Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2021 20:14 Það kennir ýmissa grasa á listanum yfir það sem Íslendingar gúggluðu mest á árinu. Unsplash/Solen Feyissa Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. Í skeyti frá Sahara er tekið fram að Google sýni ekki fjölda leita að öllum leitarorðum. Því sé listinn eðli málsins samkvæmt ekki tæmandi. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hann gefi nokkuð góða mynd af því sem Íslendingar sýndu áhuga á árinu. Sahara hefur skipt leitarorðunum niður í sjö flokka, sem geta skarast. Þeir eru eftirfarandi: Fólk, afþreying, stjórnmál, fyrirtæki, faraldurinn, fasteignir og lán og loks annað. Fólk Ljóst er að fólk sem var mikið í fréttum á árinu hefur verið þjóðinni hugleikið. Þar má nefna aktívistann og viðskiptafræðinginn Eddu Falak, sem hefur vakið athygli á árinu fyrir baráttu sína gegn kynbundnu ofbeldi. Leitum að nafni hennar fjölgaði raunar um 1.153 prósent frá því á síðasta ári, og var nafn hennar að meðaltali slegið inn 2.380 sinnum á mánuði. Oftast var leitað að nafni hennar í maí, eða 4.400 sinnum. Á listanum er einnig að finna leikarann Alec Baldwin, sem í október banaði kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust, þegar hann hleypti af byssu sem hann taldi vera óhlaðna. Svo reyndist ekki vera. Á listanum yfir fólk sem Íslendingar gúggluðu hvað mest er einnig að finna danska knattspyrnumanninn Christian Eriksen, sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands í sumar eftir að hafa farið í hjartastopp. Eins hefur nafn Sölva Tryggvasonar oft verið slegið inn. Sölvi var þáttastjórnandi eins vinsælasta hlaðvarps landsins en dró sig úr sviðsljósinu í maí eftir að ásakanir um ofbeldi á hendur honum komu fram. Svo virðist hins vegar sem hann ætli sér að snúa aftur með hlaðvarpið í náinni framtíð. Afþreying Á sviði afþreyingar bar Evrópumótið í fótbolta höfuð og herðar yfir önnur leitarorð og náði leit að því hámarki þegar mótið fór fram í júní, þegar 49.500 manns leituðu að Euro 2020 og 40.500 að Euro 2021. Alls var leitað vel yfir 100 þúsund sinnum að mótinu sjálfu á ensku og íslensku í júní, sem þýðir að þriðji hver landsmaður hefur að meðaltali leitað þegar það fór fram. Kóresku sjónvarpsþættirnir Squid Game komu í öðru sæti og var oftast leitað að þeim í október, ríflega 27 þúsund sinnum. Kvikmyndin Dune kom í þriðja sæti og Eurovision í því fjórða. Stjórnmál Stjórnmál voru fyrirferðarmeiri í leit landans en á meðalári, enda var kosið til Alþingis í haust. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem mest var leitað að yfir árið, eða tæplega þrjú þúsund sinnum á mánuði. Í september, þegar kosningarnar fóru fram, var hins vegar leitað mest að Viðreisn og Samfylkingunni, eða rúmlega 18 þúsund sinnum að hvorum flokki. Flokkur fólksins er sá flokkur sem sá mesta aukningu í leit milli ára, en leitum að flokknum á netinu fjölgaði um 890 prósent. Sá stjórnmálamaður sem mest var leitað að var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en nafn hennar var slegið inn rúmlega 1.500 sinnum á mánuði. Flokksbróðir hennar í Sjálfstæðisflokknum og formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, fylgir fast á hæla hennar með 1.400 leitir á mánuði. Þar á eftir kemur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með 1.300 leitir á mánuði. Flestir stjórnmálamenn voru mest gúgglaðir í aðdraganda kosninganna í september, en nafn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tók kipp í nóvember og var meira leitað að því þá heldur en í september, eftir að tilkynnt hafði verið um skipun hans í embætti heilbrigðisráðherra. Norðvesturkjördæmi var ekki vinsælt á leitarvélinni 2020 (þó var þá leitað 30 sinnum á mánuði) en sló rækilega í gegn á þessu ári með tíföldun leita og Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, var álíka vinsæll á Google í ár og kjördæmið. Fyrirtæki Í samantekt Sahara kemur fram að þau fyrirtæki sem litið hafi verið til hafi aðeins verið lítið brot af heildarfjölda fyrirtækja í landinu. Hins vegar megi reikna með að þau fyrirtæki sem skoðuð voru séu þau sem mest var leitað að á árinu. Ferðaþjónustufyrirtæki komust nær eðlilegu horfi eftir mjög erfitt ár 2020, sem endurspeglast í 58 prósenta fjölgun leita að Icelandair og 1.180 prósenta fjölgun leita að Play, en Play flaug sína fyrstu ferð 24. júní. Á matvörumarkaði fjölgaði leitum að Costco mest eða um 25 prósent, Samkaup næstmest, 19 prósent og Hagkaups þriðja mest, 17 prósent. IKEA var einnig með verulega fjölgun leita eða 25 prósent. Faraldurinn Google gaf ekki upp hversu oft Íslendingar slógu inn orðið „Covid“ í leitarvélina, en ætla má að það hafi verið æði oft. Íslendingar voru áhugasamir um hraðpróf, og leituðu að orðinu rúmlega þrjú þúsund sinnum á mánuði, tvöfalt oftar en PCR-prófum. Þá var leitað að orðinu „bólusetning“ að meðaltali 1.300 sinnum á mánuði. Hér að neðan má sjá frétt um hraðpróf frá því í sumar: Fasteignir og lán Orðið „fasteignir“ var eitt stöðugasta leitarorð landsins í ár, og var 15 prósenta aukning í leit að orðinu frá því í fyrra. Það var gúgglað að meðaltali 17 þúsund sinnum á mánuði. Sömu sögu er ekki að segja um önnur leitarorð í sama flokki, því þau lækkuðu á milli ára. Þannig fækkaði leitum að orðinu „lán“ um ellefu prósent, leitum að húsnæðisláni um átján prósent og leitum að bæði fasteignalánum og vöxtum fækkaði um sjö prósent. Annað Loks er það flokkurinn sem inniheldur leitarorðin sem falla ekki í neinn flokk. Leitum í tengslum við jarðskjálfta fjölgaði eðlilega mikið, enda skalf jörð á Reykjanesskaga í upphafi árs áður en til eldgossins í Fagradalsfjalli kom, 19. mars. Hið sama er uppi á teningnum nú, en leitum að orðinu „jarðskjálfti“ fjölgaði um 83 prósent frá síðasta ári. Orðið „eldgos“ er hins vegar hástökkvari flokksins, með fjölgun leita upp á 535 prósent milli ára. Þá leituðu Íslendingar 76 prósent meira að efnisveitunni OnlyFans í ár heldur en í fyrra. Eins tvöfaldaðist fjöldi leita að eldunargræjunni Air fryer, sem var vinsæl jólagjöf í ár. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu. Google Fréttir ársins 2021 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Í skeyti frá Sahara er tekið fram að Google sýni ekki fjölda leita að öllum leitarorðum. Því sé listinn eðli málsins samkvæmt ekki tæmandi. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hann gefi nokkuð góða mynd af því sem Íslendingar sýndu áhuga á árinu. Sahara hefur skipt leitarorðunum niður í sjö flokka, sem geta skarast. Þeir eru eftirfarandi: Fólk, afþreying, stjórnmál, fyrirtæki, faraldurinn, fasteignir og lán og loks annað. Fólk Ljóst er að fólk sem var mikið í fréttum á árinu hefur verið þjóðinni hugleikið. Þar má nefna aktívistann og viðskiptafræðinginn Eddu Falak, sem hefur vakið athygli á árinu fyrir baráttu sína gegn kynbundnu ofbeldi. Leitum að nafni hennar fjölgaði raunar um 1.153 prósent frá því á síðasta ári, og var nafn hennar að meðaltali slegið inn 2.380 sinnum á mánuði. Oftast var leitað að nafni hennar í maí, eða 4.400 sinnum. Á listanum er einnig að finna leikarann Alec Baldwin, sem í október banaði kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust, þegar hann hleypti af byssu sem hann taldi vera óhlaðna. Svo reyndist ekki vera. Á listanum yfir fólk sem Íslendingar gúggluðu hvað mest er einnig að finna danska knattspyrnumanninn Christian Eriksen, sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands í sumar eftir að hafa farið í hjartastopp. Eins hefur nafn Sölva Tryggvasonar oft verið slegið inn. Sölvi var þáttastjórnandi eins vinsælasta hlaðvarps landsins en dró sig úr sviðsljósinu í maí eftir að ásakanir um ofbeldi á hendur honum komu fram. Svo virðist hins vegar sem hann ætli sér að snúa aftur með hlaðvarpið í náinni framtíð. Afþreying Á sviði afþreyingar bar Evrópumótið í fótbolta höfuð og herðar yfir önnur leitarorð og náði leit að því hámarki þegar mótið fór fram í júní, þegar 49.500 manns leituðu að Euro 2020 og 40.500 að Euro 2021. Alls var leitað vel yfir 100 þúsund sinnum að mótinu sjálfu á ensku og íslensku í júní, sem þýðir að þriðji hver landsmaður hefur að meðaltali leitað þegar það fór fram. Kóresku sjónvarpsþættirnir Squid Game komu í öðru sæti og var oftast leitað að þeim í október, ríflega 27 þúsund sinnum. Kvikmyndin Dune kom í þriðja sæti og Eurovision í því fjórða. Stjórnmál Stjórnmál voru fyrirferðarmeiri í leit landans en á meðalári, enda var kosið til Alþingis í haust. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem mest var leitað að yfir árið, eða tæplega þrjú þúsund sinnum á mánuði. Í september, þegar kosningarnar fóru fram, var hins vegar leitað mest að Viðreisn og Samfylkingunni, eða rúmlega 18 þúsund sinnum að hvorum flokki. Flokkur fólksins er sá flokkur sem sá mesta aukningu í leit milli ára, en leitum að flokknum á netinu fjölgaði um 890 prósent. Sá stjórnmálamaður sem mest var leitað að var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en nafn hennar var slegið inn rúmlega 1.500 sinnum á mánuði. Flokksbróðir hennar í Sjálfstæðisflokknum og formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, fylgir fast á hæla hennar með 1.400 leitir á mánuði. Þar á eftir kemur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með 1.300 leitir á mánuði. Flestir stjórnmálamenn voru mest gúgglaðir í aðdraganda kosninganna í september, en nafn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tók kipp í nóvember og var meira leitað að því þá heldur en í september, eftir að tilkynnt hafði verið um skipun hans í embætti heilbrigðisráðherra. Norðvesturkjördæmi var ekki vinsælt á leitarvélinni 2020 (þó var þá leitað 30 sinnum á mánuði) en sló rækilega í gegn á þessu ári með tíföldun leita og Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, var álíka vinsæll á Google í ár og kjördæmið. Fyrirtæki Í samantekt Sahara kemur fram að þau fyrirtæki sem litið hafi verið til hafi aðeins verið lítið brot af heildarfjölda fyrirtækja í landinu. Hins vegar megi reikna með að þau fyrirtæki sem skoðuð voru séu þau sem mest var leitað að á árinu. Ferðaþjónustufyrirtæki komust nær eðlilegu horfi eftir mjög erfitt ár 2020, sem endurspeglast í 58 prósenta fjölgun leita að Icelandair og 1.180 prósenta fjölgun leita að Play, en Play flaug sína fyrstu ferð 24. júní. Á matvörumarkaði fjölgaði leitum að Costco mest eða um 25 prósent, Samkaup næstmest, 19 prósent og Hagkaups þriðja mest, 17 prósent. IKEA var einnig með verulega fjölgun leita eða 25 prósent. Faraldurinn Google gaf ekki upp hversu oft Íslendingar slógu inn orðið „Covid“ í leitarvélina, en ætla má að það hafi verið æði oft. Íslendingar voru áhugasamir um hraðpróf, og leituðu að orðinu rúmlega þrjú þúsund sinnum á mánuði, tvöfalt oftar en PCR-prófum. Þá var leitað að orðinu „bólusetning“ að meðaltali 1.300 sinnum á mánuði. Hér að neðan má sjá frétt um hraðpróf frá því í sumar: Fasteignir og lán Orðið „fasteignir“ var eitt stöðugasta leitarorð landsins í ár, og var 15 prósenta aukning í leit að orðinu frá því í fyrra. Það var gúgglað að meðaltali 17 þúsund sinnum á mánuði. Sömu sögu er ekki að segja um önnur leitarorð í sama flokki, því þau lækkuðu á milli ára. Þannig fækkaði leitum að orðinu „lán“ um ellefu prósent, leitum að húsnæðisláni um átján prósent og leitum að bæði fasteignalánum og vöxtum fækkaði um sjö prósent. Annað Loks er það flokkurinn sem inniheldur leitarorðin sem falla ekki í neinn flokk. Leitum í tengslum við jarðskjálfta fjölgaði eðlilega mikið, enda skalf jörð á Reykjanesskaga í upphafi árs áður en til eldgossins í Fagradalsfjalli kom, 19. mars. Hið sama er uppi á teningnum nú, en leitum að orðinu „jarðskjálfti“ fjölgaði um 83 prósent frá síðasta ári. Orðið „eldgos“ er hins vegar hástökkvari flokksins, með fjölgun leita upp á 535 prósent milli ára. Þá leituðu Íslendingar 76 prósent meira að efnisveitunni OnlyFans í ár heldur en í fyrra. Eins tvöfaldaðist fjöldi leita að eldunargræjunni Air fryer, sem var vinsæl jólagjöf í ár. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu.
Google Fréttir ársins 2021 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira