Sauðfjárbændur gleðjast yfir Hrútaskránni – „Jólabókin í ár“ segir formaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2021 13:16 Úrval af íslenskum hrútum eru kynntir í nýju Hrútaskránni. Aðsend Sauðfjárbændur landsins ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því Hrútaskráin er komin út. Í skránni er yfirlit yfir bestu kynbótahrúta landsins á Sauðfjársæðingarstöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi. „Jólabókin í ár“, segir formaður Félags sauðfjárbænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá. Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir
Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira