Ef að Twitter væri partí Þórarinn Hjartarson skrifar 28. mars 2022 09:01 Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa. Twittermanneskjan hvetur til umræðu en með ákveðnum fyrirvara. Hún dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu. Twittermanneskjan beinir kastljósinu að sjálfri sér með því að benda á hamfarir út í heimi og lýsa því yfir hvað henni þykir það miður. Það afsakar aðgerðarleysi en gerir hana samtímis að hetju. Það er mikilvægt fyrir gesti að vera á tánum. Reglur þessa samkvæmis taka sífelldum breytingum. Það sem var í lagi í einu sinni getur varðað brottvísun hvenær sem er. Grínistinn David Chapelle segir að Twitter sé ekki raunverulegur staður. Það er rétt. En miðillinn hefur raunverulegar afleiðingar. Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu. Nýlega var athygli twittermanneskjunnar beint að útvarpsmanni. Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er twittermanneskjunni huglæg. Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug. Þversögnin er sú að twittermanneskjan talar einnig fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla og að þeir sem að leiðist út í neyslu fái viðeigandi aðstoð til þess að vinna úr sínum málum. Þeim skal hins vegar ekki fyrirgefið að hafa komið ömurlega fram við maka sinn fyrir rúmum áratug. Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar. Það virðist aldrei ætla að hætta að koma fólki á óvart að einungis hávær minnihluti er sammála twittermanneskjunni þegar til kastanna kemur. Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega. Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lýgilega lélega tónlist og uppskáru afhroð. Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa. Twittermanneskjan hvetur til umræðu en með ákveðnum fyrirvara. Hún dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu. Twittermanneskjan beinir kastljósinu að sjálfri sér með því að benda á hamfarir út í heimi og lýsa því yfir hvað henni þykir það miður. Það afsakar aðgerðarleysi en gerir hana samtímis að hetju. Það er mikilvægt fyrir gesti að vera á tánum. Reglur þessa samkvæmis taka sífelldum breytingum. Það sem var í lagi í einu sinni getur varðað brottvísun hvenær sem er. Grínistinn David Chapelle segir að Twitter sé ekki raunverulegur staður. Það er rétt. En miðillinn hefur raunverulegar afleiðingar. Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu. Nýlega var athygli twittermanneskjunnar beint að útvarpsmanni. Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er twittermanneskjunni huglæg. Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug. Þversögnin er sú að twittermanneskjan talar einnig fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla og að þeir sem að leiðist út í neyslu fái viðeigandi aðstoð til þess að vinna úr sínum málum. Þeim skal hins vegar ekki fyrirgefið að hafa komið ömurlega fram við maka sinn fyrir rúmum áratug. Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar. Það virðist aldrei ætla að hætta að koma fólki á óvart að einungis hávær minnihluti er sammála twittermanneskjunni þegar til kastanna kemur. Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega. Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lýgilega lélega tónlist og uppskáru afhroð. Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun