskautinu þar sem nú er freðmýri.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira