Blóðugt ofbeldi í mexíkóskum fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. mars 2022 14:30 Frá slagsmálum stuðningsmanna Querétaro og Atlas. MANUEL VELASQUEZ/GETTY IMAGES Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í blóðugum átökum sem brutust út á fótboltaleik þar í landi um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur. Mexíkó Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur.
Mexíkó Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira