Hápunktur ársins hjá Anníe Mist var ekki bronsið á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist sem hélt upp á eins árs afmælið sitt í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þú hefðir reitt Anníe Mist Þórisdóttur til reiði ef þú hefðir í upphafi árs talið upp fyrir hana það sem hún svo afrekaði á árinu 2021. Svo mögnuð var endurkoma okkar konu að hún hefði ekki sætt sig við slíkar væntingar fyrir tólf mánuðum síðan. Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira