Ruddinn út úr kirkjum landsins og Roter Traubensaft inn Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2022 07:00 Í síðasta Verbúðarþætti brutust aðalpersónur inn í kirkju plássins, varalituðu Jesús á altaristöflunni, krotuðu á hann brjóst og höfðu með sér flöskur af messuvíni. Kirkjunnar fólk telur að það hljóti að hafa verið klént fyllerí, ef það átti að byggjast á því glundri sem messuvín var og er. rúv/skjáskot/aðsend Messuvínið var á árum áður torkennilegur ruddi, samansull misgóðra vína en nú er öldin önnur. Nú er það Roter Traubensaft sem er hið vígða vín sem notuð er við sakramenti. Þetta segir Pétur Markan biskupsritari í samtali við Vísi. Í takti við breytta tíma sé óáfengur safinn að taka yfir. Sóknarprestar hafi með höndum hvernig þessu er háttað og sumir vilji halda í hefðina, að vín sé notað við sakramenti en þá sé það yfirleitt púrtvín sem notað er. Enn og aftur vekja sjónvarpsþættirnir Verbúðin upp umræður um þætti sem snúa að þessari litlu þjóð hér norður við Íshaf að fornu og nýju. Nú er það messuvínið, hið vígða vín – blóð Krists. Í síðasta þætti fóru aðalpersónurnar, eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Sæfangs á húrrandi fyllerí og fóru meðal annars inn í kirkjuna og gerðu þar strandhögg í messuvínbirgðum kirkjunnar til að hella uppá sig. Klippa: Þegar messuvíninu var stolið í Verbúðinni Nokkrir kirkjunnar menn hafa bent á að á þeim tíma sem þættirnir eiga að gerast þá hafi nú ekki verið mikið vit í því að hella því í sig, ekki til að víma sig. Þetta hafi verið torkennilegt sull þar sem hálfskemmdu rauðvíni var blandað saman við sjérrí. Edda Möller, framkvæmdastjóri Kirkjuhúss er hafsjór fróðleiks um messuvín.pétur markan Sem svo vekur upp þá spurningu hvernig þessum málum er háttað í dag? Pétur Markan biskupsritari segist ekki rétti maðurinn til að upplýsa um hvernig í pottinn er búið með hið vígða vín. Sú sem allt viti um það er Edda Möller framkvæmdastjóri Kirkjuhússins og Skálholtsútgáfunnar. Þar er ekki komið að tómum kofanum. Edda útskýrir að fram hafi farið mikil umræða fyrir nokkru, gagnrýni á að áfengt vín væri við athafnir kirkjunnar. Edda segir að ýmsum prestum hafi þótt það fáránlegt því ekki væri vín nema áfengt sé. Feykilega gott óáfengt vín Að sögn Eddu lætur Kirkjuhúsið nú framleiða fyrir sig eðaldrykk í Austurríki til þessara nota. „Hjá honum Hubert Sandhover. Roter Traubensaft er að sögn algjör eðaldrykkur og fellur vel í kramið við altarisgöngu dagsins í dag. Ekki þarf lengur við altarisgöngu að súpa á torkennilegum drykk sem messuvínið var. aðsend Hann kemur oft hingað, talar ágæta íslensku og er kærastinn hennar Kristínar Gunnlaugs listakonu sem hefur meðal annars málað ikona sem finna má í Hallgrímskirkju. Þetta er alvöru vín frá honum sem líka er selt í ríkinu,“ segir Edda sem er greinilega hafsjór fróðleiks um vín. Edda útskýrir að þrátt fyrir mótbárur ýmissa presta þá afalkóhólíseri Hubert vín fyrir kirkjur sem ekki vilja bjóða upp á áfengt vín í altarisgöngum. „Þetta er framleiðsla úr ferskum pressuðum rauðum vínberjum, gerilsneidd eins og mjólkin íslenska. Þetta framleiðir hann fyrir okkur og mörg lönd, gríðarlega gott óáfengt vín (innan gæsalappa) og mikill léttir að geta selt það.“ Edda segir að hið óáfenga vín komi í litlum flöskum og lítil hætta sé á að þetta skemmist, það sé svo gott að þetta megi þamba. Að sögn þeirra Péturs og Eddu hefur reyndar ekki verið mikið um altarisgöngur á Covid-tímum en það horfi til betri vegar. Edda segist ekki hafa hugmynd um það hvort einhverjir sóknarprestar séu með púrtara eða rauðvín, til að viðhalda þeirri hefð að hafa vígt áfengt vín sem felur í sér hinn heilaga anda. „En það segir ekkert til um það í biblíunni að vín þurfi að vera áfengt,“ segir Edda. Sem á reyndar í erfiðleikum með að skilgreina hvort óáfengt vín teljist vín yfirhöfuð. Ruddaskapur, viðbjóður og fíflagangur Umræðuna sem vísað er til fyrr í þessari grein er að finna á Facebook-vegg gagnrýnandans Jóns Viðars Jónssonar sem sparar sig hvergi í að sparka í þættina við talsverðar óvinsældir. Hann á sér ekki mörg skoðanasystkini í þeirri afstöðu sinni en setur það ekki fyrir sig. Nema síður sé. Jón Viðar hefur ekki sparað sig við að úthúða Verbúð sem honum finnst ruddalegur fíflaskapur: „Fyrst löng fylleríssena sem endar með því að liðið brýst inn í kirkju að stela messuvíni og hendir sér svo allsbert í sjóinn eins og í amerískri unglingamynd. „Verbúð kvöldsins sýndi íslenska sjónvarpsleiklist rísa í hæstu hæðir. Og hvað er hægt að biðja um það betra?“ spyr Jón Viðar háðskur og rekur efni þáttarins: „Fyrst löng fylleríssena sem endar með því að liðið brýst inn í kirkju að stela messuvíni og hendir sér svo allsbert í sjóinn eins og í amerískri unglingamynd (nektin sem sagt á sínum stað), svo tvær samfarasenur (að vísu í styttri kantinum) og að lokum eitt stykki dramatískt dauðaslys með tilheyrandi veinum og sorgartónlist - en kannski var Björn Hlynur bara orðinn leiður á hlutverkinu og vildi láta skrifa sig út til að geta leikið frekar í útlöndum. Lái honum það hver sem vill, ekki geri ég það. En hann lék líkið mjög eftirminnilega.“ Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata er ekki til í að kaupa þetta og segir það meðal hlutverk listarinnar að opna augu fólks fyrir ýmsum samfélagslegum málum, svo sem kvótakerfinu. Jón Viðar segir það sjónarmið en telur að kvótakerfið muni lifa þessa seríu af. „Hún er öll á það lágu plani sem listaverk að hún snertir engan djúpt og mun gleymast fljótt, sama hvað líður öllum viðurkenningum. Eins og bæði Ófærð og Katla og margt margt fleira.“ Hann segir Söru frjálst að vera sér ósammála en hann hafi ekki komið auga á annan tilgang með Verbúð en þann að ganga fram af fólki með alls kyns smekkleysum, ruddaskap, viðbjóði og hreinum fíflagangi. „Hafi þau ætlað sér að sýna raunsæja mynd af fólki og lífi á landsbyggðinni á þessum árum þá hefur þeim mistekist það herfilega.“ Ónýtu rauðvíni hellt í messuvínsámu ÁTVR Hvað sem segja má um hlutverk listarinnar, það sígilda umræðuefni, þá er veigur í innleggjum tveggja kirkjunnar manna sem setja fram athyglisverðar sagnfræðilegar upplýsingar er varða messuvínið. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kirkjunnar segir veika hlekkinn þann hversu illa aðstandendur Verbúðar eru að sér um það. Prestarnir Örn Bárður og Steinunn Arnþrúður vekja athygli á afar athyglisverðum upplýsingum um blessað messuvínið. „Rauðvín var hvorki geymt í kirkjum né brúkað sem messuvín af þeirri einföldu ástæðu að þegar aðeins þarf lítið vín í hvert sinn þá skemmist afgangurinn. Og á þessum árum seldi ATVR einhvern hálfsætan púrtvín/sjerrí rudda sem hét einfaldlega messuvín. Hugsa að flestir hefðu frekar valið landa til að drekka sem partýdrykk,“ bendir séra Steinunn Arnþrúður á. Edda Möller segir þetta laukrétt hjá Séra Steinunni Arnþrúði og einnig það sem Séra Örn Bárður Jónsson hefur um þetta að segja. En hann setur á athyglisverða ræðu um messuvínið sem framleitt var af ÁTVR á sínum tíma. Úr síðasta Verbúðar-þætti en aðalpersónurnar fóru á húrrandi fyllerí í plássinu, brutust inn í kirkju staðarins og náðu sér þar í messuvín, sem kirkjunnar menn segja nú ekki vel til þess fallið að efla partí-ið, nema síður sé. „Í sumum tilfellum fór í það rauðvín sem hafði kannski frosið á leiðinni til Íslands og misst gæði eða skaðast af öðrum ástæðum, eða vín sem tekið var af smyglurum. Því var hellt í messuvínsámuna hjá ÁTVR í Rvk.“ Torkennileg blanda Séra Örn Bárður rekur að þá hafi þurft að bæta sætu víni við svo sem sherry, púrtvíni, madeira og jafnvel koníaki. „Úr einhverri slíkri blöndu var messuvínið búið til og selt kirkjunni á gjafverði en kaupandi þurfti bevís frá prestinum til að mega kaupa það.“ Messuvín og þau vín sem hér voru nefnd að framan eru því styrkt rauðvín og það var gert hér áður fyrr þegar vín voru drukkin af áhöfnum á skipum sem voru lengi í hafi, að sögn Arnar Bárðar. „Það geymdist betur um borð í seglskipunum forðum vegna aukins spíra. Svo geymdist það líka vel í köldum kirkjum á Íslandi.“ Af þessu má ráða að hið torkennilega sull sem messuvínið var á 9. áratugnum hafi ekki verið gott til að viðhalda vímunni en sennilega betra en óáfengt Roten Traubensaft, sem nú er ráðandi drykkur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan Fíkn Áfengi og tóbak Kvikmyndagerð á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Sjá meira
Þetta segir Pétur Markan biskupsritari í samtali við Vísi. Í takti við breytta tíma sé óáfengur safinn að taka yfir. Sóknarprestar hafi með höndum hvernig þessu er háttað og sumir vilji halda í hefðina, að vín sé notað við sakramenti en þá sé það yfirleitt púrtvín sem notað er. Enn og aftur vekja sjónvarpsþættirnir Verbúðin upp umræður um þætti sem snúa að þessari litlu þjóð hér norður við Íshaf að fornu og nýju. Nú er það messuvínið, hið vígða vín – blóð Krists. Í síðasta þætti fóru aðalpersónurnar, eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Sæfangs á húrrandi fyllerí og fóru meðal annars inn í kirkjuna og gerðu þar strandhögg í messuvínbirgðum kirkjunnar til að hella uppá sig. Klippa: Þegar messuvíninu var stolið í Verbúðinni Nokkrir kirkjunnar menn hafa bent á að á þeim tíma sem þættirnir eiga að gerast þá hafi nú ekki verið mikið vit í því að hella því í sig, ekki til að víma sig. Þetta hafi verið torkennilegt sull þar sem hálfskemmdu rauðvíni var blandað saman við sjérrí. Edda Möller, framkvæmdastjóri Kirkjuhúss er hafsjór fróðleiks um messuvín.pétur markan Sem svo vekur upp þá spurningu hvernig þessum málum er háttað í dag? Pétur Markan biskupsritari segist ekki rétti maðurinn til að upplýsa um hvernig í pottinn er búið með hið vígða vín. Sú sem allt viti um það er Edda Möller framkvæmdastjóri Kirkjuhússins og Skálholtsútgáfunnar. Þar er ekki komið að tómum kofanum. Edda útskýrir að fram hafi farið mikil umræða fyrir nokkru, gagnrýni á að áfengt vín væri við athafnir kirkjunnar. Edda segir að ýmsum prestum hafi þótt það fáránlegt því ekki væri vín nema áfengt sé. Feykilega gott óáfengt vín Að sögn Eddu lætur Kirkjuhúsið nú framleiða fyrir sig eðaldrykk í Austurríki til þessara nota. „Hjá honum Hubert Sandhover. Roter Traubensaft er að sögn algjör eðaldrykkur og fellur vel í kramið við altarisgöngu dagsins í dag. Ekki þarf lengur við altarisgöngu að súpa á torkennilegum drykk sem messuvínið var. aðsend Hann kemur oft hingað, talar ágæta íslensku og er kærastinn hennar Kristínar Gunnlaugs listakonu sem hefur meðal annars málað ikona sem finna má í Hallgrímskirkju. Þetta er alvöru vín frá honum sem líka er selt í ríkinu,“ segir Edda sem er greinilega hafsjór fróðleiks um vín. Edda útskýrir að þrátt fyrir mótbárur ýmissa presta þá afalkóhólíseri Hubert vín fyrir kirkjur sem ekki vilja bjóða upp á áfengt vín í altarisgöngum. „Þetta er framleiðsla úr ferskum pressuðum rauðum vínberjum, gerilsneidd eins og mjólkin íslenska. Þetta framleiðir hann fyrir okkur og mörg lönd, gríðarlega gott óáfengt vín (innan gæsalappa) og mikill léttir að geta selt það.“ Edda segir að hið óáfenga vín komi í litlum flöskum og lítil hætta sé á að þetta skemmist, það sé svo gott að þetta megi þamba. Að sögn þeirra Péturs og Eddu hefur reyndar ekki verið mikið um altarisgöngur á Covid-tímum en það horfi til betri vegar. Edda segist ekki hafa hugmynd um það hvort einhverjir sóknarprestar séu með púrtara eða rauðvín, til að viðhalda þeirri hefð að hafa vígt áfengt vín sem felur í sér hinn heilaga anda. „En það segir ekkert til um það í biblíunni að vín þurfi að vera áfengt,“ segir Edda. Sem á reyndar í erfiðleikum með að skilgreina hvort óáfengt vín teljist vín yfirhöfuð. Ruddaskapur, viðbjóður og fíflagangur Umræðuna sem vísað er til fyrr í þessari grein er að finna á Facebook-vegg gagnrýnandans Jóns Viðars Jónssonar sem sparar sig hvergi í að sparka í þættina við talsverðar óvinsældir. Hann á sér ekki mörg skoðanasystkini í þeirri afstöðu sinni en setur það ekki fyrir sig. Nema síður sé. Jón Viðar hefur ekki sparað sig við að úthúða Verbúð sem honum finnst ruddalegur fíflaskapur: „Fyrst löng fylleríssena sem endar með því að liðið brýst inn í kirkju að stela messuvíni og hendir sér svo allsbert í sjóinn eins og í amerískri unglingamynd. „Verbúð kvöldsins sýndi íslenska sjónvarpsleiklist rísa í hæstu hæðir. Og hvað er hægt að biðja um það betra?“ spyr Jón Viðar háðskur og rekur efni þáttarins: „Fyrst löng fylleríssena sem endar með því að liðið brýst inn í kirkju að stela messuvíni og hendir sér svo allsbert í sjóinn eins og í amerískri unglingamynd (nektin sem sagt á sínum stað), svo tvær samfarasenur (að vísu í styttri kantinum) og að lokum eitt stykki dramatískt dauðaslys með tilheyrandi veinum og sorgartónlist - en kannski var Björn Hlynur bara orðinn leiður á hlutverkinu og vildi láta skrifa sig út til að geta leikið frekar í útlöndum. Lái honum það hver sem vill, ekki geri ég það. En hann lék líkið mjög eftirminnilega.“ Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata er ekki til í að kaupa þetta og segir það meðal hlutverk listarinnar að opna augu fólks fyrir ýmsum samfélagslegum málum, svo sem kvótakerfinu. Jón Viðar segir það sjónarmið en telur að kvótakerfið muni lifa þessa seríu af. „Hún er öll á það lágu plani sem listaverk að hún snertir engan djúpt og mun gleymast fljótt, sama hvað líður öllum viðurkenningum. Eins og bæði Ófærð og Katla og margt margt fleira.“ Hann segir Söru frjálst að vera sér ósammála en hann hafi ekki komið auga á annan tilgang með Verbúð en þann að ganga fram af fólki með alls kyns smekkleysum, ruddaskap, viðbjóði og hreinum fíflagangi. „Hafi þau ætlað sér að sýna raunsæja mynd af fólki og lífi á landsbyggðinni á þessum árum þá hefur þeim mistekist það herfilega.“ Ónýtu rauðvíni hellt í messuvínsámu ÁTVR Hvað sem segja má um hlutverk listarinnar, það sígilda umræðuefni, þá er veigur í innleggjum tveggja kirkjunnar manna sem setja fram athyglisverðar sagnfræðilegar upplýsingar er varða messuvínið. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kirkjunnar segir veika hlekkinn þann hversu illa aðstandendur Verbúðar eru að sér um það. Prestarnir Örn Bárður og Steinunn Arnþrúður vekja athygli á afar athyglisverðum upplýsingum um blessað messuvínið. „Rauðvín var hvorki geymt í kirkjum né brúkað sem messuvín af þeirri einföldu ástæðu að þegar aðeins þarf lítið vín í hvert sinn þá skemmist afgangurinn. Og á þessum árum seldi ATVR einhvern hálfsætan púrtvín/sjerrí rudda sem hét einfaldlega messuvín. Hugsa að flestir hefðu frekar valið landa til að drekka sem partýdrykk,“ bendir séra Steinunn Arnþrúður á. Edda Möller segir þetta laukrétt hjá Séra Steinunni Arnþrúði og einnig það sem Séra Örn Bárður Jónsson hefur um þetta að segja. En hann setur á athyglisverða ræðu um messuvínið sem framleitt var af ÁTVR á sínum tíma. Úr síðasta Verbúðar-þætti en aðalpersónurnar fóru á húrrandi fyllerí í plássinu, brutust inn í kirkju staðarins og náðu sér þar í messuvín, sem kirkjunnar menn segja nú ekki vel til þess fallið að efla partí-ið, nema síður sé. „Í sumum tilfellum fór í það rauðvín sem hafði kannski frosið á leiðinni til Íslands og misst gæði eða skaðast af öðrum ástæðum, eða vín sem tekið var af smyglurum. Því var hellt í messuvínsámuna hjá ÁTVR í Rvk.“ Torkennileg blanda Séra Örn Bárður rekur að þá hafi þurft að bæta sætu víni við svo sem sherry, púrtvíni, madeira og jafnvel koníaki. „Úr einhverri slíkri blöndu var messuvínið búið til og selt kirkjunni á gjafverði en kaupandi þurfti bevís frá prestinum til að mega kaupa það.“ Messuvín og þau vín sem hér voru nefnd að framan eru því styrkt rauðvín og það var gert hér áður fyrr þegar vín voru drukkin af áhöfnum á skipum sem voru lengi í hafi, að sögn Arnar Bárðar. „Það geymdist betur um borð í seglskipunum forðum vegna aukins spíra. Svo geymdist það líka vel í köldum kirkjum á Íslandi.“ Af þessu má ráða að hið torkennilega sull sem messuvínið var á 9. áratugnum hafi ekki verið gott til að viðhalda vímunni en sennilega betra en óáfengt Roten Traubensaft, sem nú er ráðandi drykkur í kirkjum landsins.
Þjóðkirkjan Fíkn Áfengi og tóbak Kvikmyndagerð á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Sjá meira