Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2022 06:46 Ættingi grætur yfir kistu Mykola Goryainiv, 3 ára, sem lést ásamt foreldrum sínum þegar þau reyndu að komast frá Kharkív. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira