Fluffy fannst eftir átta mánaða þrotlausa leit: „Hún verður í straffi næstu tvær vikur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. apríl 2022 18:48 Lovísa Sól gerði allt sem hún gat til að fá Fluffy aftur heim og bar leitin loksins árangur í gær. Mynd/Aðsend Læðan Fluffy kom í leitirnar í gær eftir að hafa verið týnd í rúma átta mánuði en eigandi hennar gafst aldrei upp á leitinni. Fluffy var í góðu atlæti hjá eldri manni í Elliðaárdalnum þegar hún fannst fyrir tilviljun en eigandi hennar segir að hún fái framvegis ekki að fara út án þess að vera með staðsetningaról. Lovísa Sól greinir frá því í samtali við Vísi að Fluffy hafi farið að heiman úr 108 Reykjavík í lok júlí 2021 og ekki skilað sér heim í kjölfarið. Við tók umfangsmikil leit að Fluffy og nýtti Lovísa mikið samfélagsmiðla við leitina. „Ég var búin að fá fullt af vísbendingum út um allt á höfuðborgarsvæðinu og fór alltaf að leita í hvert skipti,“ segir Lovísa en hún var einnig dugleg að minna á leitina í kattarhópum á Facebook. „Ég var að setja inn á allar grúppurnar einu sinni í viku bara til þess að reyna að ná til einhvers sem hafði séð hana.“ „Ég var búin að gera allt sem mér datt í hug, ég var búin að dreifa auglýsingum, ég var búin að hringja í öll umdæmi lögreglu og alla dýraspítala á höfuðborgarsvæðinu og Kattholt og allt sem að mér datt í hug,“ segir hún enn fremur. Lovísa ákvað að bjóða fundarlaun fyrir þann sem gæti fundið hana eða vissi hvar hún væri og var upphæðin komin upp í hundrað þúsund áður en Fluffy fannst að lokum. Settist að í Elliðaárdalnum í vetur Upprunalega taldi hún að Fluffy hafi verið tekin ófrjálsri hendi en það reyndist ekki vera raunin. „Hún hefur alltaf verið frekar ævintýragjörn en hún fannst í Elliðaárdalnum í húsi þar sem eldri maður býr einn, hann er alltaf að gefa kanínunum og gæsunum sem eru þarna lausar,“ segir hún en maðurinn er hvorki með tölvu né síma og því líklega ekki séð auglýsingarnar. Fluffy var búin að koma sér fyrir í húsi í Elliðaárdalnum þar sem eldri maður sá um hana. Vinnufélagi Lovísu var á gangi á svæðinu í vikunni þegar hann sá loks Fluffy og lét Lovísu vita. Í gær fór síðan Lovísa til mannsins að sækja köttinn. „Hann sagði bara að þetta væri yndislegasti köttur og hann væri búinn að vera að hugsa vel um hana síðan hún kom,“ segir Lovísa. „Hann var búinn að vera að gefa henni að borða og greiða henni og klippa hnútana í feldinum hennar,“ segir hún og kann manninum miklar þakkir fyrir. „Hann er búinn að vera bara svakalega yndislegur að sjá um köttinn minn fyrir mig.“ Aðspurð um hvort hún væri smeyk við að hleypa Fluffy aftur út eftir þetta ævintýri segist hún alla vega munu fylgjast vel með henni og gefa henni tíma til að venjast hinum tveimur köttunum á heimilinu. „Hún verður í straffi næstu tvær vikur inni með dóttur sinni og hinni kisunni, bara til að leyfa þeim að venjast aftur, en ég fór bara og keypti uppáhalds matinn hennar og róandi ól því hún hvæsir svolítið mikið á þau, en hún vill alla athygli í heimi frá mér og bara mjálmar og malar,“ segir Lovísa. „Hún fær alla vega ekki að fara út héðan í frá án þess að vera með gps tæki um hálsinn,“ segir hún enn fremur og hlær. Kettir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. 25. október 2021 21:30 Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05 „Það er erfitt að halda í vonina þegar svona margir mánuðir eru liðnir“ „Hún týndist í byrjun október og þetta er innikisa, norskur skógarköttur sem er alveg einstaklega gæf og mikið keludýr, svona eins og lifandi tuskudýr,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona, sem hefur leitað að kettinum sínum Dafnis í að verða hálft ár. 25. mars 2021 07:01 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Lovísa Sól greinir frá því í samtali við Vísi að Fluffy hafi farið að heiman úr 108 Reykjavík í lok júlí 2021 og ekki skilað sér heim í kjölfarið. Við tók umfangsmikil leit að Fluffy og nýtti Lovísa mikið samfélagsmiðla við leitina. „Ég var búin að fá fullt af vísbendingum út um allt á höfuðborgarsvæðinu og fór alltaf að leita í hvert skipti,“ segir Lovísa en hún var einnig dugleg að minna á leitina í kattarhópum á Facebook. „Ég var að setja inn á allar grúppurnar einu sinni í viku bara til þess að reyna að ná til einhvers sem hafði séð hana.“ „Ég var búin að gera allt sem mér datt í hug, ég var búin að dreifa auglýsingum, ég var búin að hringja í öll umdæmi lögreglu og alla dýraspítala á höfuðborgarsvæðinu og Kattholt og allt sem að mér datt í hug,“ segir hún enn fremur. Lovísa ákvað að bjóða fundarlaun fyrir þann sem gæti fundið hana eða vissi hvar hún væri og var upphæðin komin upp í hundrað þúsund áður en Fluffy fannst að lokum. Settist að í Elliðaárdalnum í vetur Upprunalega taldi hún að Fluffy hafi verið tekin ófrjálsri hendi en það reyndist ekki vera raunin. „Hún hefur alltaf verið frekar ævintýragjörn en hún fannst í Elliðaárdalnum í húsi þar sem eldri maður býr einn, hann er alltaf að gefa kanínunum og gæsunum sem eru þarna lausar,“ segir hún en maðurinn er hvorki með tölvu né síma og því líklega ekki séð auglýsingarnar. Fluffy var búin að koma sér fyrir í húsi í Elliðaárdalnum þar sem eldri maður sá um hana. Vinnufélagi Lovísu var á gangi á svæðinu í vikunni þegar hann sá loks Fluffy og lét Lovísu vita. Í gær fór síðan Lovísa til mannsins að sækja köttinn. „Hann sagði bara að þetta væri yndislegasti köttur og hann væri búinn að vera að hugsa vel um hana síðan hún kom,“ segir Lovísa. „Hann var búinn að vera að gefa henni að borða og greiða henni og klippa hnútana í feldinum hennar,“ segir hún og kann manninum miklar þakkir fyrir. „Hann er búinn að vera bara svakalega yndislegur að sjá um köttinn minn fyrir mig.“ Aðspurð um hvort hún væri smeyk við að hleypa Fluffy aftur út eftir þetta ævintýri segist hún alla vega munu fylgjast vel með henni og gefa henni tíma til að venjast hinum tveimur köttunum á heimilinu. „Hún verður í straffi næstu tvær vikur inni með dóttur sinni og hinni kisunni, bara til að leyfa þeim að venjast aftur, en ég fór bara og keypti uppáhalds matinn hennar og róandi ól því hún hvæsir svolítið mikið á þau, en hún vill alla athygli í heimi frá mér og bara mjálmar og malar,“ segir Lovísa. „Hún fær alla vega ekki að fara út héðan í frá án þess að vera með gps tæki um hálsinn,“ segir hún enn fremur og hlær.
Kettir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. 25. október 2021 21:30 Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05 „Það er erfitt að halda í vonina þegar svona margir mánuðir eru liðnir“ „Hún týndist í byrjun október og þetta er innikisa, norskur skógarköttur sem er alveg einstaklega gæf og mikið keludýr, svona eins og lifandi tuskudýr,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona, sem hefur leitað að kettinum sínum Dafnis í að verða hálft ár. 25. mars 2021 07:01 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. 25. október 2021 21:30
Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05
„Það er erfitt að halda í vonina þegar svona margir mánuðir eru liðnir“ „Hún týndist í byrjun október og þetta er innikisa, norskur skógarköttur sem er alveg einstaklega gæf og mikið keludýr, svona eins og lifandi tuskudýr,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona, sem hefur leitað að kettinum sínum Dafnis í að verða hálft ár. 25. mars 2021 07:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið