Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. mars 2022 16:30 Eyðileggingin í Maríupól er gríðarleg. Stringer/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira