Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. nóvember 2021 16:48 Jarðvísindamenn eiga von á jökulhlaupi á allra næstu dögum. Eldgos er möguleg afleiðing slíks hlaups. Vísir/Vilhelm Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum og sat fundinn ásamt fleiri vísindamönnum. Niðurstaðan er sú að hlaups sé að vænta. „Í Grímsvötnum safnast fyrir bræðsluvatn undir íshellu sem liggur þarna yfir. Það er GPS-mælitæki sem er ofan á íshellunni sem sýnir stöðuna á vatninu. Þegar vatn safnast saman þá rýs hellan. Síðustu mánuði og eitt til tvö ár hefur íshellan verið með mjög háa stöðu. Mikið vatn er í Grímsvötnum og það er metið að sé um einn rúmkílómetri sem er þar fyrir,“ segir Björn. Nú hafi farið að berast merki frá GPS-stöðinni um að íshellan sé farin að síga sem bendi til þess að vatn sé að renna undan henni og í átt að Skeiðárjökli. „Það má búast við því að hefjist hlaup úr Grímsvötnum á næstu dögum,“ segir Björn. „Við höfum séð þetta áður, eins og síðasta sumar, að það koma merki frá tækjum en þá var það þess eðlis að það var farið að bráðna undan GPS-tækinu. En nú erum við með tvö tæki þarna upp frá og þau sýna sama ferlið. Svo það er staðfest að íshellan er sannarlega að síga.“ Björn segir að hlaupið eitt og sér muni sennilega ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á mannvirki. „Vatnið rennur í Gígjuhvísl og síðan undir brúna á þjóðveginum þar. Það þarf að fylgjast vel með þróuninni og hvernig vatnsstaðan er þar þegar hlaupið kemur undan. Dæmin hafa sýnt að eldgos geta fylgt slíkum jökulhlaupum. Það er þá fylgst með jarðskjálftamælum og öðru í Grímsvötnum. Ef eitthvað bendir til þess að þessum atburðum myndi fylgja eldgos þá skiptum við um gír og tökum á þeim atburði ef af honum verður.“ Aðspurður um líkur á eldgosi segir Björn: „Það er hvorki líklegt né ólíklegt en möguleiki og þess vegna verðum við að vera tilbúin að bregðast við því.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum og sat fundinn ásamt fleiri vísindamönnum. Niðurstaðan er sú að hlaups sé að vænta. „Í Grímsvötnum safnast fyrir bræðsluvatn undir íshellu sem liggur þarna yfir. Það er GPS-mælitæki sem er ofan á íshellunni sem sýnir stöðuna á vatninu. Þegar vatn safnast saman þá rýs hellan. Síðustu mánuði og eitt til tvö ár hefur íshellan verið með mjög háa stöðu. Mikið vatn er í Grímsvötnum og það er metið að sé um einn rúmkílómetri sem er þar fyrir,“ segir Björn. Nú hafi farið að berast merki frá GPS-stöðinni um að íshellan sé farin að síga sem bendi til þess að vatn sé að renna undan henni og í átt að Skeiðárjökli. „Það má búast við því að hefjist hlaup úr Grímsvötnum á næstu dögum,“ segir Björn. „Við höfum séð þetta áður, eins og síðasta sumar, að það koma merki frá tækjum en þá var það þess eðlis að það var farið að bráðna undan GPS-tækinu. En nú erum við með tvö tæki þarna upp frá og þau sýna sama ferlið. Svo það er staðfest að íshellan er sannarlega að síga.“ Björn segir að hlaupið eitt og sér muni sennilega ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á mannvirki. „Vatnið rennur í Gígjuhvísl og síðan undir brúna á þjóðveginum þar. Það þarf að fylgjast vel með þróuninni og hvernig vatnsstaðan er þar þegar hlaupið kemur undan. Dæmin hafa sýnt að eldgos geta fylgt slíkum jökulhlaupum. Það er þá fylgst með jarðskjálftamælum og öðru í Grímsvötnum. Ef eitthvað bendir til þess að þessum atburðum myndi fylgja eldgos þá skiptum við um gír og tökum á þeim atburði ef af honum verður.“ Aðspurður um líkur á eldgosi segir Björn: „Það er hvorki líklegt né ólíklegt en möguleiki og þess vegna verðum við að vera tilbúin að bregðast við því.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45