Leiðtogar 21. aldarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun