Kynferðisbrotalaust Ísland? María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2021 15:00 Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Lögreglan Klám Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun