Byr í seglin – landfestar leystar Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 6. apríl 2022 14:00 Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Við gætum auðvitað farið öruggu leiðina, legið við bryggju og gert það besta úr aðstæðum. En til þess var Harpa ekki byggð – heldur til að leggja á djúpið. Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa, það er menning. Í Hörpu eru stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar ráðstefnur og nemendasýningar. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Svo er það birtingamynd uppsafnaðrar aðdáunar þegar 1300 ferðamenn koma frá Bandaríkjunum til að sækja tónleika hjá sömu hljómsveit í Eldborg þrjú kvöld í röð. Til viðbótar við menninguna hefur Harpa ríkar skyldur við atvinnulífið, þar á meðal ferðaþjónustuna eina af megin stoðum íslensks atvinnulífs. Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna covid tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í covid dvala, einhverskonar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Metnaðarfullir og framsýnir listamenn, starfsmenn og stjórnendur eiga þakkir skildar en sömuleiðis hugrakt og stórhuga stjórnmálafólk sem hefur séð og skilið mikilvægi þess að menningarstarf lifi erfiða tíma og blómstri á ný þegar samfélagið opnar. Það er ekki nýtt að stjórnmálafólk taki afstöðu með menningunni þegar að kreppir. Þau eru þekkt ummæli breska forsætisráðherrans Winston Churchill sem tók ákvörðun um aukin framlög til menningar og lista á krefjandi tímum þegar þjóðin stóð í stríði. Gagnrýni á þessa ákvörðun svaraði hann með þekktri spurningu: „Fyrir hverju erum við þá að berjast?“ Menning er ómetanleg fyrir sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að framsýnir íslenskir stjórnmálamenn og samfélagið allt taki afstöðu með menningu og listum, þeirra skilningur og hugrekki gera okkur nú kleift að opna Hörpu og mæta gestum stolt af þeim breytingum sem staðið hafa yfir. Allar eru þær til þess fallnar að styrkja upplifun gesta og öfluga ímynd, auka gæði og bæta rekstur. Nú tekur við nýtt tímabil í okkar sögu, samfélagið opnast og Harpa fyllist á ný af lífi. Heimsfaraldurinn var okkur erfiður á margan hátt en ekki má horfa fram hjá því að hann kenndi okkur margt. Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hluti. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum með covid kaflanum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för. Í Hörpu ætlum við áfram að anda með samfélaginu, mæta gestum, leiða, miðla og hlusta. Í Hörpu felast ótrúleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Menningarlegu verðmætin eru óumdeild á meðan önnur verðmæti felast í því að skapa forsendur fyrir árangri á ýmsum sviðum samfélagsins, öllum til hagsbóta. Hörpu er ætlað stórt hlutverk í íslensku samfélagi á komandi misserum og mikilvægt er að hvert tækifæri sé nýtt. Til þess þarf að leysa landfestar. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Harpa Menning Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Við gætum auðvitað farið öruggu leiðina, legið við bryggju og gert það besta úr aðstæðum. En til þess var Harpa ekki byggð – heldur til að leggja á djúpið. Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa, það er menning. Í Hörpu eru stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar ráðstefnur og nemendasýningar. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Svo er það birtingamynd uppsafnaðrar aðdáunar þegar 1300 ferðamenn koma frá Bandaríkjunum til að sækja tónleika hjá sömu hljómsveit í Eldborg þrjú kvöld í röð. Til viðbótar við menninguna hefur Harpa ríkar skyldur við atvinnulífið, þar á meðal ferðaþjónustuna eina af megin stoðum íslensks atvinnulífs. Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna covid tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í covid dvala, einhverskonar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Metnaðarfullir og framsýnir listamenn, starfsmenn og stjórnendur eiga þakkir skildar en sömuleiðis hugrakt og stórhuga stjórnmálafólk sem hefur séð og skilið mikilvægi þess að menningarstarf lifi erfiða tíma og blómstri á ný þegar samfélagið opnar. Það er ekki nýtt að stjórnmálafólk taki afstöðu með menningunni þegar að kreppir. Þau eru þekkt ummæli breska forsætisráðherrans Winston Churchill sem tók ákvörðun um aukin framlög til menningar og lista á krefjandi tímum þegar þjóðin stóð í stríði. Gagnrýni á þessa ákvörðun svaraði hann með þekktri spurningu: „Fyrir hverju erum við þá að berjast?“ Menning er ómetanleg fyrir sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að framsýnir íslenskir stjórnmálamenn og samfélagið allt taki afstöðu með menningu og listum, þeirra skilningur og hugrekki gera okkur nú kleift að opna Hörpu og mæta gestum stolt af þeim breytingum sem staðið hafa yfir. Allar eru þær til þess fallnar að styrkja upplifun gesta og öfluga ímynd, auka gæði og bæta rekstur. Nú tekur við nýtt tímabil í okkar sögu, samfélagið opnast og Harpa fyllist á ný af lífi. Heimsfaraldurinn var okkur erfiður á margan hátt en ekki má horfa fram hjá því að hann kenndi okkur margt. Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hluti. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum með covid kaflanum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för. Í Hörpu ætlum við áfram að anda með samfélaginu, mæta gestum, leiða, miðla og hlusta. Í Hörpu felast ótrúleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Menningarlegu verðmætin eru óumdeild á meðan önnur verðmæti felast í því að skapa forsendur fyrir árangri á ýmsum sviðum samfélagsins, öllum til hagsbóta. Hörpu er ætlað stórt hlutverk í íslensku samfélagi á komandi misserum og mikilvægt er að hvert tækifæri sé nýtt. Til þess þarf að leysa landfestar. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar