Sjúkraliðar eru í liði með þér Sandra B. Franks skrifar 21. nóvember 2021 09:00 Eitt er víst, við deyjum öll. Og ef við erum heppin fáum við að eldast og verða gömul. Lífið er allskonar og mörg okkar veikjast eða slasast á lífsleiðinni. Þegar það gerist njótum við umhyggju, hjúkrunar og lækninga fjölmargra fagstétta og einstaklinga. Ein þessara stétta eru sjúkraliðar. Stéttin sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Við sinnum nærhjúkrun og erum því mjög nálægt þeim sem þurfa aðstoð á erfiðustu stundum lífsins. Af faglegri umhyggju og alúð meta sjúkraliðar líðan sjúklinga og daglegt ástandi þeirra, veita þeim viðeigandi aðstoð við athafnir daglegs lífs og styðja þá til að auka sjálfsbjargargetu sína. 55 ára Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað sem fagfélag þann 21. nóvember 1966. Menntun og starf sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir. Þörfin fyrir sjúkraliða mun aukast næstu árin enda er þjóðin að eldast og lífstílstengdir sjúkdómar eru í sókn. En skortur á sjúkraliðum snýst ekki bara um fjölda þeirra, heldur einnig um að þeim sé gert kleift að nýta kunnáttu sína og færni, samhliða breyttu starfsumhverfi og þróun starfa við hjúkrun. Í samstarfi með öðrum fagstéttum vinna sjúkraliðar innan sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslunnar og í heimahjúkrun. Þar stöndum við vaktina á tímum Covid, alla daga allan sólarhringinn og alltaf þegar á þarf að halda. Í raun er fátt sem er sjúkraliðum óviðkomandi, við sinnum fólki allt æviskeiðið. Okkar markmið er ykkar vellíðan og nærhjúkrun. Sjúkraliðar eru í liði með þér, allt fram í andlátið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eitt er víst, við deyjum öll. Og ef við erum heppin fáum við að eldast og verða gömul. Lífið er allskonar og mörg okkar veikjast eða slasast á lífsleiðinni. Þegar það gerist njótum við umhyggju, hjúkrunar og lækninga fjölmargra fagstétta og einstaklinga. Ein þessara stétta eru sjúkraliðar. Stéttin sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Við sinnum nærhjúkrun og erum því mjög nálægt þeim sem þurfa aðstoð á erfiðustu stundum lífsins. Af faglegri umhyggju og alúð meta sjúkraliðar líðan sjúklinga og daglegt ástandi þeirra, veita þeim viðeigandi aðstoð við athafnir daglegs lífs og styðja þá til að auka sjálfsbjargargetu sína. 55 ára Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað sem fagfélag þann 21. nóvember 1966. Menntun og starf sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir. Þörfin fyrir sjúkraliða mun aukast næstu árin enda er þjóðin að eldast og lífstílstengdir sjúkdómar eru í sókn. En skortur á sjúkraliðum snýst ekki bara um fjölda þeirra, heldur einnig um að þeim sé gert kleift að nýta kunnáttu sína og færni, samhliða breyttu starfsumhverfi og þróun starfa við hjúkrun. Í samstarfi með öðrum fagstéttum vinna sjúkraliðar innan sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslunnar og í heimahjúkrun. Þar stöndum við vaktina á tímum Covid, alla daga allan sólarhringinn og alltaf þegar á þarf að halda. Í raun er fátt sem er sjúkraliðum óviðkomandi, við sinnum fólki allt æviskeiðið. Okkar markmið er ykkar vellíðan og nærhjúkrun. Sjúkraliðar eru í liði með þér, allt fram í andlátið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun