Vottaður sérfræðingur, hvað þýðir það? Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 28. mars 2022 08:30 Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun