Falsspámenn frelsisins Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 11. mars 2022 07:30 Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun