Vont, verra eða versta námslánakerfið? Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:30 Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun