Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2022 19:29 Rússaher hefur mætt mikilli mótspyrnu almennra borgara víða um Úkraínu. EPA/SERGEI ILNITSKY Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. Rússar hafa tekið völd í borginni og handtóku borgarstjórann, við lítinn fögnuð íbúa Slavútítsj. Fjöldi fólks kom saman á aðaltorgi borgarinnar, óvopnað, til þess að mótmæla handtöku Júrí Fomitsjev og veru rússneskra hersveita í bænum. Samkvæmt Guardian reyndu hermenn að leysa upp mótmælin með því að skjóta upp í loft úr byssum sínum og nota hvellsprengjur. Það hafi hins vegar haft allt annað en tilætluð áhrif, og orðið þess valdandi að mótmælin urðu fjölmennari. Að endingu hafi borgarstjóranum verið sleppt úr haldi og herinn gert samkomulag við borgina um að fara þaðan, ef íbúar myndu afhenda borgarstjóranum vopn sín. Þó var undanþága gerð fyrir þá sem eiga veiðiriffla. Fomitsjev ku hafa sagt mótmælendum að með þessu vildu Rússar tryggja að enginn frá úkraínska hernum væri í borginni. Málið er enn eitt dæmi þeirrar miklu mótspyrnu sem rússneski innrásarherinn hefur mætt frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Rússar hafa tekið völd í borginni og handtóku borgarstjórann, við lítinn fögnuð íbúa Slavútítsj. Fjöldi fólks kom saman á aðaltorgi borgarinnar, óvopnað, til þess að mótmæla handtöku Júrí Fomitsjev og veru rússneskra hersveita í bænum. Samkvæmt Guardian reyndu hermenn að leysa upp mótmælin með því að skjóta upp í loft úr byssum sínum og nota hvellsprengjur. Það hafi hins vegar haft allt annað en tilætluð áhrif, og orðið þess valdandi að mótmælin urðu fjölmennari. Að endingu hafi borgarstjóranum verið sleppt úr haldi og herinn gert samkomulag við borgina um að fara þaðan, ef íbúar myndu afhenda borgarstjóranum vopn sín. Þó var undanþága gerð fyrir þá sem eiga veiðiriffla. Fomitsjev ku hafa sagt mótmælendum að með þessu vildu Rússar tryggja að enginn frá úkraínska hernum væri í borginni. Málið er enn eitt dæmi þeirrar miklu mótspyrnu sem rússneski innrásarherinn hefur mætt frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rúmum mánuði síðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05
Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01