Rússar standi ekki við loforð um útgönguleiðir Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 06:29 Gennady Laguta er svæðisstjóri Kherson Facebook Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Það helsta sem er að gerast: Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas. Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín. Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd. NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu. Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram. Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina. Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til. Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Það helsta sem er að gerast: Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas. Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín. Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd. NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu. Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram. Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina. Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til. Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Sjá meira