Svar við pistli Jóns Steinars í Morgunblaðinu 18. nóvember Helga Ben, Hulda Hrund, Ólöf Tara, Ninna Karla, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða skrifa 22. nóvember 2021 20:00 Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. Viðhorf þitt er alda gamalt og virkaði það lengi vel til að þagga niður í þolendum. Ofbeldi er aldrei á ábyrgð þolenda, það er ávallt á ábyrgð gerenda. Þolendur hafa skilað skömminni. Jón Steinar, vinsamlegast ekki reyna að þröngva henni upp á okkur aftur. Það er þekkt að þolendur hafa þurft að bera skömm af ofbeldi. Þegar þolendur öðlast meiri styrk og sterkari rödd þá er reynt að finna aðrar leiðir til þess að reka þá aftur inn í þögnina svo ofbeldið sem þrífst í þögninni fái ekki að líta dagsins ljós. Þolendum var drekkt, þolendur voru lokaðir inn á geðsjúkrahúsum, þolendur voru hraktir úr samfélaginu, þolendur hafa verið gerðir ábyrgir fyrir mannorði gerenda og lögregluskýrslum hefur verið lekið á veraldarvefinn. Slaufunarmenningin hefur verið ríkjandi í umræðunni á þessu ári. Okkur í Öfgum langar að minna þig á að gjörðir gerenda og opinberun gjörða þeirra virðast hafa litlar afleiðingar hvað varðar þátttöku í íþróttum eða brottrekstur úr vinnu. Það hefur einnig litlar afleiðingar hvort sem þeir fara í gegnum réttarkerfið og hljóti þar dóm, málið sé fellt niður eða þeir séu nafngreindir á samfélagsmiðlum. Á sama tíma gerist það gjarnan að þolendur hrekjast burt, hljóta örorku, glíma við vímuefnavanda og þola opinbera smánun svo nokkur atriði séu upp talin. Slaufunarmenningin umtalaða virðist eiga lítið við um gerendur en meira um þolendur og fólk sem stendur með þeim. Það er gild ástæða fyrir því að barist hefur verið gegn þolendaskömmun - þar sem ábyrgðin er sett á þolendur. Pistill þinn, Jón Steinar, er í heild sinni enn ein “hvernig á ekki að láta nauðga sér” aðferðin sem ítrekað er troðið á þolendur, ákveðinn plástur á vandamálið og falskt öryggi. Þolendur þurfa ekki fleiri ábendingar, við þurfum fræðslu, forvarnir og vitundarvakningu á öll skólastig. Með því að beina spjótum okkar að upprætingu vandans drögum við frekar úr tíðni ofbeldis og gerum gerendum kleift að axla ábyrgð og sýna fram á betrun. Þú virðist ruglast aðeins þegar þú talar um vímuefnanotkun þolenda. Í fyrsta lagi er það þekkt aðferð að byrla þolendum í öllum mögulegum aðstæðum, hvort sem áfengi er við hönd eða ekki. Í öðru lagi þá er ofbeldi í nánum samböndum algengara en ofbeldi af hendi ókunnugra einstaklinga. Þess má einnig geta að ofbeldi í nánum samböndum getur aukist þegar leghafi er barnshafandi. Í þriðja lagi, þau sem verða fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að leiðast út í vímuefnaneyslu. Algengt er að þolendur ofbeldis leiti í vímuefni til að deyfa sig og komast yfir áföllin sem þau urðu fyrir. Skýrsla sem Ingólfur V. Gíslason gerði, Ofbeldi í nánum samböndum, rennir stoðum undir þetta. Hvort kemur þá á undan eggið eða hænan? Ef kona býr við ofbeldi eykur það líkur á það að konan misnoti vímuefni. Ábyrgðin er alltaf gerandans, ekki þolandans. Það skiptir ekki máli hversu mikið þolandi drakk eða drakk ekki, það á aldrei að brjóta á öðrum. Oft þegar þolendur deyfa sig með vímuefnum er aftur brotið á þeim. Í pistli þínum segir þú þolendum að ef þau hefðu bara sleppt því að neyta vímuefna hefðu þau sloppið. Sú orðræða er skaðleg og ekki byggt á staðreyndum mála. Við í Öfgum teljum skrif þín og viðhorf skaðleg þar sem við vitum að þolendur ofbeldis eru 10x líklegri en aðrir til að reyna að taka sitt eigið líf. Í rannsókn sem háskólinn í Warwick gerði á yfir 3500 konum árið 2018 kom í ljós að 24% þeirra höfðu þjáðst af sjálfsvígshugsunum. 18% kvennanna höfðu gert áætlanir um að taka sitt eigið líf og einnig renna gögn frá góðgerðarsamtökunum SafeLives í Englandi stoðum undir það sama. Í rannsókninni “The Cost of Domestic Violence” kemur fram að ein af hverjum átta konum sem látist hafa af völdum sjálfsvígs voru þolendur heimilisofbeldis. Þar er einnig bent á hversu margar konur láta lífið af völdum maka eða fyrrum maka, verða fyrir heimilisofbeldi o.s.frv. Í víðtækustu rannsókn um ofbeldi hér á landi (áfallasaga kvenna) kemur fram að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru 69.000 konur. Ert þú, Jón Steinar, að segja að þessar 69 þúsund konur á aldrinum 18-70+ þurfi að passa sig að drekka minna? Að lokum, þá er þetta brotabrot af rangfærslum í pistli þínum. Viðhorf þín undirstrika að við eigum enn langt í land og hvað samfélagið er fjandsamlegt gagnvart þolendum ofbeldis. Þú dregur ekki úr tíðni ofbeldis með þolendaskömmun, þú dregur úr tíðni ofbeldis með því að setja ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá gerendum. Heimildir Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi Ofbeldi í nánum samböndum The Cost of Domestic Violence FRUMNIÐURSTÖÐUR Intimate partner violence during pregnancy Domestic abuse and suicide : exploring the links with refuge's client base and work force - WRAP: Warwick Research Archive Portal Safe and Well: Mental health and domestic abuse Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. Viðhorf þitt er alda gamalt og virkaði það lengi vel til að þagga niður í þolendum. Ofbeldi er aldrei á ábyrgð þolenda, það er ávallt á ábyrgð gerenda. Þolendur hafa skilað skömminni. Jón Steinar, vinsamlegast ekki reyna að þröngva henni upp á okkur aftur. Það er þekkt að þolendur hafa þurft að bera skömm af ofbeldi. Þegar þolendur öðlast meiri styrk og sterkari rödd þá er reynt að finna aðrar leiðir til þess að reka þá aftur inn í þögnina svo ofbeldið sem þrífst í þögninni fái ekki að líta dagsins ljós. Þolendum var drekkt, þolendur voru lokaðir inn á geðsjúkrahúsum, þolendur voru hraktir úr samfélaginu, þolendur hafa verið gerðir ábyrgir fyrir mannorði gerenda og lögregluskýrslum hefur verið lekið á veraldarvefinn. Slaufunarmenningin hefur verið ríkjandi í umræðunni á þessu ári. Okkur í Öfgum langar að minna þig á að gjörðir gerenda og opinberun gjörða þeirra virðast hafa litlar afleiðingar hvað varðar þátttöku í íþróttum eða brottrekstur úr vinnu. Það hefur einnig litlar afleiðingar hvort sem þeir fara í gegnum réttarkerfið og hljóti þar dóm, málið sé fellt niður eða þeir séu nafngreindir á samfélagsmiðlum. Á sama tíma gerist það gjarnan að þolendur hrekjast burt, hljóta örorku, glíma við vímuefnavanda og þola opinbera smánun svo nokkur atriði séu upp talin. Slaufunarmenningin umtalaða virðist eiga lítið við um gerendur en meira um þolendur og fólk sem stendur með þeim. Það er gild ástæða fyrir því að barist hefur verið gegn þolendaskömmun - þar sem ábyrgðin er sett á þolendur. Pistill þinn, Jón Steinar, er í heild sinni enn ein “hvernig á ekki að láta nauðga sér” aðferðin sem ítrekað er troðið á þolendur, ákveðinn plástur á vandamálið og falskt öryggi. Þolendur þurfa ekki fleiri ábendingar, við þurfum fræðslu, forvarnir og vitundarvakningu á öll skólastig. Með því að beina spjótum okkar að upprætingu vandans drögum við frekar úr tíðni ofbeldis og gerum gerendum kleift að axla ábyrgð og sýna fram á betrun. Þú virðist ruglast aðeins þegar þú talar um vímuefnanotkun þolenda. Í fyrsta lagi er það þekkt aðferð að byrla þolendum í öllum mögulegum aðstæðum, hvort sem áfengi er við hönd eða ekki. Í öðru lagi þá er ofbeldi í nánum samböndum algengara en ofbeldi af hendi ókunnugra einstaklinga. Þess má einnig geta að ofbeldi í nánum samböndum getur aukist þegar leghafi er barnshafandi. Í þriðja lagi, þau sem verða fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að leiðast út í vímuefnaneyslu. Algengt er að þolendur ofbeldis leiti í vímuefni til að deyfa sig og komast yfir áföllin sem þau urðu fyrir. Skýrsla sem Ingólfur V. Gíslason gerði, Ofbeldi í nánum samböndum, rennir stoðum undir þetta. Hvort kemur þá á undan eggið eða hænan? Ef kona býr við ofbeldi eykur það líkur á það að konan misnoti vímuefni. Ábyrgðin er alltaf gerandans, ekki þolandans. Það skiptir ekki máli hversu mikið þolandi drakk eða drakk ekki, það á aldrei að brjóta á öðrum. Oft þegar þolendur deyfa sig með vímuefnum er aftur brotið á þeim. Í pistli þínum segir þú þolendum að ef þau hefðu bara sleppt því að neyta vímuefna hefðu þau sloppið. Sú orðræða er skaðleg og ekki byggt á staðreyndum mála. Við í Öfgum teljum skrif þín og viðhorf skaðleg þar sem við vitum að þolendur ofbeldis eru 10x líklegri en aðrir til að reyna að taka sitt eigið líf. Í rannsókn sem háskólinn í Warwick gerði á yfir 3500 konum árið 2018 kom í ljós að 24% þeirra höfðu þjáðst af sjálfsvígshugsunum. 18% kvennanna höfðu gert áætlanir um að taka sitt eigið líf og einnig renna gögn frá góðgerðarsamtökunum SafeLives í Englandi stoðum undir það sama. Í rannsókninni “The Cost of Domestic Violence” kemur fram að ein af hverjum átta konum sem látist hafa af völdum sjálfsvígs voru þolendur heimilisofbeldis. Þar er einnig bent á hversu margar konur láta lífið af völdum maka eða fyrrum maka, verða fyrir heimilisofbeldi o.s.frv. Í víðtækustu rannsókn um ofbeldi hér á landi (áfallasaga kvenna) kemur fram að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru 69.000 konur. Ert þú, Jón Steinar, að segja að þessar 69 þúsund konur á aldrinum 18-70+ þurfi að passa sig að drekka minna? Að lokum, þá er þetta brotabrot af rangfærslum í pistli þínum. Viðhorf þín undirstrika að við eigum enn langt í land og hvað samfélagið er fjandsamlegt gagnvart þolendum ofbeldis. Þú dregur ekki úr tíðni ofbeldis með þolendaskömmun, þú dregur úr tíðni ofbeldis með því að setja ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá gerendum. Heimildir Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi Ofbeldi í nánum samböndum The Cost of Domestic Violence FRUMNIÐURSTÖÐUR Intimate partner violence during pregnancy Domestic abuse and suicide : exploring the links with refuge's client base and work force - WRAP: Warwick Research Archive Portal Safe and Well: Mental health and domestic abuse
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun