Þið eruð ekki Bayern, við erum Bayern! Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2021 12:45 Oliver Kahn talar á aðalfundi Bayern Munchen EPA-EFE/PHILIPP GUELLAND Það var talsverður hiti á árlegum aðalfundi þýska stórliðsins Bayern Munchen sem fram fór í Bæjaralandi seint á fimmtudagskvöld. Fundurinn leystist upp í hróp og köll og var fundinum slitið við litla hrifningu þeirra sem mættu. Ástæða ósættisins er styrkarsamningur við Qatar Airways. Fyrirfarm var búist við talsverðum hita á fundinum enda hafði einn fundargestur, Michael Ott, gefið það út að hann myndi leggja fyrir fundinn ályktin sem myndi banna forsvarsmönnum Bayern að semja aftur við Qatar Airways um auglýsingar á búningum liðsins. Fyrr um daginn hafði dómstóll í héraðinu sagt að sú tillaga væri ekki tiltæk og því hafnaði fundarstjórinn því að tillagan yrði borin upp. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá þeim sem sóttu fundinn sem gerðu hróp og köll að fundarstjóranum. Ott flutti þó aðra tillögu. Hún fjallaði um að Bayern þyrfti alltaf að hafa alþjóðleg mannréttindi í huga þegar kæmi það því að nota ímynd liðsins. Þessi tillaga féll vel í kramið hjá fundargestum sem samþykktu tillöguna með miklum meirihluta, eða 77.8%. Öll stjórnin, þar með talinn framkvæmdastjórinn Oliver Kahn og forseti félagsins, Herbert Hainer kusu gegn tillögunni. 77.8% of the Bayern Munich members in attendance at the club s AGM vote for the club to identify itself with internationally-acknowledged human rights. The podium, which includes #FCBayern President Herbert Hainer and CEO Oliver Kahn, all voted against the motion.#FCBJHV pic.twitter.com/xNUGkRWzrC— Felix Tamsut (@ftamsut) November 25, 2021 Fljótlega eftir miðnætti steig formaður stuðningsmannaklúbbsins upp í pontu og spurði hvers vegna liðið þyrfti að semja við flugfélagið ríkisrekna, hvers vegna væri ekki bara samið við þann sem átti næst hæsta tilboðið. Hainer sagði þá að það hefði ekkert verið ákveðið í þeim efnum og sleit fundinum skyndilega. Það var ekki vinsælt hjá fundargestum sem gerðu að forsetanum hróp og köll og sögðust vilja hann á bak og burt. Margir voru enn á mælendaskrá og tók einn þeirra upp á því að standa einfaldlega upp á stól og lesa ræðuna sína. Das hatte Züge einer kleinen Revolution. Ein Mitglied, das von Präsident #Hainer nicht mehr bei den Wortmeldungen drangenommen wurde, stellte sich auf einen Stuhl und hielt seine lautstarke Rede trotzdem. #FCBayern #FCBJHV pic.twitter.com/wMqlf3Dnr4— Patrick Strasser (@AZ_Strasser) November 25, 2021 Þýski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Fyrirfarm var búist við talsverðum hita á fundinum enda hafði einn fundargestur, Michael Ott, gefið það út að hann myndi leggja fyrir fundinn ályktin sem myndi banna forsvarsmönnum Bayern að semja aftur við Qatar Airways um auglýsingar á búningum liðsins. Fyrr um daginn hafði dómstóll í héraðinu sagt að sú tillaga væri ekki tiltæk og því hafnaði fundarstjórinn því að tillagan yrði borin upp. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá þeim sem sóttu fundinn sem gerðu hróp og köll að fundarstjóranum. Ott flutti þó aðra tillögu. Hún fjallaði um að Bayern þyrfti alltaf að hafa alþjóðleg mannréttindi í huga þegar kæmi það því að nota ímynd liðsins. Þessi tillaga féll vel í kramið hjá fundargestum sem samþykktu tillöguna með miklum meirihluta, eða 77.8%. Öll stjórnin, þar með talinn framkvæmdastjórinn Oliver Kahn og forseti félagsins, Herbert Hainer kusu gegn tillögunni. 77.8% of the Bayern Munich members in attendance at the club s AGM vote for the club to identify itself with internationally-acknowledged human rights. The podium, which includes #FCBayern President Herbert Hainer and CEO Oliver Kahn, all voted against the motion.#FCBJHV pic.twitter.com/xNUGkRWzrC— Felix Tamsut (@ftamsut) November 25, 2021 Fljótlega eftir miðnætti steig formaður stuðningsmannaklúbbsins upp í pontu og spurði hvers vegna liðið þyrfti að semja við flugfélagið ríkisrekna, hvers vegna væri ekki bara samið við þann sem átti næst hæsta tilboðið. Hainer sagði þá að það hefði ekkert verið ákveðið í þeim efnum og sleit fundinum skyndilega. Það var ekki vinsælt hjá fundargestum sem gerðu að forsetanum hróp og köll og sögðust vilja hann á bak og burt. Margir voru enn á mælendaskrá og tók einn þeirra upp á því að standa einfaldlega upp á stól og lesa ræðuna sína. Das hatte Züge einer kleinen Revolution. Ein Mitglied, das von Präsident #Hainer nicht mehr bei den Wortmeldungen drangenommen wurde, stellte sich auf einen Stuhl und hielt seine lautstarke Rede trotzdem. #FCBayern #FCBJHV pic.twitter.com/wMqlf3Dnr4— Patrick Strasser (@AZ_Strasser) November 25, 2021
Þýski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira