Jólamolar: Rækjukokteillinn hennar mömmu er lykilatriði í jólahaldinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2021 12:45 Helgi er mikið jólabarn. Aðsend Helgi Ómarsson, ljósmyndari, skartgripahönnuður og hlaðvarpsstjórnandi er mikið jólabarn og heldur fast í sínar jólahefðir. Hann ver jólunum á Seyðisfirði og á erfitt með að velja sína uppáhalds jólamynd. Þær eru einfaldlega of margar. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? Ég er þokkalega Elf – ég elska jólin svo innilega mikið. Ég er samt ennþá að átta mig á því hvernig ég eigi að tækla jólin rétt. Mér finnst svo innilega ekki að þau eiga að vera stress en það fer einhvernvegin alltaf í þann pakka. Þó að ég sagði það í fyrra, þá ætla ég að vinna í því að gera mindful jól einu leiðina til að halda þau. Finnst það geggjuð tilhugsun. Hver er þín uppáhalds jólaminning? Mér finnst ég eiga endalausar. Ég er frá Seyðisfirði og að fá að koma hingað og halda jólin er ekkert eðlilega mikil forréttindi. Hér líður tíminn hægar, hér er andrúmsloftið hreinna, tíðnin í jörðinni öðruvísi. Það er eitthvað svo stórkostleg orka hérna sem knúsar mann þegar maður kemur í fjörðinn. Seyðisfjörður er eins og ættarmót, þú kannski þekkir ekki alla, en allir heilsa öllum og viðmót íbúa til hvers annars er einstakt. Ég veit ekki afhverju, þetta er sjúklega random en jólin 2005 sitja mjög fyndið í minningunni, örugglega afþví þau voru rauð og á jóladag var himininn eldrauður og ég kom heim eftir að hafa verið með Palla besta vini mínum sem var nýbúinn að fá síðan svartan leðurjakka og datt á bakið ofan í stóran poll sama dag. Chicago Town var byrjað að flytja inn einhverjar frosnar Fajitas sem mér fannst eitthvað svo geggjað og horfði á Fantastic Four. Mjög random, en ég mun aldrei gleyma þessu og veit ekki afhverju ég held í þessa minningu. Ég geri mér grein fyrir því að það eru góðar líkur að ég hafi drepið einhvern úr leiðindum með þessu svari og biðst án djóks afsökunar. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Vá góð spurning. Ég held að það hafi verið jólin 2019 – eða 2018. Það var þegar ég setti einhverja litla dúllu fjáröflun í gang fyrir Neyðartjald í gegnum Unicef. Sú fjáröflun sprakk svolítið upp hjá mér og ég og fylgjendur mínir endaðu með því að safna vel yfir milljón til styrktar Unicef og Sannra Gjafa. Í kjölfarið var ég mjög hissa og fannst þetta allt mjög fallegt og snerti mig mikið hvað margt smátt getur gert eitt stórt og hvað er mikið af yndislegu fólki þarna úti. Þetta ár vildi ég ekkert í jólagjöf nema Sannar Gjafir og gaf einnig öllum í kringum mig Sannar Gjafir og ég endaði bara skælandi allt aðfangadagskvöld. Ég held að þau jól hafi verið mjög mindful, falleg og innihaldsrík. Þetta gaf þeim mikla þýðingu og ég mun endurtaka þetta. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? Það kemur ekkert í hausinn á mér akkúrat núna. En ég hef aldrei verið eins hissa þegar vinkona mín, sem hafði gengið með tvö börn, alið upp þessi börn, verið almennt geggjuð og dugleg og sæt fékk handþeytara (sko ekki KitchenAid eða eitthvað sexy) í jólagjöf frá makanum sínum. Ég væri að ljúga ef ég hugsaði ekki í smástund að kasta þessum handþeytara í andlitið á viðkomandi. En ég komst yfir það. Svona að mestu leyti. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? Það er smá sérstakt, en talandi um jólin 2005. Þá hefur þessi ekki breyst síðan 2005. Uppáhaldið mitt við jólin er forrétturinn hennar mömmu, sem er rækjukokteill, en alveg einstakur, finnst ekki rækjukokteill lýsa honum nógu vel. Oh lord. Allaveg. Ég vakna á jóladag, ég næ mér í stóra skál, ég sker niður kínakál í litla búta og set í botninn. Ég næ í afganginn af rækjukokteilinum inní ísskáp og hlasshlamma ofan í skálina, sker niður papriku í litla bita og drissla yfir. Næ í bolla með mynd af jólasvein í golfi (það væri löngu búið að henda þessum bolla af heimilinu ef ég væri ekki svona manískur með þessa hefð, hann bíður semsagt uppí skáp til að vera notaður einu sinni á ári) og fæ mér kók, verður að vera venjulegt kók, ekki kók zero og borða inní sófa. Nota bene, ég drekk ekki venjulegt kók, jú nema í neyðarástöndum og á jóladag. Spurjið mig aftur eftir 30 ár og þetta verður líklega ennþá í gangi. Ég fékk líka tantrúm í hittifyrra því mamma keypti iceberg en ekki í kínakál. En skulum ekkert fara nánar útí það. Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? Vá góð spurning. Ég byrja yfirleitt að hlusta á jólalög í október. Ég og Palli vinur minn eigum smá hefð að vera saman um verslunarmannahelgi og á meðan keyrslunni stendur þá hlustum við á eitt eða sjö jólarlög. Ef ég ætti að velja eitt þá væri það eflaust Little Drummer Boy með Josh Groban. Hver er þín uppáhalds jólamynd? Vá líka góð spurning. Mér fannst Holiday alltaf svo geggjuð en svo hætti mér eiginlega að finnast það. Ef ég miða við myndirnar sem ég verð að horfa á um jólin þá væri það Love Actually og The Grinch. Jú og Polar Express og Christmas Carol. En ég get ekki valið. Ég er tvíburi sjáðu til. Hvað borðar þú á aðfangadag? Við borðum rækjukokteilinn (the one and only) í forrétt, lambahamborgarhrygg í aðalrétt og svo Toblerone ísinn hennar mömmu í eftirrétt. En stjarnan sem sem sameinar allar þessar máltíðir er laufabrauðið hennar ömmu Dagný. Það eru engin jól án þess. Já með ógeðslega miklu smjöri. Svona ertu að djóka mikið af smjöri. Ertu að fffffokking djóka mikið. Engin skömm. Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? Ég óskaði mér aðallega gufutæki. Ótrúlegt en satt. Og hvað sem er úr Haf Store eða Mikado. Svo það má segja að ég hafi verið mjög auðveldur að gefa í ár. Það að reka heimili er orðið svo praktískt að það er eiginlega boring. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? Það er mjög krúttlegt að pabbi og systur mínar fara vanalega í kirkju um jólin. Við mamma og litli bróðir minn höfum verið heima á meðan og þegar þau koma tilbaka, þá knúsast allir og segja gleðileg jól. Það er eitthvað ótrúlega fallegt við það. Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? Dagarnir fyrir jólin hafa verið lúmsk geðveiki. Ég á skartgripalínu sem heitir 1104 og ég hefði aldrei þorað að vona hvað gengur vel. Við opnuðum verslun á Seljavegi í haust og erum einnig með 12 verslarnir útum allt land sem selur vörurnar ásamt því að vera sinna öllum persónulegum verkefnum. Svo þetta er búið að vera skrautlegt og yndislegt og erfitt og gaman og skemmtilegt allt í einni kássu. Eitthvað annað skemmtilegt sem þú vilt koma á framfæri? Ég veit ekki hvort það sé skemmtilegt, en passið sjúklega vel uppá ykkur. Farið í spa, jóga og gerið allt sem þið getið til að heila ykkur og líða vel. Passið Það er ekkert annað sem skiptir máli. Gleðileg jól Jólamatur Jólamolar 2021 Jólalög Jól Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Mannmergð á tjörninni Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólabrandarar Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? Ég er þokkalega Elf – ég elska jólin svo innilega mikið. Ég er samt ennþá að átta mig á því hvernig ég eigi að tækla jólin rétt. Mér finnst svo innilega ekki að þau eiga að vera stress en það fer einhvernvegin alltaf í þann pakka. Þó að ég sagði það í fyrra, þá ætla ég að vinna í því að gera mindful jól einu leiðina til að halda þau. Finnst það geggjuð tilhugsun. Hver er þín uppáhalds jólaminning? Mér finnst ég eiga endalausar. Ég er frá Seyðisfirði og að fá að koma hingað og halda jólin er ekkert eðlilega mikil forréttindi. Hér líður tíminn hægar, hér er andrúmsloftið hreinna, tíðnin í jörðinni öðruvísi. Það er eitthvað svo stórkostleg orka hérna sem knúsar mann þegar maður kemur í fjörðinn. Seyðisfjörður er eins og ættarmót, þú kannski þekkir ekki alla, en allir heilsa öllum og viðmót íbúa til hvers annars er einstakt. Ég veit ekki afhverju, þetta er sjúklega random en jólin 2005 sitja mjög fyndið í minningunni, örugglega afþví þau voru rauð og á jóladag var himininn eldrauður og ég kom heim eftir að hafa verið með Palla besta vini mínum sem var nýbúinn að fá síðan svartan leðurjakka og datt á bakið ofan í stóran poll sama dag. Chicago Town var byrjað að flytja inn einhverjar frosnar Fajitas sem mér fannst eitthvað svo geggjað og horfði á Fantastic Four. Mjög random, en ég mun aldrei gleyma þessu og veit ekki afhverju ég held í þessa minningu. Ég geri mér grein fyrir því að það eru góðar líkur að ég hafi drepið einhvern úr leiðindum með þessu svari og biðst án djóks afsökunar. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Vá góð spurning. Ég held að það hafi verið jólin 2019 – eða 2018. Það var þegar ég setti einhverja litla dúllu fjáröflun í gang fyrir Neyðartjald í gegnum Unicef. Sú fjáröflun sprakk svolítið upp hjá mér og ég og fylgjendur mínir endaðu með því að safna vel yfir milljón til styrktar Unicef og Sannra Gjafa. Í kjölfarið var ég mjög hissa og fannst þetta allt mjög fallegt og snerti mig mikið hvað margt smátt getur gert eitt stórt og hvað er mikið af yndislegu fólki þarna úti. Þetta ár vildi ég ekkert í jólagjöf nema Sannar Gjafir og gaf einnig öllum í kringum mig Sannar Gjafir og ég endaði bara skælandi allt aðfangadagskvöld. Ég held að þau jól hafi verið mjög mindful, falleg og innihaldsrík. Þetta gaf þeim mikla þýðingu og ég mun endurtaka þetta. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? Það kemur ekkert í hausinn á mér akkúrat núna. En ég hef aldrei verið eins hissa þegar vinkona mín, sem hafði gengið með tvö börn, alið upp þessi börn, verið almennt geggjuð og dugleg og sæt fékk handþeytara (sko ekki KitchenAid eða eitthvað sexy) í jólagjöf frá makanum sínum. Ég væri að ljúga ef ég hugsaði ekki í smástund að kasta þessum handþeytara í andlitið á viðkomandi. En ég komst yfir það. Svona að mestu leyti. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? Það er smá sérstakt, en talandi um jólin 2005. Þá hefur þessi ekki breyst síðan 2005. Uppáhaldið mitt við jólin er forrétturinn hennar mömmu, sem er rækjukokteill, en alveg einstakur, finnst ekki rækjukokteill lýsa honum nógu vel. Oh lord. Allaveg. Ég vakna á jóladag, ég næ mér í stóra skál, ég sker niður kínakál í litla búta og set í botninn. Ég næ í afganginn af rækjukokteilinum inní ísskáp og hlasshlamma ofan í skálina, sker niður papriku í litla bita og drissla yfir. Næ í bolla með mynd af jólasvein í golfi (það væri löngu búið að henda þessum bolla af heimilinu ef ég væri ekki svona manískur með þessa hefð, hann bíður semsagt uppí skáp til að vera notaður einu sinni á ári) og fæ mér kók, verður að vera venjulegt kók, ekki kók zero og borða inní sófa. Nota bene, ég drekk ekki venjulegt kók, jú nema í neyðarástöndum og á jóladag. Spurjið mig aftur eftir 30 ár og þetta verður líklega ennþá í gangi. Ég fékk líka tantrúm í hittifyrra því mamma keypti iceberg en ekki í kínakál. En skulum ekkert fara nánar útí það. Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? Vá góð spurning. Ég byrja yfirleitt að hlusta á jólalög í október. Ég og Palli vinur minn eigum smá hefð að vera saman um verslunarmannahelgi og á meðan keyrslunni stendur þá hlustum við á eitt eða sjö jólarlög. Ef ég ætti að velja eitt þá væri það eflaust Little Drummer Boy með Josh Groban. Hver er þín uppáhalds jólamynd? Vá líka góð spurning. Mér fannst Holiday alltaf svo geggjuð en svo hætti mér eiginlega að finnast það. Ef ég miða við myndirnar sem ég verð að horfa á um jólin þá væri það Love Actually og The Grinch. Jú og Polar Express og Christmas Carol. En ég get ekki valið. Ég er tvíburi sjáðu til. Hvað borðar þú á aðfangadag? Við borðum rækjukokteilinn (the one and only) í forrétt, lambahamborgarhrygg í aðalrétt og svo Toblerone ísinn hennar mömmu í eftirrétt. En stjarnan sem sem sameinar allar þessar máltíðir er laufabrauðið hennar ömmu Dagný. Það eru engin jól án þess. Já með ógeðslega miklu smjöri. Svona ertu að djóka mikið af smjöri. Ertu að fffffokking djóka mikið. Engin skömm. Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? Ég óskaði mér aðallega gufutæki. Ótrúlegt en satt. Og hvað sem er úr Haf Store eða Mikado. Svo það má segja að ég hafi verið mjög auðveldur að gefa í ár. Það að reka heimili er orðið svo praktískt að það er eiginlega boring. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? Það er mjög krúttlegt að pabbi og systur mínar fara vanalega í kirkju um jólin. Við mamma og litli bróðir minn höfum verið heima á meðan og þegar þau koma tilbaka, þá knúsast allir og segja gleðileg jól. Það er eitthvað ótrúlega fallegt við það. Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? Dagarnir fyrir jólin hafa verið lúmsk geðveiki. Ég á skartgripalínu sem heitir 1104 og ég hefði aldrei þorað að vona hvað gengur vel. Við opnuðum verslun á Seljavegi í haust og erum einnig með 12 verslarnir útum allt land sem selur vörurnar ásamt því að vera sinna öllum persónulegum verkefnum. Svo þetta er búið að vera skrautlegt og yndislegt og erfitt og gaman og skemmtilegt allt í einni kássu. Eitthvað annað skemmtilegt sem þú vilt koma á framfæri? Ég veit ekki hvort það sé skemmtilegt, en passið sjúklega vel uppá ykkur. Farið í spa, jóga og gerið allt sem þið getið til að heila ykkur og líða vel. Passið Það er ekkert annað sem skiptir máli. Gleðileg jól
Jólamatur Jólamolar 2021 Jólalög Jól Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Mannmergð á tjörninni Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólabrandarar Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira