Öflug bráðagreining um land allt: Bráð veikindi á landsbyggðinni Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun