„Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. janúar 2022 07:00 Þær Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir stýra hlaðvarpinu Norminu. Vísir/Vilhelm Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar. „Ég hef svo ótrúlega oft farið inn í áramót þar sem ég er bara: „Nú fer ég all in! Nú breytist eitthvað.“ Þetta er svo ótrúlega gildishlaðið og það verður alltaf svo mikil pressa. Á sama tíma vill maður samt gera ráð fyrir því að maður geti fengið allt sem maður vill út úr lífinu. Þannig þetta er svo mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum. Metnaðurinn getur verið rólegur,“ segir Eva Mattadóttir. Eva er annar umsjónarmaður hlaðvarpsins Normsins, ásamt Sylvíu Briem Friðjónsdóttur. Í nýjasta þættinum gefa þær góð ráð um það hvernig megi fá sem mest út úr nýju ári án þess að ætla sér of mikið. Þakklæti hækkar tíðnina í líkamanum Það fyrsta sem þær Eva og Sylvía nefna að geti hjálpað manni að ná lengra í lífinu er þakklæti. Þær benda á það að margir áhrifamestu einstaklingar heims hafi talað um þakklæti sem einhvers konar yfirnáttúrulegt tól sem hefur hjálpað þeim að ná árangri. „Við erum oft svo spennt fyrir framtíðinni og að upplifa það þegar draumarnir eru fyrir framan okkur. Það er rosalega spennandi en það er mjög erfitt að vera í deginum í dag þegar manni langar svona rosalega að upplifa djúsinn í framtíðinni. Það er geggjað að hafa djús í framtíðinni en ef þú nýtur ekki dagsins í dag, þá muntu ekki heldur njóta í framtíðinni,“ segir Sylvía og bendir á að þakklæti sé öflugt tól til þess að læra að njóta núlíðandi stundar. Þá hafa vísindin einnig sýnt fram á það að tilfinningar hafi bein áhrif á tíðnina í líkama okkar. Tilfinningar eins og skömm hafi til dæmis lága tíðni, á meðan hamingjuríkar tilfinningar hafi háa tíðni. „Þakklæti er með hæstu tíðina og þegar við erum á hærri tíðni þá erum við með meira aðdráttarafl.“ Mikilvægt að koma auga á það sem maður sjálfur gerir vel Það getur því verið algjört leynivopn að tileinka sér þakklæti á nýju ári. Eva og Sylvía benda á að til þess að koma því upp í vana getur verið sniðugt að hengja það á annan vana sem maður hefur nú þegar. Til dæmis væri hægt að venja sig á það að hugsa um allt það sem maður er þakklátur fyrir á meðan maður burstar tennurnar. Þó svo það sé mikilvægt að þakka fyrir það sem maður á og fær að upplifa, þá er einnig mikilvægt að vera þakklátur fyrir hluti í eigin fari. Alltof margir gleyma að líta inn á við og hrósa sér sjálfum og því getur verið gott að æfa sig í því. „Þetta eru bara vöðvar. Þegar ég er búin að lesa fyrir strákana mína á kvöldin þá spyr ég þá hvað þeir gerðu vel í dag. Annar segir kannski að hann hafi verið góður á æfingu og hinn segist hafa borðað matinn sinn. Þarna eru þeir samt að þjálfa sig í því að verða fljótari að sjá hvað það er sem þeir gera vel í framtíðinni. En það er líka jafn gott fyrir okkur fullorðna fólkið að æfa okkur í þessu,“ segir Sylvía. „Ætla ég að taka enn eitt skrefið í átt að vana sem ég er komin með nóg af?“ Annað atriði sem getur hjálpað manni að fá sem mest út úr árinu er að spyrja sig hvað það er sem maður gæti þurft að laga eftir árið 2021. Þá er átt við hvort við séum með einhverjar slæmar venjur eða hvort það sé eitthvað sem við gætum gert betur. „Þegar ég var í vaktavinnu og var kannski að vinna á nóttunni en ekki á daginn. Þá bara svaf ég sjúklega lengi og fór svo beint að horfa á sjónvarpið þegar ég vaknaði, af því ég var bara að bíða eftir því að þurfa fara vinna. Ég þurfti ekki að hugsa um þetta, ég bara gerði þetta alltaf þangað til ég stoppaði sjálfa mig á miðju gólfi. „Ætlarðu aftur að kveikja á sjónvarpinu? Þú veist alveg hvað það er. Þetta er sama dæmið dag eftir dag, ætlarðu að gera það aftur?“,“ segir Eva. „Stundum þarf bara að stoppa sig í mómentinu, bara líkamlega stoppa sig. Ætla ég að taka enn eitt skrefið í átt að vana sem ég er komin með nóg af og veit að gerir mér enga greiða og býr til kvíða hjá mér eða ætla ég að snúa mér fimm gráður í aðra átt og fara gera eitthvað annað?“ Góð rútína getur skipt sköpum Morgnarnir setja gjarnan tóninn fyrir daginn og því getur skipt sköpum að vera með góðar morgunvenjur og búa sér til morgunrútínu sem hentar þér. Eva og Sylvía nefna nokkur dæmi um góðar morgunvenjur sem hafa hentað þeim. Það er til dæmis að hrista rassinn í takt við góða tónlist og kveikja þannig á hamingjuhormónum í líkamanum. Fá sér ekki kaffi beint á fastandi maga án þess að hafa fitu eða prótein í kaffinu, þess í stað segja þær gott að fá sér volgt vatn á fastandi maga. Þær mæla einnig með því að skvetta köldu vatni á andlitið eða jafnvel fara í kalda sturtu til þess að kveikja á kerfinu. Þá er einnig hægt að taka stutta hugleiðslu, standa á náladýnu, taka bandvefslosun eða gera nokkrar teygjuæfingar. Morgunrútínan þarf þó alls ekki að vera flókin og getur verið passlegt að velja sér eitt til þrjú atriði til þess að tileinka sér. Þá geta góðar venjur á kvöldin einnig skipt sköpum. Þá getur verið ráðlegt að byrja á því að stilla símann á næturstillingu um níu leytið til þess að síminn trufli ekki framleiðslu á þreytuhormóninu. Það getur einnig hjálpað manni að fara í bað með Epsom-salti eða fá sér svokallaðan svefnlatte sem fæst í Bohéme húsinu. Hægðu á þér, þannig nærðu forskoti „Besta ráð sem ég myndi vilja gefa öllum og þá sérstaklega í íslensku samfélagi, er að þegar maður hægir á, þá uppsker maður meira. Maður hefur meira heilarými, maður nýtur betur með fjölskyldunni sinni og maður nýtur sín betur sem einstaklingur og í vinnu og annað og nær að afreka verkefni betur út frá hreinni huga og almennri vellíðan,“ segir Sylvía. Þær benda á að það að slíta sér út í vinnu sé orðið úrelt. Mottóið fyrir árið 2022 ætti að vera að hægja á sér, því þannig nái maður forskoti. „Þó við ætlum að hægja á okkur þá er samt lykilatriði að vera með einhverja stefnu. Mér finnst frábært að skipta markmiðum upp í skammtíma og langtíma. Það er kannski meiri hraði og meiri pressa sem fylgir skammtímamarkmiðunum, því þau eru oft einhver uppbygging fyrir langtímamarkmiðin." „Það eru sjúklega miklir möguleikar þarna úti“ Þá getur jafnvel verið ennþá betra að skipta árinu upp í ársfjórðunga og setja sér markmið og framtíðarsýn fyrir hvern fjórðung. „Ef maður á erfitt með að sjá það fyrir sér hvar maður vill vera eftir þrjá mánuði, þá getur verið gott að hugsa lengra fram í tímann og spyrja sig hvar maður vill vera eftir þrjú ár og hvað þarf þá að gerast fram að því til þess að komast þangað.“ Loks mæla þær með því að ímynda sér að maður sé að setjast niður í lok árs 2022 og sjá fyrir sér hvernig árið leit út og hvað stóð upp úr. Það geti hjálpað manni að sjá fyrir sér hvað maður vill fá út úr árinu. „Aldrei vanmeta máttinn sem þú hefur til þess að taka lífið þitt í nýja átt. Það eru sjúklega miklir möguleikar þarna og þú mátt ekki vanmeta það.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Geðheilbrigði Heilsa Tengdar fréttir „Það er enginn að fara að gefa þér neitt“ „Legðu hluti á þig og gerðu það sem þú þarft að gera til að komast þangað sem þú vilt fara. Í rauninni er enginn eða ekkert sem stoppar þig svo framarlega sem þú veist hvert þú ætlar að fara. Þú þarft að sjá þetta fyrir þér, ég ætla þangað,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. 22. október 2021 13:33 „Þreytandi að það sem á að vera í forgangi mæti alltaf afgangi“ „Þú getur uppfært lífið svo svakalega með því að skoða í hvaða hjólfari er ég? Kannski er ég að gera geggjaða hluti í að leyfa hæfileikum mínum að njóta sín en svo er ég í sama leiðinlega hjólfarinu með samskipti, segir Eva Mattadóttir. 20. júní 2021 07:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég hef svo ótrúlega oft farið inn í áramót þar sem ég er bara: „Nú fer ég all in! Nú breytist eitthvað.“ Þetta er svo ótrúlega gildishlaðið og það verður alltaf svo mikil pressa. Á sama tíma vill maður samt gera ráð fyrir því að maður geti fengið allt sem maður vill út úr lífinu. Þannig þetta er svo mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum. Metnaðurinn getur verið rólegur,“ segir Eva Mattadóttir. Eva er annar umsjónarmaður hlaðvarpsins Normsins, ásamt Sylvíu Briem Friðjónsdóttur. Í nýjasta þættinum gefa þær góð ráð um það hvernig megi fá sem mest út úr nýju ári án þess að ætla sér of mikið. Þakklæti hækkar tíðnina í líkamanum Það fyrsta sem þær Eva og Sylvía nefna að geti hjálpað manni að ná lengra í lífinu er þakklæti. Þær benda á það að margir áhrifamestu einstaklingar heims hafi talað um þakklæti sem einhvers konar yfirnáttúrulegt tól sem hefur hjálpað þeim að ná árangri. „Við erum oft svo spennt fyrir framtíðinni og að upplifa það þegar draumarnir eru fyrir framan okkur. Það er rosalega spennandi en það er mjög erfitt að vera í deginum í dag þegar manni langar svona rosalega að upplifa djúsinn í framtíðinni. Það er geggjað að hafa djús í framtíðinni en ef þú nýtur ekki dagsins í dag, þá muntu ekki heldur njóta í framtíðinni,“ segir Sylvía og bendir á að þakklæti sé öflugt tól til þess að læra að njóta núlíðandi stundar. Þá hafa vísindin einnig sýnt fram á það að tilfinningar hafi bein áhrif á tíðnina í líkama okkar. Tilfinningar eins og skömm hafi til dæmis lága tíðni, á meðan hamingjuríkar tilfinningar hafi háa tíðni. „Þakklæti er með hæstu tíðina og þegar við erum á hærri tíðni þá erum við með meira aðdráttarafl.“ Mikilvægt að koma auga á það sem maður sjálfur gerir vel Það getur því verið algjört leynivopn að tileinka sér þakklæti á nýju ári. Eva og Sylvía benda á að til þess að koma því upp í vana getur verið sniðugt að hengja það á annan vana sem maður hefur nú þegar. Til dæmis væri hægt að venja sig á það að hugsa um allt það sem maður er þakklátur fyrir á meðan maður burstar tennurnar. Þó svo það sé mikilvægt að þakka fyrir það sem maður á og fær að upplifa, þá er einnig mikilvægt að vera þakklátur fyrir hluti í eigin fari. Alltof margir gleyma að líta inn á við og hrósa sér sjálfum og því getur verið gott að æfa sig í því. „Þetta eru bara vöðvar. Þegar ég er búin að lesa fyrir strákana mína á kvöldin þá spyr ég þá hvað þeir gerðu vel í dag. Annar segir kannski að hann hafi verið góður á æfingu og hinn segist hafa borðað matinn sinn. Þarna eru þeir samt að þjálfa sig í því að verða fljótari að sjá hvað það er sem þeir gera vel í framtíðinni. En það er líka jafn gott fyrir okkur fullorðna fólkið að æfa okkur í þessu,“ segir Sylvía. „Ætla ég að taka enn eitt skrefið í átt að vana sem ég er komin með nóg af?“ Annað atriði sem getur hjálpað manni að fá sem mest út úr árinu er að spyrja sig hvað það er sem maður gæti þurft að laga eftir árið 2021. Þá er átt við hvort við séum með einhverjar slæmar venjur eða hvort það sé eitthvað sem við gætum gert betur. „Þegar ég var í vaktavinnu og var kannski að vinna á nóttunni en ekki á daginn. Þá bara svaf ég sjúklega lengi og fór svo beint að horfa á sjónvarpið þegar ég vaknaði, af því ég var bara að bíða eftir því að þurfa fara vinna. Ég þurfti ekki að hugsa um þetta, ég bara gerði þetta alltaf þangað til ég stoppaði sjálfa mig á miðju gólfi. „Ætlarðu aftur að kveikja á sjónvarpinu? Þú veist alveg hvað það er. Þetta er sama dæmið dag eftir dag, ætlarðu að gera það aftur?“,“ segir Eva. „Stundum þarf bara að stoppa sig í mómentinu, bara líkamlega stoppa sig. Ætla ég að taka enn eitt skrefið í átt að vana sem ég er komin með nóg af og veit að gerir mér enga greiða og býr til kvíða hjá mér eða ætla ég að snúa mér fimm gráður í aðra átt og fara gera eitthvað annað?“ Góð rútína getur skipt sköpum Morgnarnir setja gjarnan tóninn fyrir daginn og því getur skipt sköpum að vera með góðar morgunvenjur og búa sér til morgunrútínu sem hentar þér. Eva og Sylvía nefna nokkur dæmi um góðar morgunvenjur sem hafa hentað þeim. Það er til dæmis að hrista rassinn í takt við góða tónlist og kveikja þannig á hamingjuhormónum í líkamanum. Fá sér ekki kaffi beint á fastandi maga án þess að hafa fitu eða prótein í kaffinu, þess í stað segja þær gott að fá sér volgt vatn á fastandi maga. Þær mæla einnig með því að skvetta köldu vatni á andlitið eða jafnvel fara í kalda sturtu til þess að kveikja á kerfinu. Þá er einnig hægt að taka stutta hugleiðslu, standa á náladýnu, taka bandvefslosun eða gera nokkrar teygjuæfingar. Morgunrútínan þarf þó alls ekki að vera flókin og getur verið passlegt að velja sér eitt til þrjú atriði til þess að tileinka sér. Þá geta góðar venjur á kvöldin einnig skipt sköpum. Þá getur verið ráðlegt að byrja á því að stilla símann á næturstillingu um níu leytið til þess að síminn trufli ekki framleiðslu á þreytuhormóninu. Það getur einnig hjálpað manni að fara í bað með Epsom-salti eða fá sér svokallaðan svefnlatte sem fæst í Bohéme húsinu. Hægðu á þér, þannig nærðu forskoti „Besta ráð sem ég myndi vilja gefa öllum og þá sérstaklega í íslensku samfélagi, er að þegar maður hægir á, þá uppsker maður meira. Maður hefur meira heilarými, maður nýtur betur með fjölskyldunni sinni og maður nýtur sín betur sem einstaklingur og í vinnu og annað og nær að afreka verkefni betur út frá hreinni huga og almennri vellíðan,“ segir Sylvía. Þær benda á að það að slíta sér út í vinnu sé orðið úrelt. Mottóið fyrir árið 2022 ætti að vera að hægja á sér, því þannig nái maður forskoti. „Þó við ætlum að hægja á okkur þá er samt lykilatriði að vera með einhverja stefnu. Mér finnst frábært að skipta markmiðum upp í skammtíma og langtíma. Það er kannski meiri hraði og meiri pressa sem fylgir skammtímamarkmiðunum, því þau eru oft einhver uppbygging fyrir langtímamarkmiðin." „Það eru sjúklega miklir möguleikar þarna úti“ Þá getur jafnvel verið ennþá betra að skipta árinu upp í ársfjórðunga og setja sér markmið og framtíðarsýn fyrir hvern fjórðung. „Ef maður á erfitt með að sjá það fyrir sér hvar maður vill vera eftir þrjá mánuði, þá getur verið gott að hugsa lengra fram í tímann og spyrja sig hvar maður vill vera eftir þrjú ár og hvað þarf þá að gerast fram að því til þess að komast þangað.“ Loks mæla þær með því að ímynda sér að maður sé að setjast niður í lok árs 2022 og sjá fyrir sér hvernig árið leit út og hvað stóð upp úr. Það geti hjálpað manni að sjá fyrir sér hvað maður vill fá út úr árinu. „Aldrei vanmeta máttinn sem þú hefur til þess að taka lífið þitt í nýja átt. Það eru sjúklega miklir möguleikar þarna og þú mátt ekki vanmeta það.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Geðheilbrigði Heilsa Tengdar fréttir „Það er enginn að fara að gefa þér neitt“ „Legðu hluti á þig og gerðu það sem þú þarft að gera til að komast þangað sem þú vilt fara. Í rauninni er enginn eða ekkert sem stoppar þig svo framarlega sem þú veist hvert þú ætlar að fara. Þú þarft að sjá þetta fyrir þér, ég ætla þangað,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. 22. október 2021 13:33 „Þreytandi að það sem á að vera í forgangi mæti alltaf afgangi“ „Þú getur uppfært lífið svo svakalega með því að skoða í hvaða hjólfari er ég? Kannski er ég að gera geggjaða hluti í að leyfa hæfileikum mínum að njóta sín en svo er ég í sama leiðinlega hjólfarinu með samskipti, segir Eva Mattadóttir. 20. júní 2021 07:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Það er enginn að fara að gefa þér neitt“ „Legðu hluti á þig og gerðu það sem þú þarft að gera til að komast þangað sem þú vilt fara. Í rauninni er enginn eða ekkert sem stoppar þig svo framarlega sem þú veist hvert þú ætlar að fara. Þú þarft að sjá þetta fyrir þér, ég ætla þangað,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. 22. október 2021 13:33
„Þreytandi að það sem á að vera í forgangi mæti alltaf afgangi“ „Þú getur uppfært lífið svo svakalega með því að skoða í hvaða hjólfari er ég? Kannski er ég að gera geggjaða hluti í að leyfa hæfileikum mínum að njóta sín en svo er ég í sama leiðinlega hjólfarinu með samskipti, segir Eva Mattadóttir. 20. júní 2021 07:00