Börn skipa sess í borgarmenningu Ellen Jacqueline Calmon skrifar 20. nóvember 2021 16:58 Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Menning Ellen Jacqueline Calmon Reykjavík Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun