Brúðkaup ársins: Pörin sem giftu sig í miðjum heimsfaraldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. desember 2021 13:31 Við gerum upp árið 2021 á Vísi. Samsett Það var óvenjulítið um stór brúðkaup á árinu vegna heimsfaraldursins. Það voru þó nokkur heppin pör sem náðu að láta pússa sig saman. Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2021. Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova giftu sig í garðinum við heimili sitt í Frakklandi í sumar. Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. View this post on Instagram A post shared by Robert Wessman (@robertwessman) Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og Magnús Orri Schram giftu sig í ágúst umkringd nánustu fjölskyldu. Brúðkaupið fór fram í lítilli sveitakirkju. Þórey og Magnús opinberuðu samband sitt haustið 2019 en eru nú gengin í hjónaband. Þórey er stofnandi og eigandi Empower en hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi hjá Capacent og var á sínum tíma aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra. Þórey er mikil útivistarkona og hefur ásamt hópnum Snjódrífurnar safnað fyrir samtökin Líf og Kraftur með göngum eins og Lífskraftur og Kvennadalshnjúkur. Magnús er framkvæmdastjóri Rauðukamba en var áður fjölmiðlamaður og einnig formaður þingflokks Samfylkingarinnar árið 2012 en hann sat á þingi á árunum 2009-2013. View this post on Instagram A post shared by Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé (@thorey_vilhjalms_proppe) Athafnakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, og Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði á fjárfestingabankans JP Morgan í London, giftu sig 2. október. Þau héldu svo veislu hér á landi á dögunum fyrir sína nánustu. Rikka og Kári fóru að stinga saman nefjum árið 2019. Bæði eiga syni úr fyrra sambandi og tóku strákarnir fimm allir þátt í stóra deginum og fjölskylduhundarnir fengu að vera með líka. View this post on Instagram A post shared by Rikka (@rikkahg) Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kokkurinn Helga Gabríela Sigurðar gengu í það heilaga í Háteigskirkju í janúar á þessu ári. Athöfnin var lítil og falleg en Þorkell Máni Pétursson var svaramaður Frosta í athöfninni. Eftir athöfnina var lítll veisla í Vinnustofu Kjarvals þar sem íslenskar stórstjörnur litu við og fluttu falleg lög. Þar á meðal þau Bríet, Högni Egilsson, Friðrik Dór Jónsson, Bubbi Morthens og fleiri. View this post on Instagram A post shared by Frosti Logason (@frostiloga) Marta María Jónasdóttir, oftast kennd við Smartland, og Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, giftu sig við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju í ágúst. Marta María greindi frá giftingunni á Instagramsíðu sinni. „Við féllum fyrir hvort öðru og ákváðum á fyrsta deiti að verða hjón.“ Hún hefur nú tekið upp eftirnafn eiginmanns síns. Á samfélagsmiðlum titlar hún sig nú Mörtu Maríu Winkel en er skráð í Þjóðskrá sem Marta María Winkel Jónasdóttir. View this post on Instagram A post shared by Marta María Winkel (@marta_maria_winkel) Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, starfsmaður breska sendiráðsins, giftu sig í júlí. Greint var frá trúlofun Gunnars og Sunnu í maí síðastliðnum. Þau hafa greinilega ekki séð ástæðu til að bíða lengi með giftinguna og létu til skarar skríða við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í sumar með tilheyrandi veisluhöldum. Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir gengu í það heilaga 21. júní á afmælisdegi brúðarinnar. Þau höfðu miklu að fagna en hún var einnig að útskrifast. Jón Gnarr faðir Frosta gaf þau saman í einstakri athöfn. Að henni lokinni blés hann yfir þau sápukúlur. Brúðurin og afmælisbarnið klæddist gullfallegum rauðum síðkjól, í stíl við fallegan hring með eldrauðum steini. Frosti var klassískur í svörtu og hvítu. Frosti er hönnuður og listamaður en Erla er förðunarfræðingur og eigandi Ekta, netverslunar sem sérhæfir sig í merkjavöru. Þau eiga saman tvo syni. Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson söng í brúðkaupsveislunni og sungu brúðhjón og gestir hátt með laginu Þegar þú komst inn í líf mitt. View this post on Instagram A post shared by Frosti Gnarr (@frostignarr) Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir knattspyrnukempur gengu líka í heilagt hjónaband í ágúst. Það fór vel á því að þær létu pússa sig saman á þjóðarleikvanginum sjálfum, Laugardalsvelli. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. Helena birti fallegar myndir og myndband frá athöfninni á Instagram þar sem Ragnheiður Gröndal tók lagið. Helena hefur verið áberandi í umfjöllun um kvennaknattspyrnu á Stöð 2 Sport undanfarin misseri auk þess að vera gestgjafi í EM-stofunni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Helena Ólafsdóttir (@helenaolafs) Margverðlaunaða fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir og athafna- og veitingamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson giftu sig á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri sumar. Þau fengu sýslumann Vestfjarða yfir á Flateyri og skrifuðu formlega undir hjónapappírana hjá honum. „Dagurinn var annars allur hinn besti. Ég svaf út, svitnaði smá í saununni, vann eitthvað og kíkti í eina bátsferð áður en sjálf vígslan fór fram. Um kvöldið borðuðu við svo góðan mat og fórum í pöbbkvis,“ skrifaði Steinþór Helgi á Facebook. Veisla þeirra hjóna mun þó ekki fara fram fyrr en næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by Glódís Guðgeirsdóttir (@glodisgud) Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, giftist unnusta sínum Rafal Orpel í júlí. Athöfnin fór fram í garðinum heima hjá parinu og voru aðeins þeir allra nánustu viðstaddir. Þórhildur greindi frá tíðindunum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún segir þau ekki hafa geta beðið með að gifta sig, þó svo að brúðkaupsveislan sjálf muni fara fram á næsta ári. „7.7. er dagurinn sem við byrjuðum saman fyrir þremur árum og því réttur dagur til þess að játast hvert öðru.“ Ástin og lífið Tímamót Fréttir ársins 2021 Brúðkaup Tengdar fréttir Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki. 21. desember 2021 07:01 Viðskiptafréttir ársins 2021: Fasteignafár, sniðganga Play og dauðadómur Vefjunnar Annað árið í röð setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn á viðskiptalífið á Íslandi þrátt fyrir vonir um að víðtæk bólusetning ætti eftir að frelsa þjóðina undan oki farsóttarinnar. 20. desember 2021 08:00 Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2021. Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova giftu sig í garðinum við heimili sitt í Frakklandi í sumar. Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. View this post on Instagram A post shared by Robert Wessman (@robertwessman) Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og Magnús Orri Schram giftu sig í ágúst umkringd nánustu fjölskyldu. Brúðkaupið fór fram í lítilli sveitakirkju. Þórey og Magnús opinberuðu samband sitt haustið 2019 en eru nú gengin í hjónaband. Þórey er stofnandi og eigandi Empower en hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi hjá Capacent og var á sínum tíma aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra. Þórey er mikil útivistarkona og hefur ásamt hópnum Snjódrífurnar safnað fyrir samtökin Líf og Kraftur með göngum eins og Lífskraftur og Kvennadalshnjúkur. Magnús er framkvæmdastjóri Rauðukamba en var áður fjölmiðlamaður og einnig formaður þingflokks Samfylkingarinnar árið 2012 en hann sat á þingi á árunum 2009-2013. View this post on Instagram A post shared by Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé (@thorey_vilhjalms_proppe) Athafnakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, og Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði á fjárfestingabankans JP Morgan í London, giftu sig 2. október. Þau héldu svo veislu hér á landi á dögunum fyrir sína nánustu. Rikka og Kári fóru að stinga saman nefjum árið 2019. Bæði eiga syni úr fyrra sambandi og tóku strákarnir fimm allir þátt í stóra deginum og fjölskylduhundarnir fengu að vera með líka. View this post on Instagram A post shared by Rikka (@rikkahg) Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kokkurinn Helga Gabríela Sigurðar gengu í það heilaga í Háteigskirkju í janúar á þessu ári. Athöfnin var lítil og falleg en Þorkell Máni Pétursson var svaramaður Frosta í athöfninni. Eftir athöfnina var lítll veisla í Vinnustofu Kjarvals þar sem íslenskar stórstjörnur litu við og fluttu falleg lög. Þar á meðal þau Bríet, Högni Egilsson, Friðrik Dór Jónsson, Bubbi Morthens og fleiri. View this post on Instagram A post shared by Frosti Logason (@frostiloga) Marta María Jónasdóttir, oftast kennd við Smartland, og Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, giftu sig við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju í ágúst. Marta María greindi frá giftingunni á Instagramsíðu sinni. „Við féllum fyrir hvort öðru og ákváðum á fyrsta deiti að verða hjón.“ Hún hefur nú tekið upp eftirnafn eiginmanns síns. Á samfélagsmiðlum titlar hún sig nú Mörtu Maríu Winkel en er skráð í Þjóðskrá sem Marta María Winkel Jónasdóttir. View this post on Instagram A post shared by Marta María Winkel (@marta_maria_winkel) Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, starfsmaður breska sendiráðsins, giftu sig í júlí. Greint var frá trúlofun Gunnars og Sunnu í maí síðastliðnum. Þau hafa greinilega ekki séð ástæðu til að bíða lengi með giftinguna og létu til skarar skríða við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í sumar með tilheyrandi veisluhöldum. Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir gengu í það heilaga 21. júní á afmælisdegi brúðarinnar. Þau höfðu miklu að fagna en hún var einnig að útskrifast. Jón Gnarr faðir Frosta gaf þau saman í einstakri athöfn. Að henni lokinni blés hann yfir þau sápukúlur. Brúðurin og afmælisbarnið klæddist gullfallegum rauðum síðkjól, í stíl við fallegan hring með eldrauðum steini. Frosti var klassískur í svörtu og hvítu. Frosti er hönnuður og listamaður en Erla er förðunarfræðingur og eigandi Ekta, netverslunar sem sérhæfir sig í merkjavöru. Þau eiga saman tvo syni. Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson söng í brúðkaupsveislunni og sungu brúðhjón og gestir hátt með laginu Þegar þú komst inn í líf mitt. View this post on Instagram A post shared by Frosti Gnarr (@frostignarr) Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir knattspyrnukempur gengu líka í heilagt hjónaband í ágúst. Það fór vel á því að þær létu pússa sig saman á þjóðarleikvanginum sjálfum, Laugardalsvelli. Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar. Helena birti fallegar myndir og myndband frá athöfninni á Instagram þar sem Ragnheiður Gröndal tók lagið. Helena hefur verið áberandi í umfjöllun um kvennaknattspyrnu á Stöð 2 Sport undanfarin misseri auk þess að vera gestgjafi í EM-stofunni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Helena Ólafsdóttir (@helenaolafs) Margverðlaunaða fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir og athafna- og veitingamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson giftu sig á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri sumar. Þau fengu sýslumann Vestfjarða yfir á Flateyri og skrifuðu formlega undir hjónapappírana hjá honum. „Dagurinn var annars allur hinn besti. Ég svaf út, svitnaði smá í saununni, vann eitthvað og kíkti í eina bátsferð áður en sjálf vígslan fór fram. Um kvöldið borðuðu við svo góðan mat og fórum í pöbbkvis,“ skrifaði Steinþór Helgi á Facebook. Veisla þeirra hjóna mun þó ekki fara fram fyrr en næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by Glódís Guðgeirsdóttir (@glodisgud) Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, giftist unnusta sínum Rafal Orpel í júlí. Athöfnin fór fram í garðinum heima hjá parinu og voru aðeins þeir allra nánustu viðstaddir. Þórhildur greindi frá tíðindunum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún segir þau ekki hafa geta beðið með að gifta sig, þó svo að brúðkaupsveislan sjálf muni fara fram á næsta ári. „7.7. er dagurinn sem við byrjuðum saman fyrir þremur árum og því réttur dagur til þess að játast hvert öðru.“
Ástin og lífið Tímamót Fréttir ársins 2021 Brúðkaup Tengdar fréttir Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki. 21. desember 2021 07:01 Viðskiptafréttir ársins 2021: Fasteignafár, sniðganga Play og dauðadómur Vefjunnar Annað árið í röð setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn á viðskiptalífið á Íslandi þrátt fyrir vonir um að víðtæk bólusetning ætti eftir að frelsa þjóðina undan oki farsóttarinnar. 20. desember 2021 08:00 Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki. 21. desember 2021 07:01
Viðskiptafréttir ársins 2021: Fasteignafár, sniðganga Play og dauðadómur Vefjunnar Annað árið í röð setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn á viðskiptalífið á Íslandi þrátt fyrir vonir um að víðtæk bólusetning ætti eftir að frelsa þjóðina undan oki farsóttarinnar. 20. desember 2021 08:00
Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01