Ferskir vindar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. mars 2022 08:30 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun