„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2022 14:16 Pistill Margrétar hefur vakið mikla athygli og fengið góðan hljómgrunn meðal fólks á Facebook. Þá er pistillinn sá mest lesni á Vísi þessa stundina. Úr einkasafni „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ Þetta segir Margrét Bjarnadóttir listakona í skoðanagrein á Vísi. Margrét hefur verið áberandi í listalífinu um árabil og á ólíkum listformum. Bæði sem danshöfundur, myndlistarkona, rithöfundur auk þess að leika stórt hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum sem Sólveig, eiginkona Finns læknis sem Baltasar Kormákur lék. Hún skrifaði pistilinn fyrst á Facebook um helgina og vakti hann mikil viðbrögð. Þar lýsti hún reiði sem hefði blossað upp innra með sér eftir fréttirnar í síðustu viku þegar fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar vegna ásakana ungrar konu um kynferðisofbeldi. Hún segist hafa fundið til svipaðrar reiði í aðdraganda jólanna þegar hún fór á bar með vinkonum sínum hvar fjölmennur hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, hafi verið staddur. Reiði vegna áreitis karlmannanna sem hún hafi upplifað alltof oft á lífsleiðinni. Pota og káfa Klukkan var um átta að kvöldi þegar vinkonurnar gengu inn á veitingastaðinn, allar með grímur. „Við vorum rétt komnar inn úr dyrunum þegar ókunnugur karlmaður gengur upp að vinkonu minni, dregur niður grímuna hennar og strýkur henni í framan. Hún bandar honum frá sér og okkur er vísað til borðs sem við áttum frátekið, á góðum stað, út af fyrir okkur, með útsýni yfir Austurvöll,“ segir Margrét. Margrét og vinkonur sátu á bar með útsýni yfir Austurvöll þegar karlmennirnir fóru að áreita þær.Vísir/Vilhelm „Vinkona mín fer á barinn til að panta sér drykk og þar sem hún bíður eftir afgreiðslu kemur maður upp að henni og byrjar að pota í hana og vinur hans að káfa á henni. Hún gengur í burtu án þess að ná að panta sér drykk. Við fáum þá að panta drykki frá borðinu okkar þannig að við þurfum ekki að standa við barinn.“ Þær hafi verið búnar að vera á staðnum í þrjár mínútur. Á þeim tíma hafi þremur karlmönnum tekist að hegða sér svona. „Og einmitt, þetta voru bara svona efnaðir, „flottir“ karlar um fimmtugt,“ segir Margrét. Karlmennirnir sem stigu til hliðar í síðustu viku eiga það sameiginlegt að hafa verið áberandi, ýmist í viðskiptalífinu eða í sviðsljósi fjölmiðlanna. Eins og illa skrifuð metoo-sýnidæmi Margrét segir þessa reynslu þó langt í frá hafa verið framandi eða nýja. Hún geti sagt óteljandi sögur af þessum toga. „En kannski af því að ég var ekki að drekka áfengi þetta kvöld og maður hafði ekki farið á barinn lengi og önnur metoo bylgjan hefur verið í gangi, þá var þetta svo ótrúlega skýrt og þolið gagnvart þessu í sögulegu lágmarki. Eins og einhver illa skrifuð metoo–sýnidæmi. Ekkert frumlegt. Og allar þessar bar-senur í gegnum tíðina fóru að rifjast upp, allt óumbeðna káfið, óumbeðnu samtölin og óumbeðnu „af hverju brosirðu ekki? þú ert fallegri þannig“-kommentin og hvað þetta var allt fullkomlega glatað – og er.“ Hvað það sé ótrúlega skrýtið að ekkert hafi breyst eftir alla umræðuna síðustu ár og mánuði. Breytingin virðist allavega ekki hafa ratað á barina. „Að minnsta kosti ekki á barina sem miðaldra karlarnir sækja.“ Eins og margir nenni lítið að setja sig inn í umræðuna Margrét veltir fyrir sér hvort þessi kynslóð karla, sem sé í kringum fimmtugt í dag, eigi sérstaklega erfitt með umræðuna og breytingarnar sem kallað sé eftir í samfélaginu. „Þeir eru ekki ungir – en heldur ekki orðnir gamlir. Þeir eru í hringiðunni, í áhrifastöðum, yfirmenn, stjórnendur fyrirtækja … Þetta er einmitt sú kynslóð karlmanna sem þyrfti að vera sérstaklega meðvituð um kúltúrinn sem hefur fengið að viðgangast og hegðunar- og viðhorfsbreytingarnar sem þurfa að eiga sér stað.“ Annars muni þeir úreldast mjög fljótt. „En ég hef á tilfinningunni að margir nenni lítið að setja sig inn í þetta. Finnst þeir kannski vera þokkalega menntaðir og civiliseraðir og að þetta snerti þá ekkert sérstaklega. Finnst þetta bara vesen, óþægilegt og þreytandi. Þeir eru kannski meðvitaðir um umræðuna en ég hef á tilfinningunni að upplýsinga-upptakan hjá sumum sé mjög grunn og stutt í óþolið – en ef maður hlustar bara með egóinu sínu eða í vörn, þá meðtekur maður ekki neitt. Sumir geta því aldrei fyllilega skilið hvað þarf að breytast. Taka það ekki raunverulega til sín. Þeir geta jafnvel virst meðvitaðir og upplýstir í orði en eru fljótir að missa tökin á borði. Þeim finnst kannski eins og verið sé að taka eitthvað frá þeim. Nú sé þeirra tími. En hvað er raunverulega verið að taka frá þeim?“ spyr Margrét. Tilkall til líkama annarra Hún setur þann augljósa fyrirvara að þó hún sé að alhæfa yfir heila kynslóð þá gildi þetta bara um suma karlmenn. Aðrir taki umræðuna mjög alvarlega og hlusti. Oft sé það þó þannig að þeir sem geri það þurfi síst að taka hlutina til sín. „Reyndar held ég að við þurfum öll að taka umræðuna til okkar og hlusta vandlega vegna þess að þetta snýst ekki bara um að breyta hegðun og viðhorfi, heldur einfaldlega að vera vakandi fyrir henni í samfélaginu og okkar nánasta umhverfi – og fordæma þegar við verðum vitni að þessari gömlu og úreltu hegðun – eða komum auga á hana hjá okkur sjálfum,“ segir Margrét og beinir spjótum sínum aftur að þeim hluta karla sem eigi að taka umræðuna til sín. „Það er eins og þeir skilji ekki hvað er raunverulega átt við þegar talað er um tilkallið sem þeir virðast sjálfkrafa telja sig hafa. Tilkall til líkama annarra, tilkall til samtals, tilkall til athygli, tilkall til aðeins meiri virðingar en konan – bara pínu meiri virðingar. Eins og það sé sjálfsagt og eðlilegt. Þetta tilkall getur verið ótrúlega lúmskt og sumir gera sér jafnvel ekki grein fyrir því að þeim finnist þeir innst inni hafa þetta tilkall. Og svo virðast hlutirnir geta brenglast rækilega í krafti aldurs, stöðu, peninga og valds. Eins og afhjúpaðist svo skýrt nú í lok vikunnar. Áður en þeir vita af eru þeir allsberir í heitum potti með þremur félögum sínum að setja fingur upp í endaþarm ungrar konu sem er jafngömul börnunum þeirra. Þið megið lesa síðustu setningu aftur,“ segir Margrét. Hún hafi tekið eftir því að sumir afgreiði fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. „Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ MeToo Tengdar fréttir Karlmenn sem eiga erfitt með umræðuna Reiðin sem blossaði upp innra með mér eftir fréttir fimmtudagsins er nátengd reiðinni sem ég fann fyrir jól eftir að hafa farið á bar með vinkonum mínum þar sem stór hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, var þegar staddur. 10. janúar 2022 22:02 Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þetta segir Margrét Bjarnadóttir listakona í skoðanagrein á Vísi. Margrét hefur verið áberandi í listalífinu um árabil og á ólíkum listformum. Bæði sem danshöfundur, myndlistarkona, rithöfundur auk þess að leika stórt hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum sem Sólveig, eiginkona Finns læknis sem Baltasar Kormákur lék. Hún skrifaði pistilinn fyrst á Facebook um helgina og vakti hann mikil viðbrögð. Þar lýsti hún reiði sem hefði blossað upp innra með sér eftir fréttirnar í síðustu viku þegar fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar vegna ásakana ungrar konu um kynferðisofbeldi. Hún segist hafa fundið til svipaðrar reiði í aðdraganda jólanna þegar hún fór á bar með vinkonum sínum hvar fjölmennur hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, hafi verið staddur. Reiði vegna áreitis karlmannanna sem hún hafi upplifað alltof oft á lífsleiðinni. Pota og káfa Klukkan var um átta að kvöldi þegar vinkonurnar gengu inn á veitingastaðinn, allar með grímur. „Við vorum rétt komnar inn úr dyrunum þegar ókunnugur karlmaður gengur upp að vinkonu minni, dregur niður grímuna hennar og strýkur henni í framan. Hún bandar honum frá sér og okkur er vísað til borðs sem við áttum frátekið, á góðum stað, út af fyrir okkur, með útsýni yfir Austurvöll,“ segir Margrét. Margrét og vinkonur sátu á bar með útsýni yfir Austurvöll þegar karlmennirnir fóru að áreita þær.Vísir/Vilhelm „Vinkona mín fer á barinn til að panta sér drykk og þar sem hún bíður eftir afgreiðslu kemur maður upp að henni og byrjar að pota í hana og vinur hans að káfa á henni. Hún gengur í burtu án þess að ná að panta sér drykk. Við fáum þá að panta drykki frá borðinu okkar þannig að við þurfum ekki að standa við barinn.“ Þær hafi verið búnar að vera á staðnum í þrjár mínútur. Á þeim tíma hafi þremur karlmönnum tekist að hegða sér svona. „Og einmitt, þetta voru bara svona efnaðir, „flottir“ karlar um fimmtugt,“ segir Margrét. Karlmennirnir sem stigu til hliðar í síðustu viku eiga það sameiginlegt að hafa verið áberandi, ýmist í viðskiptalífinu eða í sviðsljósi fjölmiðlanna. Eins og illa skrifuð metoo-sýnidæmi Margrét segir þessa reynslu þó langt í frá hafa verið framandi eða nýja. Hún geti sagt óteljandi sögur af þessum toga. „En kannski af því að ég var ekki að drekka áfengi þetta kvöld og maður hafði ekki farið á barinn lengi og önnur metoo bylgjan hefur verið í gangi, þá var þetta svo ótrúlega skýrt og þolið gagnvart þessu í sögulegu lágmarki. Eins og einhver illa skrifuð metoo–sýnidæmi. Ekkert frumlegt. Og allar þessar bar-senur í gegnum tíðina fóru að rifjast upp, allt óumbeðna káfið, óumbeðnu samtölin og óumbeðnu „af hverju brosirðu ekki? þú ert fallegri þannig“-kommentin og hvað þetta var allt fullkomlega glatað – og er.“ Hvað það sé ótrúlega skrýtið að ekkert hafi breyst eftir alla umræðuna síðustu ár og mánuði. Breytingin virðist allavega ekki hafa ratað á barina. „Að minnsta kosti ekki á barina sem miðaldra karlarnir sækja.“ Eins og margir nenni lítið að setja sig inn í umræðuna Margrét veltir fyrir sér hvort þessi kynslóð karla, sem sé í kringum fimmtugt í dag, eigi sérstaklega erfitt með umræðuna og breytingarnar sem kallað sé eftir í samfélaginu. „Þeir eru ekki ungir – en heldur ekki orðnir gamlir. Þeir eru í hringiðunni, í áhrifastöðum, yfirmenn, stjórnendur fyrirtækja … Þetta er einmitt sú kynslóð karlmanna sem þyrfti að vera sérstaklega meðvituð um kúltúrinn sem hefur fengið að viðgangast og hegðunar- og viðhorfsbreytingarnar sem þurfa að eiga sér stað.“ Annars muni þeir úreldast mjög fljótt. „En ég hef á tilfinningunni að margir nenni lítið að setja sig inn í þetta. Finnst þeir kannski vera þokkalega menntaðir og civiliseraðir og að þetta snerti þá ekkert sérstaklega. Finnst þetta bara vesen, óþægilegt og þreytandi. Þeir eru kannski meðvitaðir um umræðuna en ég hef á tilfinningunni að upplýsinga-upptakan hjá sumum sé mjög grunn og stutt í óþolið – en ef maður hlustar bara með egóinu sínu eða í vörn, þá meðtekur maður ekki neitt. Sumir geta því aldrei fyllilega skilið hvað þarf að breytast. Taka það ekki raunverulega til sín. Þeir geta jafnvel virst meðvitaðir og upplýstir í orði en eru fljótir að missa tökin á borði. Þeim finnst kannski eins og verið sé að taka eitthvað frá þeim. Nú sé þeirra tími. En hvað er raunverulega verið að taka frá þeim?“ spyr Margrét. Tilkall til líkama annarra Hún setur þann augljósa fyrirvara að þó hún sé að alhæfa yfir heila kynslóð þá gildi þetta bara um suma karlmenn. Aðrir taki umræðuna mjög alvarlega og hlusti. Oft sé það þó þannig að þeir sem geri það þurfi síst að taka hlutina til sín. „Reyndar held ég að við þurfum öll að taka umræðuna til okkar og hlusta vandlega vegna þess að þetta snýst ekki bara um að breyta hegðun og viðhorfi, heldur einfaldlega að vera vakandi fyrir henni í samfélaginu og okkar nánasta umhverfi – og fordæma þegar við verðum vitni að þessari gömlu og úreltu hegðun – eða komum auga á hana hjá okkur sjálfum,“ segir Margrét og beinir spjótum sínum aftur að þeim hluta karla sem eigi að taka umræðuna til sín. „Það er eins og þeir skilji ekki hvað er raunverulega átt við þegar talað er um tilkallið sem þeir virðast sjálfkrafa telja sig hafa. Tilkall til líkama annarra, tilkall til samtals, tilkall til athygli, tilkall til aðeins meiri virðingar en konan – bara pínu meiri virðingar. Eins og það sé sjálfsagt og eðlilegt. Þetta tilkall getur verið ótrúlega lúmskt og sumir gera sér jafnvel ekki grein fyrir því að þeim finnist þeir innst inni hafa þetta tilkall. Og svo virðast hlutirnir geta brenglast rækilega í krafti aldurs, stöðu, peninga og valds. Eins og afhjúpaðist svo skýrt nú í lok vikunnar. Áður en þeir vita af eru þeir allsberir í heitum potti með þremur félögum sínum að setja fingur upp í endaþarm ungrar konu sem er jafngömul börnunum þeirra. Þið megið lesa síðustu setningu aftur,“ segir Margrét. Hún hafi tekið eftir því að sumir afgreiði fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. „Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“
MeToo Tengdar fréttir Karlmenn sem eiga erfitt með umræðuna Reiðin sem blossaði upp innra með mér eftir fréttir fimmtudagsins er nátengd reiðinni sem ég fann fyrir jól eftir að hafa farið á bar með vinkonum mínum þar sem stór hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, var þegar staddur. 10. janúar 2022 22:02 Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Karlmenn sem eiga erfitt með umræðuna Reiðin sem blossaði upp innra með mér eftir fréttir fimmtudagsins er nátengd reiðinni sem ég fann fyrir jól eftir að hafa farið á bar með vinkonum mínum þar sem stór hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, var þegar staddur. 10. janúar 2022 22:02
Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14
Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40