Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2022 12:03 Úkraínskir hermenn í Kænugarði. EPA/ATEF SAFADI Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14
Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31
Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01