Undirbúningur hafinn fyrir Þjóðhátíð en ekkert meitlað í stein í ljósi reynslunnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. mars 2022 07:01 Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, reiknar með því að Þjóðhátíð fari fram í Vestmannaeyjum í sumar en segir þó ýmislegt geta breyst. Undirbúningur er hafinn fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar en hátíðinni var aflýst árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskideginum mikla á Dalvík hefur aftur á móti verið aflýst. Framkvæmdastjóri ÍBV reiknar með að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði og vonar að Dalvíkingar reynist ekki sannspáir um stöðu mála. Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir undirbúning fyrir hátíðina í ár hafa hafist í upphafi árs, þegar ríkisstjórnin tilkynnti afléttingaráætlun sína. Það er þó ekkert meitlað í stein fyrir hátíðina í ár, í ljósi reynslu síðustu ára. „Við vorum bara vongóð um að þessum samkomutakmörkunum yrði aflétt og þurftum að hefja undirbúning í tíma. Við reiknum með því að halda Þjóðhátíðina en það er ekki í okkar vald sett hvernig það fer allt saman,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Að sögn Haralds er ekki búið að ákveða endanlega hvenær miðasala fyrir hátíðina hefst en það verður líklega í apríl. Hálf flökurt vegna ákvörðunar Dalvíkinga Öðrum stórum viðburði sem fer fram á svipuðum tíma og Þjóðhátíð hefur þó verið frestað, það er Fiskideginum mikla á Dalvík. „Allt er þegar þrennt er - við frestum hátíðahöldunum í þriðja sinn,“ sagði í tilkynningu á vef Fiskidagsins í síðustu viku. Aðspurður um hvort ákvörðun Dalvíkinga veki upp áhyggjur hjá Eyjamönnum segir Haraldur svo vera, að ákveðnu leiti. „Við grettum okkur kannski full mikið í fyrra yfir þessu hjá Dalvíkingunum en núna verður manni bara hálf flökurt að sjá þá hætta aftur við, þeir voru svo sannspáir með þetta árinu á undan,“ segir Haraldur og grínast með að Dalvíkingar séu mögulega með seiðkarl sem þeir spyrja út í. Haraldur kveðst vongóður um að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði en bendir á að óvæntar breytingar geti alltaf átt sér stað. Aðeins ein vika til stefnu þegar hátíðinni var aflýst í fyrra Það reyndist þungt högg fyrir Eyjamenn þegar Þjóðhátíð var aflýst í fyrra en sóttvarnaraðgerðir voru tilkynntar aðeins viku áður en til stóð að halda hátíðina. Brekkusöngnum var streymt en engir gestir voru í brekkunni. Til skoðunar var að fresta hátíðinni um nokkrar vikur en ljóst varð um miðjan ágúst að hátíðin færi ekki fram. „Við þurfum auðvitað að fjárfesta í innviðum og við höfum verið að reka þetta íþróttafélag á fjármunum sem við eigum ekki, miðahafar eru búnir að eiga kröfu á okkur í þennan tíma og það verður alltaf þrautinni þyngra að endurnýja alla hluti,“ segir Haraldur. „En við viljum auðvitað hafa þetta eins gott og hægt er og við treystum bara á stjórnvöld að hjálpa okkur með það tjón sem að þau ollu okkur í fyrra,“ segir hann enn fremur. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir undirbúning fyrir hátíðina í ár hafa hafist í upphafi árs, þegar ríkisstjórnin tilkynnti afléttingaráætlun sína. Það er þó ekkert meitlað í stein fyrir hátíðina í ár, í ljósi reynslu síðustu ára. „Við vorum bara vongóð um að þessum samkomutakmörkunum yrði aflétt og þurftum að hefja undirbúning í tíma. Við reiknum með því að halda Þjóðhátíðina en það er ekki í okkar vald sett hvernig það fer allt saman,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Að sögn Haralds er ekki búið að ákveða endanlega hvenær miðasala fyrir hátíðina hefst en það verður líklega í apríl. Hálf flökurt vegna ákvörðunar Dalvíkinga Öðrum stórum viðburði sem fer fram á svipuðum tíma og Þjóðhátíð hefur þó verið frestað, það er Fiskideginum mikla á Dalvík. „Allt er þegar þrennt er - við frestum hátíðahöldunum í þriðja sinn,“ sagði í tilkynningu á vef Fiskidagsins í síðustu viku. Aðspurður um hvort ákvörðun Dalvíkinga veki upp áhyggjur hjá Eyjamönnum segir Haraldur svo vera, að ákveðnu leiti. „Við grettum okkur kannski full mikið í fyrra yfir þessu hjá Dalvíkingunum en núna verður manni bara hálf flökurt að sjá þá hætta aftur við, þeir voru svo sannspáir með þetta árinu á undan,“ segir Haraldur og grínast með að Dalvíkingar séu mögulega með seiðkarl sem þeir spyrja út í. Haraldur kveðst vongóður um að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði en bendir á að óvæntar breytingar geti alltaf átt sér stað. Aðeins ein vika til stefnu þegar hátíðinni var aflýst í fyrra Það reyndist þungt högg fyrir Eyjamenn þegar Þjóðhátíð var aflýst í fyrra en sóttvarnaraðgerðir voru tilkynntar aðeins viku áður en til stóð að halda hátíðina. Brekkusöngnum var streymt en engir gestir voru í brekkunni. Til skoðunar var að fresta hátíðinni um nokkrar vikur en ljóst varð um miðjan ágúst að hátíðin færi ekki fram. „Við þurfum auðvitað að fjárfesta í innviðum og við höfum verið að reka þetta íþróttafélag á fjármunum sem við eigum ekki, miðahafar eru búnir að eiga kröfu á okkur í þennan tíma og það verður alltaf þrautinni þyngra að endurnýja alla hluti,“ segir Haraldur. „En við viljum auðvitað hafa þetta eins gott og hægt er og við treystum bara á stjórnvöld að hjálpa okkur með það tjón sem að þau ollu okkur í fyrra,“ segir hann enn fremur.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16