Að sá efasemdarfræjum í umræðunni til að afvegaleiða hana Siggeir F. Ævarsson skrifar 15. nóvember 2021 09:31 Áður en lengra er haldið vil ég þakka Pétri G. Markan, biskupsritara, kærlega fyrir grein hans, „Gögnin liggja fyrir”, sem hann birti í kjölfarið á minni grein um sama efni, en það er nokkuð óvanalegt að kirkjunnar fólk sé tilbúið að taka svona opna og hreinskipta umræðu um kirkjujarðasamkomulagið og forsendur þess. Í útvarpsviðtali í Reykjavík síðdegis um grein mína tók ég sérstaklega fram að það mætti ekki blanda saman umræðunni um þá tæpa fjóra milljarða sem ríkið greiðir árlega til Þjóðkirkjunnar fyrir kirkjujarðasamkomulagið annars vegar, og sóknargjöldin hins vegar, sem öll trú- og lífsskoðunarfélög fá, útreiknað miðað við skráningu í félögin hjá Þjóðskrá. Biskupsritari gat nú samt ekki setið á sér og hóf svargrein sína á að blanda þessu öllu saman í einn graut, en tók svo reyndar fram síðar í greininni að sóknargjöldin væru allt annar handleggur. Efasemdarfræin liggja víða í umræðunni. En það er nú einu sinni svo að fyrir öll trú- og lífsskoðunarfélög í landinu, að Þjóðkirkjunni undanskilinni, eru sóknargjöldin þeirra stærsta og jafnvel eina tekjulind. Ef allir myndu hætta í Siðmennt á morgun þyrfti ég væntanlega bara að vinna minn uppsagnarfrest og starfsemi Siðmenntar myndi leggjast af í núverandi mynd. En ef félagatal Þjóðkirkjunnar myndi tæmast á morgun væri Pétur áfram með trygga vinnu næstu 13 árin, ásamt öllum prestum landsins. Aðstöðumunur félaganna er augljóslega gríðarlegur. Mér þykir þó afar áhugavert að sjá fulltrúa Þjóðkirkjunnar kalla sóknargjöldin „fjármagn beint úr ríkissjóði”, en ekki félagsgjöld. Þetta hefur Siðmennt bent á árum saman. Sóknargjöldin eru ekki félagsgjöld, heldur fjármagn úr ríkissjóði, sem allir skattgreiðendur standa undir, líka þeir sem standa utan trúfélaga. Á vefsíðu Þjóðkirkjunnar stendur svart á hvítu: „...innheimtir ríkið fyrir kirkjuna sóknargjöld, sem eru einskonar félagsgjöld” - Ég fagna þessari áherslubreytingu kirkjunnar, og reikna með að heimasíða hennar verði fljótlega uppfærð í kjölfarið. Gögnin lágu ekki fyrir Pétur fullyrðir einnig að það hafi alltaf legið skýrt fyrir hvaða jarðir tilheyra kirkjujaraðsamkomulaginu. Vísar hann m.a. í skýrslu kirkjueignarnefndar en þar er einmitt fjallað um fjölda kirkjujarða sem voru seldar eftir 1907. í óbirtri skrá eftir séra Gísla Brynjólfsson, um „seldar kirkjujarðir 1876-1974“, sem hann tók saman eftir beiðni biskups segir: „Eftir gildistöku laganna 1908-1923 voru seldar hvorki meira né minna en 355 jarðir” - Það er því algjör markleysa að tala um allar jarðirnar frá 1907 sem einhvern grundvöll fyrir umræðuna um virði þeirra sem eftir standa 2021. Þar fyrir utan þá hefur ríkið hingað til ekki getað svarað afgerandi hvaða jarðir tilheyra samkomulaginu. Það er auðvitað algjörlega ótækt, að binda ríkið til tugmilljarða greiðslna út á eitthvað afskaplega óljóst og loðið. Í svari fjármálaráðherra til Birgittu Jónsdóttur árið 2014 segir: „Enginn ákveðinn listi liggur fyrir yfir þær jarðir og kirkjueignir sem urðu eftir hjá íslenska ríkinu og ríkið fékk við samning sinn við þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997, þótt vísa megi í umfjöllun í áliti kirkjueignanefndar um kirkjujarðir. Þar sem ekki er hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir sem ákveðið eignasafn er óhjákvæmilega ekki hægt að svara efni 1.–7. tölul. fyrirspurnar þessarar.” Kirkjan sjálf viðurkennir að forsendur samningsins séu óljósar, en á vef Kirkjunnar segir að lögin um launagreiðslur presta og starfsmanna biskupsembættisins séu: „sett fram á táknrænan hátt frekar en að nákvæmir útreikningar liggi á bak við”. Staðreyndirnar tala sínu máli Forsendur kirkjujarðasamkomulagsins eru þó óðum að skýrast þessa dagana. Nokkrir hlutir eru nú algjörlega skýrir: Ábati af eignasafni kirkjunnar 1907 stóð ekki undir launagreiðslum og fóru allir sjóðir á hausinn 1919. Það er gengur einfaldlega ekki upp að eignasafn sem stóð ekki undir launum færri og fátækari presta árið 1907 muni geta staðið undir launum fleiri og betur launaðra presta árið 2021. Fjölmargar jarðir hafa gengið kaupum og sölum síðustu 100 árin, og því marklaust að telja þær með í dag Virði jarðar sem selt var 1907, t.d. Garðabæjar, er augljóslega ekki hægt að uppreikna til ársins 2021. Óbyggð sveit og mýrar er einfaldlega ekki sama eign og stórt sveitarfélag. Virði eignasafsins þyrfti að vera um 115 milljarðar ef ávöxtunin væri 3,5% Virði kirkjujarðanna frá nýjustu samningum er 7 milljarðar Ríkið er að ofborga fyrir þessar jarðir í kringum 100 milljarða. Pétur veltir upp þeirri spurningu hvort að samningarnir séu í raun óhagstæðir fyrir kirkjuna. Ef honum og öðru kirkjunnar fólki finnst það í alvörunni hvet ég hann til að ganga á fund dómsmálaðráðherra strax í dag og fá þessum samningum rift. Það er það eina sanngjarna í stöðunni og mér sýnist við báðir vera sammála um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Áður en lengra er haldið vil ég þakka Pétri G. Markan, biskupsritara, kærlega fyrir grein hans, „Gögnin liggja fyrir”, sem hann birti í kjölfarið á minni grein um sama efni, en það er nokkuð óvanalegt að kirkjunnar fólk sé tilbúið að taka svona opna og hreinskipta umræðu um kirkjujarðasamkomulagið og forsendur þess. Í útvarpsviðtali í Reykjavík síðdegis um grein mína tók ég sérstaklega fram að það mætti ekki blanda saman umræðunni um þá tæpa fjóra milljarða sem ríkið greiðir árlega til Þjóðkirkjunnar fyrir kirkjujarðasamkomulagið annars vegar, og sóknargjöldin hins vegar, sem öll trú- og lífsskoðunarfélög fá, útreiknað miðað við skráningu í félögin hjá Þjóðskrá. Biskupsritari gat nú samt ekki setið á sér og hóf svargrein sína á að blanda þessu öllu saman í einn graut, en tók svo reyndar fram síðar í greininni að sóknargjöldin væru allt annar handleggur. Efasemdarfræin liggja víða í umræðunni. En það er nú einu sinni svo að fyrir öll trú- og lífsskoðunarfélög í landinu, að Þjóðkirkjunni undanskilinni, eru sóknargjöldin þeirra stærsta og jafnvel eina tekjulind. Ef allir myndu hætta í Siðmennt á morgun þyrfti ég væntanlega bara að vinna minn uppsagnarfrest og starfsemi Siðmenntar myndi leggjast af í núverandi mynd. En ef félagatal Þjóðkirkjunnar myndi tæmast á morgun væri Pétur áfram með trygga vinnu næstu 13 árin, ásamt öllum prestum landsins. Aðstöðumunur félaganna er augljóslega gríðarlegur. Mér þykir þó afar áhugavert að sjá fulltrúa Þjóðkirkjunnar kalla sóknargjöldin „fjármagn beint úr ríkissjóði”, en ekki félagsgjöld. Þetta hefur Siðmennt bent á árum saman. Sóknargjöldin eru ekki félagsgjöld, heldur fjármagn úr ríkissjóði, sem allir skattgreiðendur standa undir, líka þeir sem standa utan trúfélaga. Á vefsíðu Þjóðkirkjunnar stendur svart á hvítu: „...innheimtir ríkið fyrir kirkjuna sóknargjöld, sem eru einskonar félagsgjöld” - Ég fagna þessari áherslubreytingu kirkjunnar, og reikna með að heimasíða hennar verði fljótlega uppfærð í kjölfarið. Gögnin lágu ekki fyrir Pétur fullyrðir einnig að það hafi alltaf legið skýrt fyrir hvaða jarðir tilheyra kirkjujaraðsamkomulaginu. Vísar hann m.a. í skýrslu kirkjueignarnefndar en þar er einmitt fjallað um fjölda kirkjujarða sem voru seldar eftir 1907. í óbirtri skrá eftir séra Gísla Brynjólfsson, um „seldar kirkjujarðir 1876-1974“, sem hann tók saman eftir beiðni biskups segir: „Eftir gildistöku laganna 1908-1923 voru seldar hvorki meira né minna en 355 jarðir” - Það er því algjör markleysa að tala um allar jarðirnar frá 1907 sem einhvern grundvöll fyrir umræðuna um virði þeirra sem eftir standa 2021. Þar fyrir utan þá hefur ríkið hingað til ekki getað svarað afgerandi hvaða jarðir tilheyra samkomulaginu. Það er auðvitað algjörlega ótækt, að binda ríkið til tugmilljarða greiðslna út á eitthvað afskaplega óljóst og loðið. Í svari fjármálaráðherra til Birgittu Jónsdóttur árið 2014 segir: „Enginn ákveðinn listi liggur fyrir yfir þær jarðir og kirkjueignir sem urðu eftir hjá íslenska ríkinu og ríkið fékk við samning sinn við þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997, þótt vísa megi í umfjöllun í áliti kirkjueignanefndar um kirkjujarðir. Þar sem ekki er hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir sem ákveðið eignasafn er óhjákvæmilega ekki hægt að svara efni 1.–7. tölul. fyrirspurnar þessarar.” Kirkjan sjálf viðurkennir að forsendur samningsins séu óljósar, en á vef Kirkjunnar segir að lögin um launagreiðslur presta og starfsmanna biskupsembættisins séu: „sett fram á táknrænan hátt frekar en að nákvæmir útreikningar liggi á bak við”. Staðreyndirnar tala sínu máli Forsendur kirkjujarðasamkomulagsins eru þó óðum að skýrast þessa dagana. Nokkrir hlutir eru nú algjörlega skýrir: Ábati af eignasafni kirkjunnar 1907 stóð ekki undir launagreiðslum og fóru allir sjóðir á hausinn 1919. Það er gengur einfaldlega ekki upp að eignasafn sem stóð ekki undir launum færri og fátækari presta árið 1907 muni geta staðið undir launum fleiri og betur launaðra presta árið 2021. Fjölmargar jarðir hafa gengið kaupum og sölum síðustu 100 árin, og því marklaust að telja þær með í dag Virði jarðar sem selt var 1907, t.d. Garðabæjar, er augljóslega ekki hægt að uppreikna til ársins 2021. Óbyggð sveit og mýrar er einfaldlega ekki sama eign og stórt sveitarfélag. Virði eignasafsins þyrfti að vera um 115 milljarðar ef ávöxtunin væri 3,5% Virði kirkjujarðanna frá nýjustu samningum er 7 milljarðar Ríkið er að ofborga fyrir þessar jarðir í kringum 100 milljarða. Pétur veltir upp þeirri spurningu hvort að samningarnir séu í raun óhagstæðir fyrir kirkjuna. Ef honum og öðru kirkjunnar fólki finnst það í alvörunni hvet ég hann til að ganga á fund dómsmálaðráðherra strax í dag og fá þessum samningum rift. Það er það eina sanngjarna í stöðunni og mér sýnist við báðir vera sammála um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun