Þungavigtin: Mómentið er núna fyrir Dag Sig að taka við íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Þungavigtin Guðmundur Guðmundsson gerði frábæra hluti með íslenska handboltalandsliðið á Evrópumótinu í síðasta mánuði en hann er ekki kominn með nýjan samning. Landsliðsþjálfarastaðan var til umræðu í nýjasta þættinum af Þungavigtinni þar sem Seinni bylgju sérfræðingurinn Theódór Ingi Pálmason var gestur þáttarins. Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Þungavigtin Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Þungavigtin Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira