Sættir þú þig við 3000 evrur útborgaðar þegar þú átt að fá 4500 evrur útborgaðar? Ólafur Örn Jónsson skrifar 12. janúar 2022 11:01 Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar. Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum. Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur. Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár. Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar. Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar. Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum. Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur. Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár. Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar. Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar