Lausnir fyrir bráðamóttökuna Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. apríl 2022 14:30 Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun