„Verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 12:00 Helena Sverrisdóttir hefur orðið Íslandsmeistari eftir þrjár síðustu úrslitakeppnir, einu sinni sem leikmaður Hauka og tvisvar sem leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fyrstu leikjunum í undanúrslitaeinvígunum tveimur. Subway Körfuboltakvöld spáð í bæði einvígin í síðasta þætti. Fjölnir er deildarmeistari og mætir Njarðvík í undanúrslitum en þetta hafa verið spútniklið vetrarins í kvennadeildinni. Njarðvíkurliðið var nýliði í deildinni og komst í úrslitakeppni á fyrsta ári en Fjölniskonur unnu fyrsta titil félagsins með því að vinna deildina. Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Hauka í hinni undanúrslitaeinvíginu. Valur vann Hauka í lokaúrslitum í fyrra en Haukarnir unnu Val í lokaúrslitunum 2018. Valsliði hefur unnið tvær síðustu úrslitakeppnir (2019 og 2021) en engin úrslitakeppni fór fram vorið 2020 vegna kórónuveirunnar. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir þessi tvö einvígi með sérfræðingum sínum Bryndísi Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Jakobsdóttur og Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tilvitnanir frá yfirferð þeirra sem og það er hægt að sjá alla yfirferðina í heilu lagi. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Fjölnis og Njarðvíkur Fjölnir (1. sæti) á móti Njarðvík (4. sæti) „Þegar Aliyah Mazyck lendir á móti Aliyuh Collier þá er hún á móti leikmanni sem er aðeins hærri en hún og getur hlaupið virkilega vel með henni. Hún getur samt alltaf fundið einhverjar glufur. Þetta verður virkilega skemmtileg rimma á milli þeirra tveggja,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég enga brjálaða trú á Njarðvíkurliðinu en ég er samt rosalega spennt fyrir þessu. Ég væri mikið til í það að þær komi með þvílíkum krafti,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég held að Njarðvíkurliðið passi best á móti Fjölni því þær eru með þessa stóru leikmenn undir körfunni á móti Dagný,“ sagði Bryndís. „Ég held að Njarðvík sé búinn að vinna þrjá af fjórum innbyrðis leikjum þeirra í vetur. Halldór þarf aðeins að kíkja á það hvort hann geti sett upp eitthvað nýtt til að stríða Njarðvíkurstelpum,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Njarðvík er samt í einhverri niðursveiflu og ég er smá smeyk fyrir þeirra hönd,“ sagði Ingibjörg. „Í einum leikjanna á móti Njarðvík er Dagný Lísa (Davíðsdóttir) með -2 í framlag. Dagný Lísa er ekkert að verða verri í körfubolta en þetta er smá spurning um sjálfstraust og hún þarf að fara upp með hausinn og áfram gakk. Hún er frábær í körfubolta og á ekki að láta Aliyuh Collier eða Lavinu (De Silva) draga úr sér,“ sagði Pálína. „Ef það er einhver draumamótherji fyrir Njarðvíkurstúlkur þá eru það algjörlega Fjölniskonur því þær virðast hafa eitthvað grettistak á þeim,“ sagði Pálína. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Hauka Valur (2. sæti) á móti Haukum (3. sæti) „Þetta verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Það stóra er að Helena er ekki heil. Það mun alltaf koma nýr stór leikmaður inn hjá Val sem getur hlaupið með henni allan tímann. Það verður mjög erfitt fyrir hana,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ásta Júlía (Grímsdóttir) er á siglingu hjá Val núna og það skiptir svo miklu máli. Það verður stanslaust áreiti á Helenu frá öllum þessu stóru leikmönnum,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Það er eins og Helena sé að toppa sig með því að spila 25 mínútur og það er ekki nóg fyrir Haukaliðið,“ sagði Bryndís. „Valskonur eru þéttar undir körfunni. Þó að þær fari ekki í það að tvídekka Helenu þá eru þær alltaf með hendurnar úti, alltaf tilbúnar í hjálparvörn og það verður erfitt fyrir Helenu að vera ein undir körfunni þótt hún fái ekki tvídekkingu“ sagði Bryndís. „Við höfum oft talað um Hallveigu (Jónsdóttur) hjá Val og mér finnst hún eiga helling inni. Hún þarf ekki endilega að vera on en hún þarf samt að taka þátt, bæði andlega og líkamlega í leiknum. Þá finnst mér allir vegir færir fyrir þetta Valslið,“ sagði Pálína. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikur Fjölnis og Njarðvík byrjar klukkan 18.15 en leikur Vals og Hauka klukkan 20.15. Eftir leikinn verður síðan Subway Körfuboltakvöld þar sem báðir leikir kvöldsins verða gerðir upp. Það verður því kvennakarfa á dagskrá frá klukkan 18.05 til 22.40. Subway-deild kvenna Haukar Valur Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Fjölnir er deildarmeistari og mætir Njarðvík í undanúrslitum en þetta hafa verið spútniklið vetrarins í kvennadeildinni. Njarðvíkurliðið var nýliði í deildinni og komst í úrslitakeppni á fyrsta ári en Fjölniskonur unnu fyrsta titil félagsins með því að vinna deildina. Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Hauka í hinni undanúrslitaeinvíginu. Valur vann Hauka í lokaúrslitum í fyrra en Haukarnir unnu Val í lokaúrslitunum 2018. Valsliði hefur unnið tvær síðustu úrslitakeppnir (2019 og 2021) en engin úrslitakeppni fór fram vorið 2020 vegna kórónuveirunnar. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir þessi tvö einvígi með sérfræðingum sínum Bryndísi Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Jakobsdóttur og Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tilvitnanir frá yfirferð þeirra sem og það er hægt að sjá alla yfirferðina í heilu lagi. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Fjölnis og Njarðvíkur Fjölnir (1. sæti) á móti Njarðvík (4. sæti) „Þegar Aliyah Mazyck lendir á móti Aliyuh Collier þá er hún á móti leikmanni sem er aðeins hærri en hún og getur hlaupið virkilega vel með henni. Hún getur samt alltaf fundið einhverjar glufur. Þetta verður virkilega skemmtileg rimma á milli þeirra tveggja,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég enga brjálaða trú á Njarðvíkurliðinu en ég er samt rosalega spennt fyrir þessu. Ég væri mikið til í það að þær komi með þvílíkum krafti,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég held að Njarðvíkurliðið passi best á móti Fjölni því þær eru með þessa stóru leikmenn undir körfunni á móti Dagný,“ sagði Bryndís. „Ég held að Njarðvík sé búinn að vinna þrjá af fjórum innbyrðis leikjum þeirra í vetur. Halldór þarf aðeins að kíkja á það hvort hann geti sett upp eitthvað nýtt til að stríða Njarðvíkurstelpum,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Njarðvík er samt í einhverri niðursveiflu og ég er smá smeyk fyrir þeirra hönd,“ sagði Ingibjörg. „Í einum leikjanna á móti Njarðvík er Dagný Lísa (Davíðsdóttir) með -2 í framlag. Dagný Lísa er ekkert að verða verri í körfubolta en þetta er smá spurning um sjálfstraust og hún þarf að fara upp með hausinn og áfram gakk. Hún er frábær í körfubolta og á ekki að láta Aliyuh Collier eða Lavinu (De Silva) draga úr sér,“ sagði Pálína. „Ef það er einhver draumamótherji fyrir Njarðvíkurstúlkur þá eru það algjörlega Fjölniskonur því þær virðast hafa eitthvað grettistak á þeim,“ sagði Pálína. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Hauka Valur (2. sæti) á móti Haukum (3. sæti) „Þetta verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Það stóra er að Helena er ekki heil. Það mun alltaf koma nýr stór leikmaður inn hjá Val sem getur hlaupið með henni allan tímann. Það verður mjög erfitt fyrir hana,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ásta Júlía (Grímsdóttir) er á siglingu hjá Val núna og það skiptir svo miklu máli. Það verður stanslaust áreiti á Helenu frá öllum þessu stóru leikmönnum,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Það er eins og Helena sé að toppa sig með því að spila 25 mínútur og það er ekki nóg fyrir Haukaliðið,“ sagði Bryndís. „Valskonur eru þéttar undir körfunni. Þó að þær fari ekki í það að tvídekka Helenu þá eru þær alltaf með hendurnar úti, alltaf tilbúnar í hjálparvörn og það verður erfitt fyrir Helenu að vera ein undir körfunni þótt hún fái ekki tvídekkingu“ sagði Bryndís. „Við höfum oft talað um Hallveigu (Jónsdóttur) hjá Val og mér finnst hún eiga helling inni. Hún þarf ekki endilega að vera on en hún þarf samt að taka þátt, bæði andlega og líkamlega í leiknum. Þá finnst mér allir vegir færir fyrir þetta Valslið,“ sagði Pálína. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikur Fjölnis og Njarðvík byrjar klukkan 18.15 en leikur Vals og Hauka klukkan 20.15. Eftir leikinn verður síðan Subway Körfuboltakvöld þar sem báðir leikir kvöldsins verða gerðir upp. Það verður því kvennakarfa á dagskrá frá klukkan 18.05 til 22.40.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira