Matur

Maturinn á Super Bowl: Vængirnir étnir í tonnatali

Samúel Karl Ólason skrifar
Eins og glögglega sést á myndum frá því í gærkvöldi var metnaðurinn mikill.
Eins og glögglega sést á myndum frá því í gærkvöldi var metnaðurinn mikill.

Eins og undanfarin ár fylgdust fjölmargir Íslendingar með Los Angeles Rams sigra Cincinnati Bengals í Super Bowl í gærkvöldi og í nótt. Það er þó ekki öllum auðvelt að vaka svona langt fram á nótt og til þess þarf oft mikla orku.

Þar sitja Íslendingar ekki ráðalausir og virðast þeir hafa dælt í sig kjúklingavængjum og annars konar mat í nótt. Matvælin voru af ýmsum toga og miðað við tíst gærkvöldsins var oft mikill metnaður lagt í matreiðsluna og framsetninguna, sem skiptir auðvitað höfuðmáli.

Sjá einnig: Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Metnaðurinn í Íslendingum þegar kemur að kræsingum með Super Bowl verður meiri með hverju árinu sem líður.

Hér að neðan má sjá myndir af hnossgætinu í fyrra.

Hér að neðan má svo sjá hluta þess sem Íslendingar stærðu sig af með #NFLisland í gærkvöldi og í nótt. Tístin eru ekki í neinni sérstakri röð.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Íslendingar flýja vonda veðrið

Svo virðist sem allir og amma þeirra séu erlendis þessa dagana. Kannski ekki skrítið að fólk stökkvi upp í flugvél þegar veðrið er svona leiðinlegt hér á klakanum. 

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Super Bowl var í gær og LA Rams urðu meistarar NFL-deildarinnar. Það er þó fyrir mörgum aukaatriði en auk þess að vera úrslitaleikurinn í NFL-deildinni er hann einnig mjög mikilvægur fyrirtækjum og auglýsingastofum.

Hálfleikssýning Ofurskálarinnar vakti upp mikla nostalgíu

Ofurskálin fór fram um helgina og var það var stórskotaliðið Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar sem sáu um skemmtiatriðið í hálfleik. Enginn annar en 50 cent mætti sem óvæntur gestur í atriðinu og Anderson .Paak birtist líka. 

Kafað í fyrstu stiklu Rings of Power

Amazon Studios birtu í gær fyrstu stiklu nýrra þátta sem gerast í söguheimi Hringadróttinssögu. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.