Ekki kasta krónunni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:30 Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Alþingi Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun