Jón Axel búinn að græja veitingastað í Bologna Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 10:01 Jón Axel Guðmundsson á ferðinni gegn Ítalíu í gær. Hann naut þess að spila fyrir framan fullan sal af fólki heima á Íslandi, eftir langa bið. VÍSIR/BÁRA Jón Axel Guðmundsson er á leið til Bologna á Ítalíu, þar sem hann spilaði fyrri hluta leiktíðar, til að mæta Ítölum öðru sinni í undankeppni HM í körfubolta. Ísland vann þegar liðin mættust í Ólafssal í gær í tvíframlengdum trylli. „Þetta er mjög stórt en á sama tíma þurfum við að reyna að róa okkur niður og koma tilbúnir aftur á sunnudaginn,“ sagði Jón Axel við Vísi í gærkvöld, eftir sigurinn magnaða á Ítalíu, og bætti við: „En þetta er risastórt fyrir Íslands hönd. Þetta er eitt stærsta liðið í heimi og þeir voru að spila á Ólympíuleikunum í fyrrasumar, margir af þessum gæjum sem spiluðu núna, þannig að þetta er risastórt fyrir svona litla þjóð eins og Ísland.“ Klippa: Jón Axel eftir sigurinn gegn Ítalíu Jón Axel naut þess í botn að spila fyrir framan fullan Ólafssal í Hafnarfirði í gærkvöld en nú er förinni heitið til Bologna þar sem hann lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta leiktíðar. Má þá ekki slá því föstu að hann taki að sér leiðsögn í borginni? „Þarf maður ekki að reyna að gera eitthvað? Koma okkur saman, fá „recovery“ og borða góðan mat. Fyrirliðinn í liðinu sem ég var með þarna úti var að senda á mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að kíkja á veitingastaðinn hjá honum. Við förum í góða máltíð þarna,“ sagði Jón Axel léttur í bragði. Hann skoraði 11 stig og tók átta fráköst í gærkvöld, og var algjörlega óhræddur við að taka af skarið þegar spennan var sem mest undir lok leiks og í framlengingunum: „Við erum allir vanir þessu, búnir að spila upp alla yngri flokka í jöfnum leikjum og þetta er ekkert öðruvísi. Áhorfendur gefa manni líka extra „búst“ svo það er mikilvægt að fá svona heimaleiki og geta spilað á Íslandi, því það vita allir að þegar það er stórmót þá kemur öll íslenska þjóðin saman og styður við bakið á öllum mönnum,“ sagði Jón Axel en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Þetta er mjög stórt en á sama tíma þurfum við að reyna að róa okkur niður og koma tilbúnir aftur á sunnudaginn,“ sagði Jón Axel við Vísi í gærkvöld, eftir sigurinn magnaða á Ítalíu, og bætti við: „En þetta er risastórt fyrir Íslands hönd. Þetta er eitt stærsta liðið í heimi og þeir voru að spila á Ólympíuleikunum í fyrrasumar, margir af þessum gæjum sem spiluðu núna, þannig að þetta er risastórt fyrir svona litla þjóð eins og Ísland.“ Klippa: Jón Axel eftir sigurinn gegn Ítalíu Jón Axel naut þess í botn að spila fyrir framan fullan Ólafssal í Hafnarfirði í gærkvöld en nú er förinni heitið til Bologna þar sem hann lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta leiktíðar. Má þá ekki slá því föstu að hann taki að sér leiðsögn í borginni? „Þarf maður ekki að reyna að gera eitthvað? Koma okkur saman, fá „recovery“ og borða góðan mat. Fyrirliðinn í liðinu sem ég var með þarna úti var að senda á mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að kíkja á veitingastaðinn hjá honum. Við förum í góða máltíð þarna,“ sagði Jón Axel léttur í bragði. Hann skoraði 11 stig og tók átta fráköst í gærkvöld, og var algjörlega óhræddur við að taka af skarið þegar spennan var sem mest undir lok leiks og í framlengingunum: „Við erum allir vanir þessu, búnir að spila upp alla yngri flokka í jöfnum leikjum og þetta er ekkert öðruvísi. Áhorfendur gefa manni líka extra „búst“ svo það er mikilvægt að fá svona heimaleiki og geta spilað á Íslandi, því það vita allir að þegar það er stórmót þá kemur öll íslenska þjóðin saman og styður við bakið á öllum mönnum,“ sagði Jón Axel en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira