Tökum orkufrekar ákvarðanir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:30 Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Jafnréttismál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun