Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir Hólmfríður Gísladóttir, Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. apríl 2022 06:49 Þetta kort frá breska varnarmálaráðuneytinu sýnir stöðuna eins og hún var í gær. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira