Opið bréf til stjórnenda Landspítalans vegna Skúla Gunnlaugssonar læknis Beggi Dan skrifar 29. nóvember 2021 09:01 Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf. Mig langar raunverulega ekki að rifja upp þessa harmsögu en ég vil að þið, stjórnendur spítalans, séuð meðvituð um þá meðhöndlun sem Skúli veitti móður minni. Eftir að hafa lesið tilkynninguna ykkar dreg ég þá ályktun að þið séuð ekki með réttar upplýsingar og hafið þar af leiðandi gert mistök þegar þið ákváðuð að Skúli yrði áfram við vinnu á spítalanum. Það sem hér kemur fram um störf Skúla er ekki bara mín skoðun og upplifun heldur eru þessar upplýsingar byggðar á niðurstöðum rannsóknar landlæknis á dauða móður minnar ásamt upplýsingum úr sjúkragögnum hennar. Óþörf lífslokameðferð sem stóð í ellefu vikur Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar. Lífslokameðferð er úrræði sem eingöngu á að beita á dauðvona sjúklinga og á slík meðferð aðeins að standa yfir í örfáa daga. Ekki í ellefu vikur. „Það er álit landlæknis að STG hafi mælt fyrir um og hafið lífslokameðferð án þess að staðfesta, tilgreina ástæðu eða leiða fullnægjandi líkum að því að dauðinn hafi verið yfirvofandi. Ennfremur án viðeigandi samráðs við aðstandendur og samstarfsfólk.“ Skúli hafði ekki fyrir því að láta mömmu vita að hún væri að fara að deyja, hún hafði ekki hugmynd um þessa ákvörðun. Ég er alveg viss um að hana grunaði ekki að læknirinn, sem hún átti að geta treyst, væri búinn að fyrirskipa óþarfa lífslokameðferð sem myndi draga hana til dauða. Síðustu vikurnar í lífi móður minnar voru henni hreinasta kvalræði. Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar, ekki var haldið að henni vökva, alvarlegur bætiefnaskortur var virtur að vettugi auk þess sem risastór legusár sem gengu inn að beini fengu að grassera. Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af. Í þau skipti sem hlúa átti að legusárunum þá fékk hún ekki deyfingu því Skúli hefur talið það óþarft að lina kvalir hennar, í það minnsta samþykkti hann ekki notkun deyfilyfja þegar kom að því að hreinsa sárin sem kvöldu hana svo sárt. „Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut.“ „Það er álit landlæknis að læknar HSS hafi sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi gagnvart augljósum næringarvandamálum og staðfestum bætiefnaskorti sem hafa mögulega átt mikilvægan þátt í versnandi einkennum og heilsufarsvandamálum.“ Skúli, sá hinn sami og er nýlega byrjaður að vinna á spítalanum ykkar, lét dæla það miklu af slævandi lyfjum í móður mína að hún var oft algjörlega ófær um að tjá sig. Hún starði stjörf út í loftið og það sást í augum hennar að hún var logandi hrædd. Hún var það dofin af lyfjunum sem Skúli lét hana innbyrða að hún gat ekki beðið um hjálp. Oft vissi hún ekki einu sinni hvar hún var stödd. „Það er álit landlæknis að verkjameðferð hafi verið ranglega og óhóflega beitt við meðferð DJ í umræddri legu.“ Oft reyndi hún að koma því til skila að hún kærði sig ekki um lyfin sem deyfðu hana, þá voru notaðir morfínplástar og þeir staðsettir þannig að hún gæti ekki rifið þá af sér. Við systkinin gerðum ítrekaðar og alvarlegar athugasemdir við meðferðina á móður okkar en ekki var orðið við óskum okkar um að veita henni mannsæmandi meðferð. Á fundum var blákalt logið að okkur um ástand hennar og hvers vegna Skúli tók þá ákvörðun að beita lífslokameðferð þegar engar forsendur voru fyrir slíku. „SÁ virðist lítið sem ekkert hafa gert til þess að endurskoða forsendur og eðli lífslokameðferðar DJ, þrátt fyrir sérþekkingu sína á málefninu. Hann létti vissulega við nokkur tilfelli á slævingarmeðferðinni, en virðist ekki hafa gert mikið meira. Ekki er að finna þess merki í gögnum að SÁ hafi rætt meðferðina eða greiningar við STG, þótt hann hafi átt að vera sérfróður um efnið. Höfuðábyrgð á meðferðinni var á höndum STG sem var formlega ábyrgur fyrir meðferð DJ í umræddum legum.“ „Embættið telur að ekki hafi aðeins verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við veitingu heilbrigðisþjónustu til DJ, heldur hafi í ákveðnum tilvikum einnig verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök STG læknis, sem bar meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð DJ.“ Landlæknir stígur inn Eftir fráfall móður minnar sendi Eva systir mín kvörtun til landlæknis þar sem farið var fram á að embættið rannsakaði meðferðina sem leiddi til þess að mamma dó. Við því var orðið og upphófst þá fagleg rannsókn landlæknis á störfum Skúla og meðhöndlun móður minnar. Fenginn var óháður sérfræðingur í öldrunarlækningum til að fara yfir sjúkragögn, greiningar, meðhöndlun, skráningar í kerfi spítalans, nótur frá læknum og margt fleira. Skúli fékk tækifæri til að svara fyrir sig en hafði ekki einu sinni fyrir því í upphafi að svara erindi landlæknis þrátt fyrir að augljósan alvarleika málsins. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja stóð heldur ekki sína plikt þegar kom að samskiptum við landlækni. Hrokinn í svörum Skúla til embættisins var sláandi og var greinilegt að læknirinn ætlaði sér ekki að viðurkenna neinn misbrest þrátt fyrir að augljóst væri að stórkostleg vanræksla hefði átt sér stað. Mér finnst rétt að benda á að í svörum sínum reynir hann að skella skuldinni á móður mína og á okkur systkinin, börnin hennar. „Það er álit landlæknis að STG yfirlæknir hafi ekki staðið við sína ábyrgð og skyldur við meðferð DJ og í staðinn leitast við að varpa ábyrgð sinni á sjúklinginn. “ „Það er álit landlæknis að viðbrögð HSS við upphaflegri kvörtun þar sem fram koma afar alvarlegar ávirðingar og spurningar um meint frávik og brot í veitingu heilbrigðisþjónustu, séu með öllu ófullnægjandi og ámælisverð. Með þessu hafi viðkomandi stofnun, sem ábyrgð ber á að svara fram kominni kvörtun, sýnt bæði kvartanda og embætti landlæknis, sem er eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustu, óvirðingu.“ „Það er álit landlæknis að STG hafi ekki aðeins komið fram með ótilhlýðilegum hætti við aðstandendur skjólstæðings síns meðan á meðferð stóð, svo sem lýst er í kvörtuninni og fram kemur í sjúkragögnum, heldur hafi hann einnig sýnt af sér ótilhlýðilega afstöðu og ummæli í garð aðstandenda í andsvörum sínum í þessu máli.“ Niðurstöður rannsóknar Landlæknis eru sláandi svo ekki sé meira sagt, það var gríðarlegt högg að lesa álitið sem staðfesti að það sem okkur grunaði væri rétt. Kærður til lögreglu vegna gruns um manndráp Um leið og svört úttekt landlæknis barst okkur héldum við systkinin til lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem við lögðum fram kæru á hendur Skúla og tveimur öðrum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Í framhaldi af því upphófst viðamikil rannsókn lögreglu sem enn er í fullum gangi. Skúli ráðinn til Landspítalans Hún var einkennileg tilfinningin sem greip mig þegar ég uppgötvaði að þið hefðuð ráðið Skúla, lækni sem grunaður er um alvarlega og refsiverða háttsemi gagnvart sjúklingum, í vinnu á sjúkrahúsinu ykkar. Þetta gerðuð þið þrátt fyrir rannsókn landlæknis og þá staðreynd að hann er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn þar sem meint fórnarlömb eru ellefu talsins, af þeim létu sex lífið. Samkvæmt fyrrnefndri yfirlýsingu er Skúli í „endurhæfingu“. Ég vil gjarnan fá að vita í hverju sú endurhæfing er fólgin nákvæmlega og hvernig stendur á því að hann fær sérmeðferð hjá Landspítalanum. Mér þætti vænt um að fá svör við þessum spurningum sem fyrst. Ég mun seint skilja hvers vegna Skúli er við störf hjá ykkur á þessum tímapunkti. Augljóslega á sjúkrahús að vera öruggur staður og því vona ég að þið gerið það eina rétta í stöðunni og víkið Skúla Gunnlaugssyni úr starfi á meðan niðurstaða fæst í þau grafalvarlegu mál sem nú eru til rannsóknar hjá lögreglu. Allt annað er óásættanlegt. Höfundur er Guðbjörn Dan Gunnarsson, kallaður Beggi Dan, og sonur konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf. Mig langar raunverulega ekki að rifja upp þessa harmsögu en ég vil að þið, stjórnendur spítalans, séuð meðvituð um þá meðhöndlun sem Skúli veitti móður minni. Eftir að hafa lesið tilkynninguna ykkar dreg ég þá ályktun að þið séuð ekki með réttar upplýsingar og hafið þar af leiðandi gert mistök þegar þið ákváðuð að Skúli yrði áfram við vinnu á spítalanum. Það sem hér kemur fram um störf Skúla er ekki bara mín skoðun og upplifun heldur eru þessar upplýsingar byggðar á niðurstöðum rannsóknar landlæknis á dauða móður minnar ásamt upplýsingum úr sjúkragögnum hennar. Óþörf lífslokameðferð sem stóð í ellefu vikur Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar. Lífslokameðferð er úrræði sem eingöngu á að beita á dauðvona sjúklinga og á slík meðferð aðeins að standa yfir í örfáa daga. Ekki í ellefu vikur. „Það er álit landlæknis að STG hafi mælt fyrir um og hafið lífslokameðferð án þess að staðfesta, tilgreina ástæðu eða leiða fullnægjandi líkum að því að dauðinn hafi verið yfirvofandi. Ennfremur án viðeigandi samráðs við aðstandendur og samstarfsfólk.“ Skúli hafði ekki fyrir því að láta mömmu vita að hún væri að fara að deyja, hún hafði ekki hugmynd um þessa ákvörðun. Ég er alveg viss um að hana grunaði ekki að læknirinn, sem hún átti að geta treyst, væri búinn að fyrirskipa óþarfa lífslokameðferð sem myndi draga hana til dauða. Síðustu vikurnar í lífi móður minnar voru henni hreinasta kvalræði. Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar, ekki var haldið að henni vökva, alvarlegur bætiefnaskortur var virtur að vettugi auk þess sem risastór legusár sem gengu inn að beini fengu að grassera. Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af. Í þau skipti sem hlúa átti að legusárunum þá fékk hún ekki deyfingu því Skúli hefur talið það óþarft að lina kvalir hennar, í það minnsta samþykkti hann ekki notkun deyfilyfja þegar kom að því að hreinsa sárin sem kvöldu hana svo sárt. „Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut.“ „Það er álit landlæknis að læknar HSS hafi sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi gagnvart augljósum næringarvandamálum og staðfestum bætiefnaskorti sem hafa mögulega átt mikilvægan þátt í versnandi einkennum og heilsufarsvandamálum.“ Skúli, sá hinn sami og er nýlega byrjaður að vinna á spítalanum ykkar, lét dæla það miklu af slævandi lyfjum í móður mína að hún var oft algjörlega ófær um að tjá sig. Hún starði stjörf út í loftið og það sást í augum hennar að hún var logandi hrædd. Hún var það dofin af lyfjunum sem Skúli lét hana innbyrða að hún gat ekki beðið um hjálp. Oft vissi hún ekki einu sinni hvar hún var stödd. „Það er álit landlæknis að verkjameðferð hafi verið ranglega og óhóflega beitt við meðferð DJ í umræddri legu.“ Oft reyndi hún að koma því til skila að hún kærði sig ekki um lyfin sem deyfðu hana, þá voru notaðir morfínplástar og þeir staðsettir þannig að hún gæti ekki rifið þá af sér. Við systkinin gerðum ítrekaðar og alvarlegar athugasemdir við meðferðina á móður okkar en ekki var orðið við óskum okkar um að veita henni mannsæmandi meðferð. Á fundum var blákalt logið að okkur um ástand hennar og hvers vegna Skúli tók þá ákvörðun að beita lífslokameðferð þegar engar forsendur voru fyrir slíku. „SÁ virðist lítið sem ekkert hafa gert til þess að endurskoða forsendur og eðli lífslokameðferðar DJ, þrátt fyrir sérþekkingu sína á málefninu. Hann létti vissulega við nokkur tilfelli á slævingarmeðferðinni, en virðist ekki hafa gert mikið meira. Ekki er að finna þess merki í gögnum að SÁ hafi rætt meðferðina eða greiningar við STG, þótt hann hafi átt að vera sérfróður um efnið. Höfuðábyrgð á meðferðinni var á höndum STG sem var formlega ábyrgur fyrir meðferð DJ í umræddum legum.“ „Embættið telur að ekki hafi aðeins verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við veitingu heilbrigðisþjónustu til DJ, heldur hafi í ákveðnum tilvikum einnig verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök STG læknis, sem bar meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð DJ.“ Landlæknir stígur inn Eftir fráfall móður minnar sendi Eva systir mín kvörtun til landlæknis þar sem farið var fram á að embættið rannsakaði meðferðina sem leiddi til þess að mamma dó. Við því var orðið og upphófst þá fagleg rannsókn landlæknis á störfum Skúla og meðhöndlun móður minnar. Fenginn var óháður sérfræðingur í öldrunarlækningum til að fara yfir sjúkragögn, greiningar, meðhöndlun, skráningar í kerfi spítalans, nótur frá læknum og margt fleira. Skúli fékk tækifæri til að svara fyrir sig en hafði ekki einu sinni fyrir því í upphafi að svara erindi landlæknis þrátt fyrir að augljósan alvarleika málsins. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja stóð heldur ekki sína plikt þegar kom að samskiptum við landlækni. Hrokinn í svörum Skúla til embættisins var sláandi og var greinilegt að læknirinn ætlaði sér ekki að viðurkenna neinn misbrest þrátt fyrir að augljóst væri að stórkostleg vanræksla hefði átt sér stað. Mér finnst rétt að benda á að í svörum sínum reynir hann að skella skuldinni á móður mína og á okkur systkinin, börnin hennar. „Það er álit landlæknis að STG yfirlæknir hafi ekki staðið við sína ábyrgð og skyldur við meðferð DJ og í staðinn leitast við að varpa ábyrgð sinni á sjúklinginn. “ „Það er álit landlæknis að viðbrögð HSS við upphaflegri kvörtun þar sem fram koma afar alvarlegar ávirðingar og spurningar um meint frávik og brot í veitingu heilbrigðisþjónustu, séu með öllu ófullnægjandi og ámælisverð. Með þessu hafi viðkomandi stofnun, sem ábyrgð ber á að svara fram kominni kvörtun, sýnt bæði kvartanda og embætti landlæknis, sem er eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustu, óvirðingu.“ „Það er álit landlæknis að STG hafi ekki aðeins komið fram með ótilhlýðilegum hætti við aðstandendur skjólstæðings síns meðan á meðferð stóð, svo sem lýst er í kvörtuninni og fram kemur í sjúkragögnum, heldur hafi hann einnig sýnt af sér ótilhlýðilega afstöðu og ummæli í garð aðstandenda í andsvörum sínum í þessu máli.“ Niðurstöður rannsóknar Landlæknis eru sláandi svo ekki sé meira sagt, það var gríðarlegt högg að lesa álitið sem staðfesti að það sem okkur grunaði væri rétt. Kærður til lögreglu vegna gruns um manndráp Um leið og svört úttekt landlæknis barst okkur héldum við systkinin til lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem við lögðum fram kæru á hendur Skúla og tveimur öðrum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Í framhaldi af því upphófst viðamikil rannsókn lögreglu sem enn er í fullum gangi. Skúli ráðinn til Landspítalans Hún var einkennileg tilfinningin sem greip mig þegar ég uppgötvaði að þið hefðuð ráðið Skúla, lækni sem grunaður er um alvarlega og refsiverða háttsemi gagnvart sjúklingum, í vinnu á sjúkrahúsinu ykkar. Þetta gerðuð þið þrátt fyrir rannsókn landlæknis og þá staðreynd að hann er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn þar sem meint fórnarlömb eru ellefu talsins, af þeim létu sex lífið. Samkvæmt fyrrnefndri yfirlýsingu er Skúli í „endurhæfingu“. Ég vil gjarnan fá að vita í hverju sú endurhæfing er fólgin nákvæmlega og hvernig stendur á því að hann fær sérmeðferð hjá Landspítalanum. Mér þætti vænt um að fá svör við þessum spurningum sem fyrst. Ég mun seint skilja hvers vegna Skúli er við störf hjá ykkur á þessum tímapunkti. Augljóslega á sjúkrahús að vera öruggur staður og því vona ég að þið gerið það eina rétta í stöðunni og víkið Skúla Gunnlaugssyni úr starfi á meðan niðurstaða fæst í þau grafalvarlegu mál sem nú eru til rannsóknar hjá lögreglu. Allt annað er óásættanlegt. Höfundur er Guðbjörn Dan Gunnarsson, kallaður Beggi Dan, og sonur konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar