Ef það er eitt sem við getum verið án ... Ragnar Þór Pétursson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun