Stjórn í sálarkreppu Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 14. janúar 2022 07:00 Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar